Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.12.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 11.12.1969, Blaðsíða 5
 ÞAKKIR TIL BENEDIKTS GRÖNDALS. í sjónvarpsþættinum „Setið fyrir svörum“ þann 19. nóv. sl., var m. a. rætt um sumarleyfi sjónvarpsins, og fannst mér að þeir, sem þar sátu vera hlyntir því að hlé væri á útsendingu eins og verið hefir. Formaður útvarpsráðs, Bene- dikt Gröndal, þótti mér skiln- ingsríkastur er hann sagði, að um þetta Ieyti væri meiripart- urinn af landsmönnum að skemmta sér utan lands og inn- an, en hvar væri hinn hlutinn, gamla fólkið og þeir sjúku, sem) á dægrastyttingu þarf að halda, hver er skenmitun þess? Þökk fyrir, Benedikt Grön- dal! Gömul kona á Eyrinni. ! ■ ÞAKKARÁVARP TIL DAGS. Vildi Alþýðumaðurinn gera svo vel að birta í blaðinu ÞAKK ARÁVARP frá undirrituðimi til ritstjóra Dags, fyrir að sýna okk ur í blaðinu þessar óviðjafnan- legu fögru myndir af hinunt undursamlegu hafnarmanmdrkj um sunnan Strandgötunnar, syo maður tali nú ekki um hina dásamlegu byggingu Eimskips, sem samkvæmt ummælum Dags mun tæplega koma til með að eiga sinn líka í víðri veröld, nema ef ske kynni fyrirmyndin í höfuðborginni. Og hugsið ykk ur bæjarbúar, allan gróðan af þessu fyrirtæki bæjaryfirvald- anna. Aðeins einu gleymir Dag- ur. Hann minnist ekkert á hvað margir verkamenn hafi vinnu við þetta fyrirtæki núna. En hann segir okkur sjálfsagt frá því í næstu viku um leið og hann birtir nýja mynd af þess- um stórstígu framkvæmdum. í Vesæll verkamaður. KLÁMRIT. Hr. ritstjóri. Ég tel mig nokkuð frjálsljmda og vil skilja lífið ásamt breyti- legri þróun þess. En skilningur minn og víðsýni fór úr sam- bandi. Tilefni þess var blað er nefndist Glaum Gosinn. Heim- kynni þess er Jökulsútgáfan, Skjólbraut 3, Kópavogi. Þar er sagan — Grimmdarleg kynsvöl- un. — Þvílíkur viðbjóður. Ein- göngu fyrir þá sögu mætti gera blaðið upptækt. Ég þekki þrjár húsmæður sem lásu söguna. Ein kastaði upp. Hinar urðu náfölar og gátu ekki lesið söguna á enda. Þetta á að vera sönn frá- sögn danskrar konu, sem lendir í höndum kynóðra blökku- manna sem nauðguðu henni á vitskertan og viðbjóðslegan hátt og sá sem þýðir virðist hafa ánægju af að lýsa út í yztu æsar dýrslegum fýsnum blökkumann amia. Maður hefur það á til- finningunni að þýðandi, ef hann er þá ekki sjálfur höfundurinn, sleiki út um þegar villimennsk- an og kvalir konunnar eru sem mestar. Að konan skyldi halda Iifi, hvað þá viti eftir þessar kyii ferðispyntingar, er mér óskiljan legt. Kannske er það skiljanlegt af því konan er dönsk og má ekki bregðast einni aðalútflutn- ingsvöru lands síns. Það mætti segja mér að þessar frásagnir væru eftir menn sem eru haldn ir afbrigðilegum hvötum og fá útrás með þessum skrifum sín- xmi. Ég skora á þá hér í bæ, sem hafa rétt á því að skipta sér af útgáfu gleðirita að lesa Glaum Gosann no. 5. Þetta umrædda blað óskar eftir föstum áskrif- endum og ef það fær að lialda áfram göngu sinni, þá eru þeir sem eiga að fylgjast með slíkum HEYRT SPURT ritum er hafa það markmið að gera kynlífið sjúklegt og af- brigðilegt „sofandi á verðinum“. Hanná. ER ÞETTA RÉTTLÆTI? Mér finnst að bæði skattalög- gjöf og lögin um almannatrygg- ingar (en sú löggjöf hefur þó vissulega mörgum hjálpað) sýni þehn er hallara standa á fæti í lífsbaráttunni ekki nægan skiln =s ing. Ég vil taka sem dæmi. Gifti kona vinnur utan heimilis síns og eykur með því verulega bú- tekjur, þar sem bóndi hennar er einnig í fastri vinnu. Konan fær hehning launa sinua frá- dregið varðandi framtal tekna. En ekkja og einstæð móðir er vinnur úti til öflunar lifibrauðs sér og sínum til farboröa situr við annað og lakara borð hvað skattlieimtuna snertir. Væri það ósanngjarnt að þær fengju hehn, ing launa sinna frádregið frá skatti, þær sem eiga enga fyrir- vinnu en verða að sjá sem aðrir sér og sínum farborða án að- stoðar maka? Er þetta réttlæti?) Þá eru það almannatrygging- arnar. Ekkja eða einstæð móðir þarf að mig minnir að greiða 000 kr. hærra iðgjald en hjón. Þetta finnst mér líka óréttlæti. Vilja ekki þeir sem eru ráðandl menn í þessum máliun taka þessi mál til endurskoðunar hið fyrsta. Vona ég góði AM að þú ljáir þessum skoðunum mínurn rúm í blaðinu. Ekkja. I ....':r í,r";" i ;J STRÆTISVAGNARNIR OG SKÓLAFÓLKIÐ. Löngum hefur verið rætt og (Framhald á blaðsíðu 4) RráfaclíÁli K\ ÍC nn Afl UIVIUJIIVII ^IJ uy starfar allt árið um kring við sívaxandi þátttöku og gefur öllum kost á að nota frístundirnar til að auka hagnýta þekkingu sína og möguleika á að komast áfram í lífinu. Færustu kennarar. í hverri grein. Eftirtalidar námsgreinar eru kenndar og nokkrar í undirbúningi: Áfengismál. Hagræðing og Algebra. vinnurannsóknir. Almenn búðarstörf. Kjörbúðarstörf. Auglýsingateikning. Málfræði íslenzk. Betri verzlunarstjóm I. Mótorfræði I. Bókfærsla I. Mótorfræði II. Bókfærsla II. Reikningur. Bókhald verkalýðsfélaga. Réttritun íslenzk. Bragfræði íslenzk. Saga samvinnu- Búreikningar. hreyfingarinnar. Búvélar. Sálar- og uppeldis- Danska I. fræði. Danska II. Siglingafræði. Danska III. Skák I. Eðlisfræði. Skák II. Enska I. Skipulag og starfsemi Enska II. samvinnufélaga. Ensk verzlunarbréf. Spænska. Esperanto. Staða kvenna í heimili Franska. og þjóðfélagi. Fundarstjóm og Starfsfræðsla. - fundarreglur. Gítarleikur. Þýzka. Notið tækifærið, látið ekki happ úr hendi sleppa, og gangið í Bréfaskólann nú í byrjun vetrar. Upplýsingar greiðlega gefnar. Hagkvæmt er heimanám. — Mennt er máttur. Geyrnið auglýsinguna. Komið, skrifið eða hringið í síma 1-70-80. CÍC ACS Brefðskóli 515 oy A5I Sambandshúsinu . Reykjavík BÍLASALA - BÍLASKIPTI • VIÐ SELJUM BÍLANA • LÁTIÐ SKRÁ YKKUR SEM SELJANDA EÐA KAUPANDA • HÖFUM ÁVALLT GÓÐA BÍLA OG SÖLUSKRÁ GLEÐILEG JÓL - FARSÆLT NÝÁR. ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN. BÍLA- og VÉLASALAN Akureyri — Sími 1-19-09. Nýjustu bækur Máls og menningar og Heimskringlu REYKJAVÍK Verð íb. og í litprentaðri öskju, kr. 1200.00. LEIKRIT - IV. bindi William Shakespeare. Helgi Hálfdánarson þýddi. Verð ób. kr. 400.00, íb. kr. 500.00, skinrib. kr. 600.00. INNAN HRINGSINS Guðmundur Böðvarsson. Ljóðabók. Óbundin kr. 290.00, íb. kr. 370.00. ÞAÐ SEM ÉG HEF SKRIFAÐ Skúli Guðjónsson. Ritgerðaúrval 1931—1966. — Verð ób. kr. 360.00, íb, kr. 450.00. MANNSÆVI - I og II Konstantín Pástovskí. Halldór Stefánsson þýddi. Verð hvors bindis ób. kr. 300.00, íb. kr. 360.00. UPPELDI UNGRA BARNA Matthías Jónasson sá um útgáfuna. Verð ób. ikr. 320.00, íb. kr. 440.00. ÚRVALSRIT Karl Marx og Friedrich Engels. Tvö bindi. Verð íb. kr. 600.00. ÆVISAGA ÁRNA PRÓFASTS ÞÓRARINSSONAR Þórbergur Þórðarson. Fyrra bindi. Verð ób. kr. 540.00, íb. kr. 650.00, skinnb. kr. 760.00. GRIÐASTAÐUR William Faulkner. Skáldsaga. Guðrún Helga- dóttir þýddi. Verð ób. kr. 270.00, íb. kr. 350.00. LJÓÐMÆLI Grímur Thomsen. Sigurður Nordal sá um útgáf- una. Verð ób. kr. 600.00, íb, í alskinn kr. 900.00. (Verðið er tilgreint án söluskatts). MÁL og MENNING LAUGAVEGI 18 REYKJAVÍK

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.