Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 02.03.1967, Blaðsíða 4
WL Ritstjóri: SIGUHJÓN JóHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞÝÐUMAÐURINN llllllllllllllllllllllll0llllllllflllllllllllllllllllBBI0SIIIIIIIIIIIII9IAIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIISIillIIIfllllllltllllllllllllltBII^ , Lofsvert framtak i ÞAÐ hefir oft verið bent hér í leiðurum AM, að Norðurland hafi goldið mikið afhroð síðustu ár vegna þess, að sjávarafli hafi brugðizt, þ. e. þorskgengd lítil og síldveiði engin, heldur öll á austursvæði. Vér höfum bent á, að hér yrði ríkisvaldið að sýna skiling á í verki, en höfum jafnframt lagt á það áherzlu, að þrótturinn til úrbóta, framtak til nýrra leiða, yrði að koma frá heimamönnum. Það væri hvorki skynsamlegt né manndómslegt að bíða með hendur í skauti og kalla á hjálp ríkisins í einu og öllu. Vér höfum einnig bent á að góð samvinna ríkisvalds og fjórðungsbúa mundi bera úrbætur og úrræði lengst fram á veg, hagsmuni hluta og heildar yrði að kemba saman, eða eins og Matthías kvað: Hvað má höndin ein og ein? allir leggi saman. | OTUNDUM finnst oss að vísu, að ríkisvaldið mætti I | ^ vera vökulla og skilningsgleggra á vandkvæði vor, | | en þá er að hafa fulla einurð til að finna að, og þá líka | | að hrósa því, sem vel er gert. í þessu sambandi viljum § | vér vekja athygli á, að stofnun atvinnujöfnunarsjóðs | i og gerð Norðurlandsáætlunar getur orðið merkilegt I I framfaraspor fyrir Norðlendingafjórðung, ef vel og f 1 viturlega tekst með framkvæmd áætlunarinnar og not- I | kun sjóðsins. IjAÐ ER GLEÐILEGT til þess að vita, að áhugi og framtak virðist í ríkum mæli fyrir hendi hjá Norð- léndingum til að mæta erfiðleikum sínurn vegna afla- brests og atvinnurýrnunar af þeim sökum með nýjum leiðum og nýju framtaki. Landskunn er þegar orðin hin myndarlega skipasmíðastöð, sem risin er hér í bæ, og vér vonum einlæglega, að vaxa megi og eflast og njóta hvorttveggja í senn djarfrar og forsjállar stjórn- ar. Landskunnur er og sá niðursuðuiðnaður, sem hér og á Siglufirði er risinn með síld að hráefni, og er mikilsvert, ef hann getur þróast til vaxandi velgengni. ATIÐ LOFUÐUM mynd af ' Óskarshúsi og hér kemur hún. Akureyri er auglýst sem dásamlegur ferðamannabær. Er það skoðun bæjarstjórnar Ak- ureyrar að Óskarshús laði ferða menn til bæjarins? AM spyr í mesta sakleysi. — Myndina tók Níels Hansson sl. þriðjudag. OÍÐASTI Dagur skýrir frá því, ^ að all erfið sé fæðing fram- boðslista Alþýðubandalagsins hér í Norðausturþingi og sé þar um tangarfæðingu að ræða. Dagur virðist vera hér allkunn- ugur á Alþýðubandalagsheimil inu, og grunar AM að ljósmóð- irin, sem er við fæðinguna, sé all íramsóknarsinnuð, úr því að fréttin um tangarfæðinguna kemur fyrr á þrykk í Degi en Verkamanninum. Það kann þó aldrei að vcra, að enn séu all- góð tengsl á milli þessara heim ila, þrátt fyrir það að Stefán í Auðbrekku hafi verið settur til höfuðs bændafylgi Alþýðu- bandalagsins af hálfu Fram- sóknar. ¥ SÓMU grein og sagt er frá tangarfæðingunni hjá komm unum, er lýst vanþóknun sinni á því, að bæði AM og Islending ur hafa lýst því yfir, að kosn- ingabaráttan sé þegar hafin. Kosningabarátta Framsóknar liefst sennilega ekki fyrr en HEYRT SPURT SÉÐ HLERAÐ Jónas frá Yztafelli, en búsettur í Reykjavík, hefur sýnt leikni sína í fjallgöngu. En ekki þýðir nú að senda hann fyrir Múlann, eins og Hjört á Tjöm fyrir síð- ustu kosningar, úr því að vegur er kominn yfir Flag og Ófæru- gjá, en fjallganga Jónasar verð ur sennilega í Húsavíkurhöfða eða í fjallinu fyrir ofan Auð- brekku í Hörgárdal. JASS FINNST það engan veg- ^ inn karlmannlegt af áróð- ursmeisturum íhalds og komma að kalla virðulega kjósendur í Norðausturþingi út undir vegg og tjá þeini að hann Magnús frá Mel eða Björn okkar sé í fall- hættu sökum sóknar krata í kjördæminu. AM vill fullyrða að þessi áróður er haldlaus og missir gjörsamlega marks. Því að þá trú hafa kjósendur á Magnúsi og Bimi, að þeir munu áfram verða dýggir kjördæmi sínu, þótt þeir sætu á þingi sem landskjörnir. Ekki færi nú okk ar ágæti Magnús að stunda bari höfuðborgarinnar áf þeim sök- um, eða hann’ Bjöm að setja upp þröngsýn goodtemplara- gleraugu. JAKKUR HEFIR sýnzt það á ^ Verkamanninum, málgagni komma hér í kjördæminu, að þeir séu eittlivað kvíðnir út af kjörfylgi á Húsavík í kosning- unum í vor, énda að vonum þá er minnst er úrslita úr bæjar- stjómarkosningunum á sl. vori. En þeir hressa eflaust upp á fylgið með því að senda Bjöm, Hjalta og Benoný í predikunar ferð þangað austur. jkEKKTUR goodtemplari kom að máli við blaðið fyrir stuttu og kvað ýmislegt hafa verið ofsagt í gagnrýni þeirri er kom fram í pistli í síðasta blaði xun goodtemplararegluna og Stórstúkuna og hálfgerður stráksskapur að varpa því fram að ungtemlparahreyfingin fengi í sínar hendur ríkisframlagið og kvaðst hann ala þann grun að greinin væri rituð til áróðurs fyrir ungtemplara. Annars kvað (Framhald á blaðsíðu 6). Si AF NÆSTU GRÖSUM IjÁ ER AÐ NEFNA undirbúning manna til að koma | * upp aðstöðu hér norðanlands til haust- og vetrar- I söltunar á síld fluttri af austurmiðum, en slíkt getur 1 orðið til atvinnujöfnunar og að bæta úr tímabundn- | um atvinnuskorti í ýmsum sjávarplássum, ef farsæl- i lega tekst til. Enn er að nefna hið nýstofnaða verk- i takafélag, Norðurverk h.f., sem ber vott um framtak | og stórhug stofnenda sinna. Sama er að segja um Norð- | urflug h.f., og margs konar annað framtak duglegra § Norðlendinga mætti hér enn upp telja, sem ber vott I um hvort tveggja: stórhug og bjartsýni. Vér óskum 1 þessum fyrirtækjum öllum vaxtar og viðgangs og von- \ um, að þeim verði ætíð vel og viturlega stjórnað Norð- | urlandi og landinu öllu til eflingar. Loks er svo að | geta þess framtaks ríkisvaldsins að stofna til vinnslu á | kísilgúr úr botnleðju Mývatns. Enginn vafi er á, að | þetta framtak getur orðið atviiinulífi hér um slóðir til I eflingar, enda munu allir óska og vona, að svo verði, | því að því fleiri stoðir, sem renna undir atvinnulíf | vort, því meiri von er, að hér standi blómlegt efnahags- I og menningarlíf, en um þann draum standa allir Norð- | lendingar einhuga. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar). Gunnar Rafn Jónsson nemandi í M. A. prédikar, ungmenni lesa og börn leiða sönginn ásamt kirkjukór. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. B. S. KONUR Glerárhverfi. Kvenfé lagið Baldursbrá óskar eftir fleiri félagskonum. Það hefur á stefnuskrá sinni að vinna fyrir vangefna og þyrfti fleiri meðlimi til eflingar þeirri starfsemi. Styrktarfélagar yrðu einnig vel þegnir. Þær konur, sem vildu sinna þessu, hafi samband við formann fé lagsins frú Guðnýju Pálsdótt ur, sími 1-26-58. Stjómin. HJÓNAEFNI. Nýlega hafa opin berað trúlofun sína ungfrú Sigríður Jónsdóttir, Dalvík, og Gunnlaugur Sigvaldason, Hofsárkoti, Svarfaðardal. SUNNUDAGASKÓLI AKUR- EYRARKIRKJU. Bekkjarstjór um er boðin þátttaka í árs- hátíð ÆFAK í Sjálfstæðis- húsinu n.k. sunnudag kl. 3,30. Þátttökugjald kr. 25,00. — Sóknarprestar. ST.-GEORGSGILDIÐ. Fundur í Völubóli, 6. marz kl. 20,30. ODDEYRARSKÓLINN. Skóla skemmtanir á laugardag og sunnudag kl. 16 og 20. K. A.-FÉLAGAR! Bregðist vel við 100 króna áskorunarvelt- unni, og skorið jafnframt á kunningja ykkar og styrkið með því starfsemina í Hlíðar- fjalli. Stjómin. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN hefir nýverið gefið Elliheim- ilinu í Skjaldarvík húsgögn í borðstofu þess og Elliheimili Akureyrar húsgögn í fordyri beimilisins, stigakrók. Stjóm Elliheimilanna iærir Fram- tíðinni sínar beztu þakkip fyrir þessar ágætu gjafir. — Stjóm EHiheimilis Akureyr- ar og Elliheimilisins ’í Skjald arvík. FRÁ SJÁLFSBJÖRG! Ákveðið er að halda hlutaveltu 12. marz. — Þeir félagar og vel- unnarar félagsins, sem vilja gefa muni á hlutavelt- una, eru beðnir um að koma þeim í Bjarg mánudagskvöld ið 6. marz, annars til Önnu Vigfúsdóttur, Eyrarveg 27 B eða Hallfreðs Sigtryggssonar, Gránufélagsgötu 28, fyrir 12. marz. — Bezta þakklæti. — Nefndin. FRÁ Sjálfsbjörg: — Spilað verður að Bjargi föstudaginn 3. marz kl. 8.30 e. h Allir velkomnir. — Æ Myndasýning á éftir. Stjómin «

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.