Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Blaðsíða 5
HEIMIR
SÖNGMÁLABLAÐ
Hitstjóri! Sigfús Einarsson (ábm.) Rvlli. Póstli 443. - Simi lOíSti.
Afgreiöslumaður og' i'jcliiiðii-: Benedikt Þ. Gröndal RAnargötu 24. Reykjavik. - Simi 1003.
Afgri'iðsluinaðurinn tekur við auglýsinguin.
2. tbl.
— Árgangurinn 3 kr. —
borgist fyrirfram, um ieið og blaðið er pantað
Apr.—júni 1924
Nokkur orð um »músík«.
Eftir Baldur Andrjesson cand. theol.
Skáldið Goethe sagði einu sinni í
brjefi til vinar síns, að músíkin væri
fegursta opinberun Guðs, og þau um-
mæli eru eignuð Beethoven, að músík-
in sje æðri opinberun en öll mannleg
speki. Báðum kemur þeim saman um
það, skáldinu og tónskáldinu, að músík-
in flytji mönnunum háleit sannindi,
jafnvel æðri og göfugri en nokkur önn-
ur list. Eitt er víst, að þær kendir og
innri sýnir skáldsins, sem hvorki verða
klæddar í stein, liti nje orð, fær tónlist-
in túlkað svo, að mannshjartað skilji.
J>að er því enginfurða,þóttmannsandinn
hafi tekið hana snemma í þjónustu sína.
En hvað er músíkin í eðli sínu? Af
hvaða þáttum er hún ofin? Ef við tök-
um eitthvert lag og viljum gera okkur
ljóst, hvað það sje, er myndi lagið, þá
rekum við augun í þrent, sem aðallega
einkennir það. Fyrst og fremst er það
1 a g 1 í n a n sjálf, tónar í ákveðinni röð;
Við getum nefnt hvern tón fyrir sig og
afstoðu hans til hinna, og svo gildi hans,
ef við höfum ofurlitla þekkingu í söng-
fræði. I öðru lagi er það h 1 j 6 ð f a 11-
i ð, sem einkennir lagið. Sjerhvert lag
hefir ákveðið hljóðfall. Og að lokum er
lagið samið í einhverri tóntegund,
venjulega í dúr eða moll. pótt við vit-
um nú alt þetta og getum nefnt hvern
tón og hljóm í laginU, skýrt og sundur-
liðað, þá nægir það ekki til að skýra
það, sem músíkin er í eðli sínu. þar með
er ekki skýrt, hvers vegna þessi ákveðna
tónaröð og hljóðfall, sem lagið hefir,
verkar þannig á okkur, en ekki öðru
vísi, hvers vegna lagið vekur hjá okk-
ur þessar kendir, en ekki aðrar. pað er
svipað með músíkina í sjerhverju lagi
eins og ilm og fegurð rósanna. Ef við
tökum rósina sundur og nefnum parta
hennar þeirra rjettu nöfnum, segjum að
rósin sje gerð af krónublöðum, duftber-
um o. s. frv. og lýsum því nánar, þá
skýrir það á engan hátt fegurð henn-
ar og eðli þeirra áhrifa, sem hún vek-
ur hjá okkur. Um leið og rósin er tek-
in sundur, er ilmur hennar og fegurð
horfin.
En við vitum, að músíkin talar máli
sálarinnar; að hún opinberar okkur
þætti úr heimi sálarlífsins. Eins og sál-
in þráir lausn úr efnisheiminum og leit-
ar guðdómsins, þaðan sem hún er runn-
in, þá er því eins varið með músíkina.
Öll æðri músík svífur á sviði þess
guðlega og yfirskilvitlega. Hún er ekki