Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Blaðsíða 1
Verzlið i sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚBIN Brekkugötu 5 . Súni 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR V E R I Ð V E L K O M I N EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 39. árgangur — Akureyri, niánudaginn 2. júní 1969 — 13. tölublað AM biðst ðfsökunar ÉG HEFI fengið margar ávít ur fyrir það að AM skyldi ekki koma út sl. föstudag. En til skýringar vil ég góðir lesendur vera lireinskilinn við ykkur. Það sem réð þess ari ákvörðun minni var ekki leti, heldur það að mér fannst auglýsingamarkaður- inn það þröngur þá er ég fletti síðasta Degi, að lítt væri forsvaranlegt af mér að gefa út algerlega „fallitt“ blað og af þeim sökum frest- aði ég útgáfu blaðsins þar til í dag í von um að léttara yrði um auglýsingasöfnun. En án auglýsinga er rekstur AM og framtíð dauðadæmd, sem og annarra blaða á Akureyri, þá staðreynd veit ég að þið hljótið að viðurkenna les- endur góðir. — Og ég skal segja ykkur, að mér fyndist það ánægjulegt og létt verk að gefa út blað í hverri viku, þótt engin auglýsing væri í því, ef ég gæti læst niður í skúffu þá staðreynd, að eigi sé hægt að gefa út blað án peninga. Söfnun auglýsinga er erfitt álag, mun erfiðara en standa við slátt í finnungs mó í steikjandi hita, svo ég hvarfli huga til þess tíma er ég var sveitamaður í Svarf- aðardal. En auglýsingasöfn- un er skilyrði fyrir því aðí AM sé lífs auðið. Þótt ég sé að láta í það skína að söfnun auglýsinga sé púlvinna, sem (Framhald á blaðsíðu 6). AUGSYN í síðasta hlaði var kynnt ný húsgagnaverzlun í bænum er Augsýn heitir og er til húsa að Strandgötu 7. Þessi mynd átti þá að fylgja en var of síðbúin. En myndin var tekin á fyrsta opnunardegi verzlunarinnar og sýnir hún Benjamín Jósefsson verzlunarstjóra ræða við gestii sína, en fjöknargir lögðu leið sína í Augsýn strax hinn fyrsta dag. Ljósmyndastofa Páls. Allur Laxárdalur fer undir vatn Þingeyingar mótmæla Gljúfurversvirkjun AM BIRTIR hér á eftir 2 ályktanir frá ráðamönnum í Þingeyjar-< þingi þar sem mótmælt er svonefndri Gljúfurversvirkjun. Hin fyrrl er frá sýslunefnd S.-Þingeyjarsýslu og var hún samþykkt sam- hljóða á sýslunefndarfundi 8. maí sl. Hin síðari er undirrituð af stjóm Búnaðarsambands S.-Þingeyinga — og einnig sveitarstjóm- armönnunt og stjómarmönnum búnaðarfélaga í eftirtöldum hrepp- um: Bárðdælahreppi, Ljósavatnshreppi, Skútustaðahreppi, Reykja lireppi, Reykdælahreppi og Aðaldælahreppi. gróðurlendi og ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir veiði og fiskirækt í ánni. Hins vegar vill sýslunefndin vekja athygli á, að hún telur héraðinu hagkvæd, að raforku- framleiðsla verði aukin með við bótarvirkjun þar, þótt hún hafi í för með sér hækkun vatns. í Laxá ofan virkjunarinnar allt að 18 metrum. .." ' —^W^-- ' Þjóðliátíð á Akureyri MEÐ LÍKU SNIÐI OG FYRR SAUTJÁNDA júní-nefnd Akur eyrar vinnur nú að undirbún- ingi lýðveldisfagnaðar. En þann 17. júní minnumst við aldar- fjórðungs afmælis lýðveldisins. Hátíðahöldin hér í bæ verða með líku sniði og áður. En helztu punktar í dagskrá hátíða haldanna munu vera þessir: Kl. 10.00 f. h. — Landvættir fara um bæinn í fylgd skáta. Leikin verða og sungin ætt- jarðarlög. (Framhald á blaðsíðu 2) „Sýslunefnd Suður-Þingeyj- arsýslu mótmælir harðlega framkominni áætlun um flutn- ing fallvatna af vatnasvæði Skjálfandafljóts til Mývatns- sveitar og þaðan að Laxárvirkj- un. Sú röskun, er því fylgir, mundi valda ófyrirsjáanlegum afleiðingum, er varða sex sveit- arfélög héraðsins. Sérstaka áherzlu vill nefndin leggja á eftirfarandi atriði: 1. Suðurá og Svartá eru vem legur hluti vatnsmagns Skjálf- andafljóts, og breyting á rennsli þeirra mundi ýra mjög mögu- leika til fiskiræktar þar. 2. Breyting á rennsli þessa I sumar verða hafnar framkvæmdir viS vöruskipahöfn á Oddeyrarfanga Þar mun einnig verða byggð myndarleg vöru- geymsla Eimskips. - Frestunartillaga Sólness og Reykjalíns felld með miklum atkvæðamun Akureyri 28. maí. S. J, Á BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI í gær kom til umræðu tillaga bæjarfulltrúanna Jóns G. Sólnes og Stefáns Reykja- líns, „að fresta skyldi um óákveðinn tima hafnarfram- kvæmdum samkvæmt hinu fyrirhugaða skipulagi sunnan Oddeyrartanga.“ Hóf Bjarni Einarsson bæjarstjóri umræð- ur um málið og lagðist ein- dregið gegn frestunartillögu hinna tveggja bæjarfulltrúa. Þess má geta að bæjarstjóri hafði samið mjög ítarlega og fróðlega greinargerð um hafn armál á Akureyri, er fylgdi dagskrá fundarins og hefði verið gaman að birta hana í heild. En á öðrum stað í blað- inu í dag er birtur sá kafli er ber yfirskriftina: Þróun Akur eyrar. Að lokinni framsögu bæjar- stjórans tók Jón G. Sólnes til máls og vóg hart og títt að bæjarstjóranum fyrir mál- flutning hans í þessu máli, einkanlega virtist greinargerð bæjarstjórans hafa farið illa með fínu taugar bæjarfulltrú- ans — og lýsti hann því all (Framhald á blaðsíðu 7) vatns mundi valda spjölluni á löndum bænda í Skútustaða- hreppi og spilla búskaparað- stöðu, gróðri og fuglalífi. Sand- burður í Mývatn mundi og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. 3. Hækkun vatnsborðs í Lax- árdal, eins og fyrirhuguð er, mundi eyðileggja alla byggð þar. 4. Aukning vatnsmagns í Laxá neðan Laxárvirkjunar og breytilegt rennsli hennar hlýtur að valda hættu á flóðum yfir Að lokum bendir sýslunefnd- in á, að samkvæmt 144. gr. Vatnalaga, nr. 15 frá 20. júní 1923, ber að hafa fullt samráð við hlutaðeigendur í héraði varðandi framkvæmdir sem þessar, áður en mikilsverðar ákvarðanir eru teknar.“ „Undirrituð búnaðarsamtök og sveitarstjórnir í Suður-Þing eyjarsýslu mótmæla hér með harðlega áformum um svokall- (Framhald á blaðsíðu 4) . —\ Skarð nú aðeins hús við Hamragerði ALLT er breytingum háð. Nu er jörðin Skarð ekki lengur til og eru íbúðarhúsin þar nú bara númer 10 og 11 við Hamragerði, sama er um Kotá að segja, er hefur lilotið númer 26 við Kotárgerði. Fleiri breytingar hafa nýverið orðið á húsnúmerum í bænum, aðal- lega í Glerárhverfi — og birtir AM hér á eftir nýjustu breytingar á húsnúmerum lesendum sínum Fagrahlíð 44 er nú nr. 2 við Lönguhlíð; Langahlíð 37 er nú nr. 11 við Lönguhlíð; Langahlíð 41 er nú nr. 15 við Lönguhlíð; Fagrahlíð 58 er nú nr. 16 við Lönguhlíð; Langahlíð 43 er nú nr. 17 við Lönguhlíð; Langahlíð 45 er nú nr. 19 við Lönguhlíð; Langahlíð 47 er nú nr. 21 við Lönguhlíð; Gil er nú nr. 26 við Lönguhlíð; Kotá er nú nr. 26 við Kotárgerði; Setberg er nú nr. 15 við Hamragerði; Skarð I til glöggvunar og fróðleiks. er nú nr. 11 við Hamragerði, og Skarð II er nú nr. 10 við Hamra gerði. SKATTSKRÁIN SKRÁR um útsvör og aðstöðu- gjöld á Akureyri kom út í dag. — Ef að vanda lætur mun hún verða mikið lesin. — AM mun geta bókarinnar nánar í næsta blaði. JÓN SIGURGEIRSSON SEXTUGUR bls.5 Leiðarinn: NÝR FLOKKUR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.