Víðir - 15.11.1952, Qupperneq 4
Þeír, sem vilja fylgjast
vel með, lesa V í Ð I.
-----------------------------
V í Ð I R flytur efni, sem
ekki er annars staðar.
Vandamál Vestfjarða
Togararnir
Tíðin hefur verið ágæt á
miðunum fyrir Vesturlandi.
En það vill oft, verða svo, þeg-
ar lengi hefur verið' gott, að
íiskurinn tregast. Þá er stroll-
an af skipum, og fiskurinn
skefst upp jafnóðum og hann
skríður að. Þarna á Halanum
eru allra þjóða skip, en eink-
um er þar mikið af Þjóðverj-
um. Englendingar halda sig
meira á grynnra vatni. Það er
því eins og breyta þurfi um
veður annað kastið, eins og
það Jíka ósjaldan gerir, til
þess að afli geti verið góður.
Skip eru dreifð við veið-
arnar eins og áður. Enn eru
nokkur skip við' Grænland,
og hefur afli verið betri aftur
nú upp á síðkastið. Sennilega
fara ekki þau skip til Græn-
lands aftur, sem nú eru að
koma frá Esbjerg.
Þá eru allmörg skip að
veiða fyrir Þýzkalandsmark-
að. Löndunarsamningurinn
var framlengdur til 30. nóv.,
en ekki er vitað, hvað þá tek-
ur við. Mega 11 skip landa í
Þýzkalandi næsta hálfa mán-
uðinn. Afli hefur verið heldur
rýr og því farmar ekki mjög
stórir, en markaðurinn hefur
verið alveg sæmilegur.
Þeim skipum, sem veið'a
fyrir frystihúsin, fer nú eitt-
hvað fjölgandi, um leið og
þau hætta veiðum við Græn-
Iand.
Reykjavík.
Sunnan og suðvestan átt
hefur verið tíðast þessa viku
og stundum hvasst. Bátar
þeir, sem róðra stunda, hafa
þó oftast verið á sjó. Hafa
netabátarnir aflað þetta frá 1
og upp í 3 lestir í róðri, með-
alafli um 1 y2 lest. Línubát-
arnir hafa verið að fá 2—3
lestir í róðri. Eru það 2 bátar,
sem roa með' línu. Nokkrir
litlir dekkbátar róa auk þess
með Jínu. Hafa þeir fengið
400—1000 kg. í róðri og verið
á grunnmiðum. Fer allur
þessi fiskur í bæinn, og auk
þess kemur nokkuð af fiski úr
Keflavík.
Tveir nýir bátar eru í þann
veginn að byrja með línu í
viðbót við þá, sem fyrir eru.
Það' lítur ekki illa út með afla
í haust, eftir því sem um hef-
ur verið að gera. Línu- og
netaveiðar hafa ekki verið
reyndar í nokkur undanfarin
ár á þessum tíma árs.
V estmannaeyjar.
Tíðin hefur verið slæm, og
hefur af þeim sökum bátum
fækkað, sem róðra stunda, og
eru nú aðeins eftir 3—4 vél-
bátar. Trillunum hefur einnig
fækkað og eru þær nú orðriar
6, sem róðra stunda. Það' virð-
ist vera sæmilegur afli, ef tíð-
arfarið hamlaði ekki, þannig
skauzt ein trilla (Sveinn Hjör-
leifsson) út í vikunni og fékk
800 kg., mest ýsu.
Tveir bátar úr Reykjavík
hafa lagt á land afla sinn,
Faxaborg 14 lestir um s.l.
helgi og Heimaklettur í fyrra-
dag 10 lestir.
Grindavík.
Ekki neitt neitt, allir bátar
bundnir við bryggju. Skíði,
sem er með línu, reri þó einn
dag í vikunni og fékk 1 lest
af fiski á 20 bjóð. Ægir fór
út í vikunni að leita að síld,
en lagði ekki, og varð hvergi
var, enda hvessti, og kom við
svo búið.
Sandgerði.
Ekkert hefur verið róið
með reknet síðan á fimmtu-
daginn í fyrri viku, þá fór
einn bátur út, Hrönn, og fékk
einar 4 tunnur og eyðilagði 30
net.
3 bátar eru enn með netin
um borð. Þeir fara þó ekki út
í bili, bæði er tíðin slæm og
svo þora þeir ekki að leggja í
bili fyrir háhyrningnum.
Það er verið að taka báta
upp í slipp, dytta að þeim og
rífa upp vélarnar og hefja ann-
an undirbúning undir vertíð-
ina.
Keflavík.
Ekkert er um að vera, nema
fáir bátar róa í Garðsjóinn, 3
15—20 lesta vélbátar með
línu og 3 trillur. Hefur afli
verið alveg sæmilegur þegar
gefur, og gæftir hafa verið
viðunanlegar, þótt úrtökur
hafi verið'. Hjá vélbátunum
er aflinn 1—lVo lest á 7—8
stampa. Róa þeir stundum
tvisvar á dag. Aflinn er ýsa
og nokkuð af smálúðu.
| Aðalbjörg úr Reykjavík,
sem fiskar fvrir Hafnirnar,
| leggur upp afla sinn í ICefla-
vík, en hun er á þorskanetum.
Mestur hefur aflinn komizt
upp í 4 lestir í róðri.
Nú 'U alveg hreinar hend-
ur með síldveiðarnar, allir
bátar hættir.
HafnarfjörSur.
Togararnir hafa verið að
koma inn í vikunni, Röðull
frá Þýzkalandi, Bjarni ridd-
ari af saltfiskveiðum, var
hann fyrst við Grænland, en
lauk veiðiferðinni hér við
land, og Júní, sem kom með
307 lestir af karfa fyrir frysti-
húsin.
Akranes.
Einn bátur er enn með rek-
net um borð, er þó búinn að
afskrá, en fer út, ef gott gerir.
Einn bátur rær með línu
og fiskar fyrir bæinn. Hefur
afli verið kringum 2 lestir og
rúmlega það, mest ýsa.
Akurey landaði á laugar-
daginn 202 lestum af karfa.
ísafjörSur.
Tíð hefur verið ágæt og ró-
ið á hverjum degi. Á stærri
línubátunum hefur áflinn ver-
ið 3—4 lestir í róð'ri. Róið
hefur verið 3 tíma norðvestur
af Deild eða austur af Dranga-
ál. Við Drangaál hefur verið
góður fiskur, stór þorslcur og
ýsa, en út af Deildinni hefur
afli verið dálítið keiluborinn.
Fiskurinn er lifrarmikill.
Hjá trillubátunum hefur
afli heldur glæðzt síðustu
daga og verið 000—1000 kg.
í róðri. Hafa trillurnar sótt
inn í Djúp alla leið inn að
Ogurhólmum.
Botnvörpungar Togarafé-
lagsins veiða báð'ir í salt, Sól-
borg er við Grænland, en ís-
borg var inni á þriðjudaginn
með 260—270 lestir af salt-
fiski og fór samdægurs til Es-
bjerg. Tók hún fisk til við-
bótar til að fá fullfermi. Var
hún búin að vera 7 vikur að
veiðum. Sögðu þeir lítinn fisk
á Halamiðum, en væri þá
helzt um karfa að ræða.
Sami feiknaaflinn er enn
hjá þeim bátum, er stunda
rækjuveiðar, og fékk einn
bátur 1700 kg. í einu „hali“
einn daginn. Bátur þessi heit-
ir Karmoy, og er skipstjóri
hans og eigandi Simon Olsen.
Vegna sölutregðu og þess, hve
mikið berst að af rækjum,
hafa 2 bátar af ísafirði orðið
að hætta veiðum. Aftur á
móti er einn bátur frá Bol-
ungavík nýbyrjaður á rækju-
veið'um á vegum Einars Guð-
íinnssonar útgerðarmanns
þar. Afla sinn fá bátarnir
mest við Borgarey alla leið
inn hjá Reykjanesi og við
Vatnsfjörðinn á sömu slóðum
Öskar Halldórsson útgerð-
armaðuf bendir á það í síð-
asta tbl. Víðis, að mikil nauð-
syn sé á því, að byggja ver-
búðir á Suð'urnesjum til þess
að skapá aðstöðu f'yrir fiski-
báta frá Vestfjörðum og Norð-
urlandi til viðlegu um vertíð-
ar. Þetta er að vísu nauðsyn
að nokkru marki', en vafa-
laust er, að verbúðabyggingar
á Suðurnesjum leysa ekki
framleiðslu- og atvinnumál
Vestfirð'inga. Þar þarf að ger-
ast annað og meira. Einkum
þarf að hlaupa undir bagga
með hraðfrystihúsunum til
þéss að auka verulega vinnslu-
rúm og geymslurúm þeirra. Á
þetta þó einkum við hrað-
frystihúsin á ísafirði og í
Hnífsdal. Á ísafirði þyrfti í
raun og veru að koma nýtízku
fiskiðjuver í stað hinna gömlu
húsa, sem bæði eru illa stað-
sett og að mörgu leyti úrelt.
Þar hefur ekki verið fvlgzt
meira með tímanum en svo,
HvaS um beitusíldina?
Um þessar mundir er verið
að senda til PóIIands 1000
lestir af síld. Áður voru farn-
ar 200 lestir til í'innlands. Og
enn eru seldar, en ófarnar 500
lestir til Póllands.
Það hefur verið talið, að til
væru 60—70.000 tunnur af
beitusíld í landinu. Ætti það
að vera nóg í meðalvertíð. En
það er svo með beitusíld, að'
það er aklrei á vísan að róa.
Notkunin er svo misjöfn. Fer
þar eftir gæftunum, og svo
öðru, sem hefur enn meira að
segja, og það er, hvort loðn-
an kemur og hve lengi hún
stendur.
Stundum hefur síldveiði
brugðizt svo, að flytja hefur
orðið inn beitusíld frá Noregi,
og er skemmst að minnast
þessa fyrir þrem fjórum ár-
um. Eitt það' ömurlegasta,
sem upp á gæti komið, væri
að landið vrði beitulítið, það
er ekki aðeins skaðlegt, held-
ur er það skammarlegt. Beitu-
nefnd hefur auglýst eftir pönt-
unum á síld, en það er eins
og áður segir mjög erfitt að
gera. sér fulla grein fyrir þörf-
inni. Getur jafnvel munað allt
að' helming. Og ekki er held-
ur gott að' hafa of mikið, það
þykir léleg beit.a að ári, og
svo er iltt að teppa geymslu-
rúm í yfirfullum fryistihúsum
fyrir síld, sem geyma þarf
milli ára. Þetta er því mikið
vandamál, en aðalatriðið er,
að vera tryggur með næga
beitu, eftir því sem hægt er.
★
að atvinnusldlyrði standa
naumast í stað. Ef vel væri
þyrftu atvinnutækin að geta
veitt atvinnu vaxandi fjölda,
sem svaraði að minnsta kosti
til hinnar eðlilegu mannfjölg-
unar. Að vísu er hér miðað
við það, að' hugsað sé fyrir
þ\4í, að fólkið flytjist ekki
burtu til annarra staða, eins
og átt hefur sér stað undan-
farinn áratug, er fólkinu hef-
ur verið beint til Reykjavík-
ur og Suðurnesja með því að
veita meginhlut rekstrarfjár-
magns bankanna til atvinnu-
tækja á þeim slóð'um.
Ef tilætlunin er ekki sú, að
tæma Vestfirði af fólki, er að
því komið', að menn geri sér
þessi sjónarmið Ijós og spyrni
við fæti.
Á ísafirði er ekki aðeins
svona ástatt um hraðfrysti-
húsin, heldur er einnig mjög
erfið aðstaða til þess að veita
viðtöku fiski til söltunar. Tog-
arafélagið hyggst byggja mik-
ið hús til þess að geta veitt
viðtöku fiski af tveimur tog-
urum sínum,.en heyrzt hefur, |
að' það fái ekki fé til þess að |
hefjast handa. Bæjarfélagið
keypti á s.I. vori annað hrað-
frýstihúsið og þarf það mik-
illa endurbóta við. Leitað hef-
ur verið á náðir ríkis og banka
til þess að endurbaéta húsið
og auka við geymslur. En eng-
in bænheyrsla virðist hafa
verið veitt, því ennþá hefur
húsinu ekkert verið' gert.
Vestra várðist mönnum
enginn vafi leika á því, að
heppilegra væri að veita báð-
um þessum aðilum nauðsyn-
leg lán til þess að bæta að-
stöðuna, heldur en að byggja
verbúðir á Suðurnesjum, svo
að Vestfjarðabátar gætu flutt
útveg sinn þangað. Það þarf
enga djúphygli til þess að sjá
fyrir afleiðingar þess, ef út-
vegurinn væri fluttur þaöan
að heiman, og er ástæðulaust
að ræða það atriði frekar.
Það er ekki ástæða til að
saka neinn um það ástand,
sem er í þessum málum á
Vestfjörð'um. En mönnum er
það Ijóst fyrir löngu, að Vest-
firðingar, og þá einum ísfirð-
ingar, hafa í allt of ríkum
mæli byggt afkomu sína á
síldinni. Standa loks vonir til,
að breytt verði til, en til þess
að það sé hægt, ber ríka nauð-
syn til, að ríkisstjórn og bank-
ar hlaupi undir bagga, fvrr
en síðar. Fólksfækkun er orð-
in svo ískyggileg vestra,
að öllum hugsandi mönnum,
er áhyggjuefni. Fyrsti hrepp-
urinn fór í eyði á þessu hausti.
Hvenær kemur röðin að hin-
um hreppunum og kaupstöð-
unum, ef þessu heldur áfram?
HUNDESTED — aflmikil og býð — vinsælasta
vél fiskiskipgflotans. StærSir 10—360 hestöfl.
Undirritaður óskar eftir að gerast áslcrifandi að Víði.
Nafn ........................................
Heimili ...............................
Póststöð ............................
Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).
Einfaldasta ráði(V til að stinga upp
í mann, sem sífellt cr að barma sér,
er að vera honum sammála.
\