Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Side 5

Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Side 5
- VIÐTAL VIÐ EINAR HAFBERG Sama dag voru gefin saman. í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Elín Valgerður Berg og Þorsteinn Fossberg Kjartansson skrifstofumaður. Heimili þeirra verður að Skarðshlið 9 D, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. 1. desember voru gefin saman í hjónaband ungfrú Helga Sigurbjörg Gunnars- dóttir frá Hauganesi og Ellert Kárason blikksmiður. Heimili þeirra er að Þórunnarstræti 106, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Samkoma sunnudag kl. 8.30 e. h. Frásöguþáttur frá Kína. Ræðumaður Gylfi Svavars- son. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Allir hjartanlega velkomnir. KÖKUBAZAR hefur kvenfélag ið Hlíf laugardaginn 7. des. kl. 4 e. h. að Hótel Varðborg. — Nefndin. SJÚKRABIFREIÐ Rauða kross ins og brunatilkynningar í síma 1-22-00. 1. desember voru einnig gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Hjör dís Guðrún Haraldsdóttir og Þorlákur Aðalsteinn Aðal- steinsson verkamaður. Heimili þeirra verður að Aðalstræti 14, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. BRÚÐHJÓN. 30. nóv. sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Hugljúf Lín Olafsdótt- ir og Ingólfur Arnar Guð- mundsson iðnverkamaður. — Heimili Áshlíð 8, Akureyri. HLÍFARKONUR! Jólafundur- inn verður mánudaginn 9. des. kl. 8.30 síðd. að Hótel Varðborg. — Stjómin. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Deildin heldur jólafundi sína í Alþýðuhúsinu þriðju- daginn 10. des. fyrir yngri deildina kl. 4.30 og eldri deild ina kl. 8.30 e. h. Börn félags- kvenna, innan fermingarald- urs, eru velkomin á fundinn kl. 4.30. — Konur! Mætið vel og takið með kaffi. — Stjórnin SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu dagskvöldið kl. 9.15—10.45. FRA MÆÐRASTYRKSNEFND Úthlutun á fatnaði verður í Kaupvangsstræti 4 (uppi) dag ana 11., 12. og 13. desember frá kl. 16—22. Æskilegt að konur komi sjálfar. — Mæðra styrksnefnd. VINSÆLUSTU OG BEZTU BARNA- OG UNGLINGABÆKURNAR1968 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR • Guðjón Sveinsson: ÓGNIR EINIDALS Ný bók uni þá félaga, BoIIa, Skúla og Adda, scm eru nú á lcið í úti- Icgu í afskckktum eyðidal inni á öræfurn, þegar þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir. Þetta er framúrskarandi skemmtileg og spennandi unglingabók. VERÐ KR. 220.00 án söluskalts. Ulf Uller: VALSAUGA OG MINNETONKA I þessari bók lenda þeir félagar, Valsauga og Símon Henson í margvíslegum haettum og ntann- raunurn. Sögumar um Valsauga eru ósviknar indíánasögur, sem all- ir strákar cm hrifnir áf. VERÐ KR. 180.00 án söluskatts. AKUREYRI • STOFNSETT 1897 Jenna og Hrciðar Stefánsson: STÚLKA MEÐ LJÓSA LOKKA Þetta er framhald af bókinni „Stelpur í stuttum pilsum", sagan af Emmu, unglingsstúlku í Reykja- vík, sem ú við margs konar vanda- mál að glíma. Afbragðs bók fyrir unglinga. VERÐ KR. 170.00 án söluskatts. Ármann Kr. Einarsson: ÓLI OG MAGGI finna gullskipið Þetta er 7. bókin í flokki óla-bók- anna, og sú bókin, sem allir ung- lingar hafa beðið eftir mcð einna mcstri cftirvæntingu. Var hollenzka kaupfarið í raun og vem grafið i sandinn,þar scm þcir vom að leita? Hafði það flutt með sér slik auð- æfi, sem af var látið? Ráðgátan leysist í þessari bók. VERÐ KR. 200.00 án söluskatts. (Framhald af blaðsíðu 8). ursflokkum, en þá á deginum t. d. á milli kl. 3—6 e. h. Fleira í sambandi við „diskó- tekið“? Ég vil taka fram að tóbak mun ekki verða selt á hótelinu þau kvöld er diskótek er. En í framhaldi af þessu vil ég benda lesendum þínum á úr því að líður senn að jólum, að hótelið er opið hverjum þeim félaga- samtökum, er vilja gleðja börn sín með jólatrésskemmtunum. Hótelið myndi þá leggja til jóla_ tré og skraut. Unglingar sækja H. A. mikið, er það ekki rétt Einar? Jú, því er ekki að leyna, þeir dunda kannski við eina kók- flösku út kvöldið, og tjá athafna þrá sína með því að skera út í borðplötur og stólsetur, eyði- leggja krana og salerni á snyrt- ingum. Þessi athafnaþrá ungl- inganna hefur bakað hótelinu Stórtjóni. En ég vil taka það fram, að þetta eru ekki vondir unglingar, heldur mætti segja, að þeir væru eldri en aldur þeirra er og sjóndeildarhringur þeirra stærri en jafnaldra þeirra hér áður fyrr. Það er meira gert fyrir þau og „mikill vill meira“ eins og þar stendur. Heimilið og skólinn voru einu athvörfin áð- ur fyrr, en nú eru bíó, böll og allskonar fjölmiðlunartæki farin að hafa svo mikil áhrif á sjálft uppeldið, svo maður tali nú ekki um peningana. Skammir og vammir okkar eldri í þeirra garð virka neikvætt. „Karlinn og kerlingin eru vitlaus“ er við- kvæðið og við komumst ekki í takt við „tíðarandann“ enda ekki von á því betra, þegar 4 eða 5 kynslóðir eru samtíða, og jafnvel 3 kynslóðir krefjast sama réttar, sem sagt engin aldurstakmörk. Diskótek er ekkert „absalut patent" á ráp og hangsvanda- málum unglinganna, en ég tel það ekki geta spillt þeim aldurs flokkum, sem hér koma til greina, en ég veit að þeir aldurs flokkar er ekki fá aðgang, krefj ast „síns réttar“ en er ekki hægt að „hjálpa“ þeim líka? Undirritaður er sammála hótelstjóranum í þessu efni og þakkar honum jafnframt fyrir greið og góð svör. EFTIRMÁLI. Þetta viðtal átti að birtast í síðasta blaði, en þar sem blaðið þá var „sprungið“, var því þá fórnað ásamt ræðu Braga. í stað þess setti ég í flýti inn klausu, þar sem ég vildi vekja athygli á að „diskótek“ á Akureyri væri fyrirhugað, sú klausa var mitt j verk, og hótelstjóranum alger- lega óviðkomandi. Þetta vil ég taka fram af gefnu tilefni. Nú- verandi hótelstjóri tók við rekstrinum úr góðum höndum Guðrúnar Gunnarsdóttur, sem hafði hótelstjórn með höndum frá síðustu áramótum og til 1. maí sl. Undirritaður biður Guð- rúnu fyrirgefningar á fljótfærn islegum ummælum í téðri klausu, því að eigi átti að henni að vega. Jafnframt veit ég að öðrum fyrrverandi hótelstjórum og starfsfólki hefur sárnað — og viðurkenni ég að eigi var rétt að vekja upp drauga úr gömlum bréfum. s. j. Hinn 1. desember voru gef- in saman í hjónaband á Akur eyri ungfrú Helena Sigtryggs dóttir sjúkraliði og Halldór Sævar Antonsson málari. — Heimili þeirra verður að Ása_ byggð 18, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. AKUREYRARKIRKJA. Mess- að á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. (annan sunnudag í jóla- föstu). Sálmar: 114 — 687 — 528 — 670 — 97. P. S. MÖÐRUVALLAIÍLAUSTURS- PRESTAKALL. Næstkom- andi sunnudag, 7. des., kl. 2 e. h. setur prófastur, séra Stefán Snævarr, hinn nýskip- aða sóknarprest séra Þórhall Höskuldsson inn í embætti að Möðruvöllum. — Altaris- ganga. OK AM *

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.