Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 8
SUMAR OG SÓL Það hafa verið fáir sólskinsdagar er rtinnið hafa upp yfir norðlenzka grund enn sem komið er á þessu sutnri. En í gær var sannkallaður sólskinsaagur. Hallgrímur Tryggvason tók þessa fallegu svipmyn .1 á Rúðhústorgi í gær. Æskulýðsleiðtogavika í Svíþjóð VINABÆIR Akureyrar á Norð urlöndum eru Randers í Dan- mörku, Álasund í Noregi, Lathi í Finnlandi og Vásterás í Sví- þjóð. Þessir bæir hafa í nokkur ár efnt til æskulýðsleiðtogamóta, sem þeir hafa staðið fyrir til skiptis og var eitt þeirra haldið hér á Akureyri sumarið 1966. Þátttakendur hafa yfirleitt verið tíu frá hverjum bæ og oft ast verið sendir sem fulltrúar einhverra æskulýðsflaga eða mætt fyrir hönd æskulýðsráðs. Fuliltrúar frá Akureyri hafa mætt á þessum mótum nokkur undanfarin ár, en ekki haft fulla tölu nema hér heima. Að þessu sinni fór mótið fram í Vásterás og mættu þar ellefu þátttakendur frá Akureyri, ellefu frá Lathi, tíu frá Randers, 500^ Góðir lesendur ¥jETTA er siðasta blað AM að *- sinni, því að nú eru hafin sumarleyfi í POB. Framtíð blaðs ins er óviss, eins og ég hefi svo opinskátt oft frá sagt. Ég vil nota þetta tækifæri í lokin að skora á norðlenzka jafnaðar- menn og aðra velunnara blaðs- ins, að nota sumarleyfi þess til að tryggja fjárhagslegt fram- tíðargengi AM. Það er hægt ef samhentur vilji er fyrir hendi. Þar sem ég hefi grun um að þetta verði hið síðasta blað er ég ritstýri má það ekki teljast eigingirni þótt ég sendi mínar beztu kveðjur til allra er lesið hafa AM meðan ég hefi ritstýrt honum. Ég mun kveðja blaðið með trega, en verð að lúta ör- lögum sem aðrir. Ég bið guð að blessa ykkur og norðlenzkir jafnaðarmenn, ég trúi ekki öðru, en þið gerið Alþýðumanninn öflugan merkishera jafnaðar- stefni-.nnar á Norðurlandi. Ver- ið þið svo öll heil og sæl. Sigurjón Jóhannssan. fjórtán frá Álasundi, þar á með- al tveir blaðamenn, sem voru sérstaklega sendir með hópn- um, og níu manns frá Vásterás. Auk þeirra voru syo fjórir aðrir heimamenn, sem skipulögðu dagskrána og sáu um fram- kvæmd hennar undir stjórn Thorsteins Johanssons, sem er einn af, 28 föstum. starfsmönn- um æskulýðsráðsins í Vásterás. Dagana 15.—19. júní dvöildum við á Klacbergsgárden, sem er íþróttamiðstöð i Vestmanna- landi um 80 km. frá Vásterás. Dagskráin hófst með íþróttum kl. 7.45 og stóð uppihaldslaust til kl. 23 og. stundum lengur. Skiptust þá á fyrirlestrar, um- ræðufundir í fámennum hópum, íþróttir, leikir. og fræðsla að ógleymdum baðferðum, sem komu .sér vel, . því hitinn var flesta dagana 25—36 gráður. Aðal efni fyrirlestranna var „táningaaldurinn“ og þau vanda mál, sem honunýjylgja. Erindin voru.flutt áf'sérmeriníuðu fólki, sem byggði umsögn sína á vís- indalegum athugunum og langri reynslu. Hér er ekki hægt að rekja efni þeirra, en tæplega getur hjá því farið að þau hafi vakið áheyrendurna til umhugs unar um margt, sem getur orðið þeim gagnlegt í æskulýðsstarf- inu. Rúmsins vegna er ekki hægt að rekja þessa ferðasögu nánar í þetta sinn. Þó vil ég að lokum geta þess að Vásterás, sem telur 108 þúsund íbúa, er sennilega sá bær í Svíþjóð, sem býr bezt að ungu fólki, hvað aðstöðu snertir til íþrótta og tómstunda- iðju og er þá mikið sagt. Vera má að síðar verði vikið að ein- hverju af því tagi, sem gæti orð ið okkur til fyrirmyndar þótt ólíkum efnum sé saman að jafna. Allar móttökur í Vásterás (Framhald á blaðsíðu 7). Glilbrá - norðlenzkt fyrirtæki MVILL vekja athygli, sér- staklega Norðlendinga, á auglýsingu sem líta má í blað inu í dag frá Glitbrá. Þetta er 8 ára gamalt fyrirtæki og í stuttu símaviðtali við forstjóra Glitbráar tjáði hann AM að 96% af framleiðslunni færi á mark- að í Reykjavík. AM finnst að þessar upplýs- ingar séu í raun og veru stór- fréttir og sanni í raun og veru hvað við Norðlendingar erum tómlátir varðandi uppbyggingu norðlenzkra iðn og annarra at- vinnugreina. AM hefur sann- frétt að Glitbrá leggur áherzlu á vandaða vöru og fylgist vel með tízkusveiflum í sambandi við framleiðslu sína. Aðalfram- ■\WV GÓÐIR FELAGAR Páll A. Pálsson ljósmyndari mætti þessum félögum á reið- hjóli nú fyrir nokkrum dögum. Sat þá krununi hinn kotroksnasti á bögglaberanum aftan við strák. Á myndinni sést krunnni tylla sér á höfuð félaga síns. Gylfi Grnnarsson heitir drengurinn og á heima á Sólvöllum 17. AM láðist að grenslast eftir hvað félagi hans héti. leiðsla Glitbráar eru innkaupa- töskur, ferðatöskur og dagtösk- ur. AM hvetur norðlenzka les- endur síná að kynna sér fram- leiðslu Glitbrár, úr því að sunn lenzkur smekkur er þessu norð- lenzka fyrirtæki svo jákvæður. AM hefur eftir mætti sínum vilja stuðla að norðlenzkri sókn. Glitbrá hans Georgs Jónssonar er vissulega einn hlekkurinn í norðlenzkum sóknarvilja. Nú er hart í ári, hundruð akureyrskra ungmenna ganga nú um steind ar og gráar götur höfuðstaðar Norðurlands. Glitbrá hefur þurft að draga saman seglin, sem svo mörg önnur norðlenzk fyrirtæki á síðustu tímum. En það ætti að vera aðall Norð- lendinga að styðja fyrst og fremst þótt kreppa ríki það sem norðlenzkt er. Því vill AM sem norðlenzkt blað vekja atliygli á framleiðslu Glitbráar og minna á þá staðreynd AÐ NORÐ- LENZK FRAMLEIÐSLA ER VÖNDUÐ VARA. 5^= Sláttur liafinn Eyjafirði og Svarfaðardal SLÁTTUR er nokkrum bæjum nú háfinn á Inn-Eyja firði og einnig út í Svarfaðardal. En heyskapur byrjar nú mun seinna um land allt en undan- farin ár sökum þeirra kulda- tíðar er ríkti í vor. Víða er mjög mikið kal í túnum. ww Bindindismót haldið í Vaglaskógi um verzlunarmannatielgina SVO SEM undanfarin ár ann- ast æskulýðssamtök í Þingeyj- arsýslu, Eyjafirði og Akureyri undirbúning og framkvæmd bindindismóts í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina. Að þessu sinni verður efnt til mikilla hátíðahalda með margs konar skemmtiatriðum, hljóð- færaslætti, íþróttum, þ. á m. sýnir fimleikaflokkur frá Siglu firði undir stjórn Helga Sveins- sonar íþróttakennara, þá verð- ur glímusýning, ræðuhöld, gam anþættir, Baldur Hólmgeirsson o. fl., hljómsveitin Póló, Bjarki og Erla, kórsöngur og lúðra- sveit. Komið verður fyrir útipöllum og leiksviði og dansað bæði úti og inni. Flugeldasýning og bál- kestir verða tendraðir. Tjald- stæði fyrir mótsgesti verða skipulögð meðan á mótinu stendur og sætaferðir verða á mótsstað bæði frá Akureyri og Húsavík. Leigjum bíla tii hópierða, stærðir 17-50 manna. Undirbúningsnefnd bindindis mótsins er skipuð Þóroddi Jó- hannssyni, UMSE, Óskari Ágústssyni, HSÞ og Hermanni Sigtryggssyni, Akureyri. Fram- kvæmdanefnd verður skipuð innan skamms. Bindindismótin í Vaglaákógi hafa farið vel fram. Sími 1-29-50 Vanti yður húsgögn þá veljið það bezta Valbjörk h.f. Akureyri XXXVIII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 4. júlí 1968 — 16. tbl.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.