Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Blaðsíða 14
22
HEIMIR
1924
og innilegra en áður. Og ávöxtur hins
heita og innilega trúarlífs frumkristn-
innar er hinn svonefndi „gregorianski
söngur“. Hann er einraddaður og óbrot-
inn, og enn í dag er hann sunginn í ka-
þólsku kirkjunni. Hann hefir varðveitt
lífsafl sitt um meir en þúsund ár, og má
hann meðal annars þakka það hinum há-
leita einfaldleik sínum í búningi.
það er alveg einstætt dæmi í sögunni,
að tónsmíði frá þeim tíma lifi enn í full-
um krafti. það er aðeins sáralítill hluti
af þeim tónsmíðum, sem til eru orðin á
fyrri öldum, sem hafa varðveitt lífsafl
sitt. Við íaum aðeins skilið þau tón-
smíði, sem samin eru á 4 síðustu öldun-
um, nokkuð að ráði. Að undantekn-
um gregorianska söngnum eru aðeins
nokkur kirkjulög, sálmalög og þjóðlög,
sem samin eru fyrir 15. öld, sem hafa
varðveitt gildi sitt. Alt annað er gleymt
og grafið í tímans gröf, og aðeins fræði-
menn og grúskarar rannsaka það, til að
meta sögulegt gildi þess. Hvað veldur?
Við vitum, að hver tími talar sínu málí
og velur hugsunum sínum búning við
sitt hæfi. Saga listsöngsins sýnir, að að-
ferðir, sem tónskáldin hafa notað á ein-
um tíma, hafa síðar verið taldar óhæfar
og óleyfilegar. þau lögmál hljómfræð-
innar, sem við þekkjum núna og eru tal-
in algild, þektust ekki fyrir nokkrum
öldum. Tónskáldin fóru þá eftir reglum,
sem nú eru bannaðar, þá er þau smíðuðu
lög sín, en þau voru, þá er fram liðu
stundir, mjög margbrotin. Ef við hlýdd-
um á tónsmíði þeirra, þá myndu þau
sennilega láta illa í eyrum. Við myndum
sennilega ekki skilja þau og telja söng-
inn falskan. Fyrir því hefir hann ekki
lifað. En gregorianski söngurinn var
aftur á móti svo einfaldur og óbrotinn,
og svo sannur og djúpui-, að hann hlaut
að lifa. Enn í dag er hann talinn ein-
hver besti kirkjusöngur, sem til er, og
mun svo lengi vera. B. A.
Organsláttur
P á 1 s Ísólfssonarí Dómk. 5. marsm. þ.á.
þær eru tvær, borgirnar, sem eigna sjer
Ditrich Buxtehude: Helsingör og
Helsingborg. það skiftir i sjálfu sjer litlu,
hvar hann fæddist. Aðalatriðið er hitt, að
skáldskapur hans er þýskur í húð og hár,
enda var hann organleikari i Lúbeck mest-
an hluta æfi sinnar. Hvert orð fór af hon-
um, má marka af því, að árið 1705 leggur
B a c h af stað frá Arnstadt (í Thuringen)
fótgangandi alla leið til Lúbeck (400 km.), í
þeim erindum, að kynnast „hinum mikla
Dana“ og læra af lionum. Sú ferð varð ekki
til ónýtis. þarf í rauninni ekki lengra að
fara, en til þessarar Passacagliu
Buxtehudes i D-moll, sem var fyrsta við-
fangsefni Páls. Bersýnilega er hún eitt af
þeim frækornum, sem borið hefir dýrðlega
ávexti síðar í verkum Bachs (sbr. hans
Passacagliu i C-moll). — Tvö viðfangsefni —
Toccata (D-moll) og Fuga (D-dúr), og
Passacaglia (F-moll) — voru eftir Max
R e g e r, — hinn öfgafulla völund á tóna.
List Regers minnir oss stundum á „Völker-
schiachtdenkmal" í Leipzig, þennan ferlega
minnisvarða Um bardagann við Napoleon
mikla á Leipzigsljettum. Inni í varðanum
cru fjórar táknmyndir („allegoriskar" mynd-
ir), rúmlega 9y2 metri á hæð. Löngutöngin
á hverri mannsmynd er 1,10 metii. „Kolos-
sal“ — segja þjóðverjar og dást að. Spurn-
ingin er bara þessi, hvort ekki hefði mátt
komast af með m i n n a g r j ó t — og gera
úr því eins mikið eða meira listaverk.
þessi venja Regers, að spenna bogann eins
liátt og verða má, að nota jafnan til þess ítr-
asta öll tæki (gagnger hljóðbrigði, skjótar