Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1970, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 17.04.1970, Blaðsíða 5
Æskan „forföpuð"! - Nei ég held síður en svor eða finnsf þér ekki nægileg! lífsmagn með henni? - spyr Valgarður Haraldsson í viðtali við AM í ÞESSU BLAÐI á AM viðtal víð Valgarð Haraldsson námsstjóra, er skipar þriðja sætið á lista jafnaðarmanna í vor, baráttusæti listans eins og greinilega kom fram í viðtali við Þorvald Jónsson oddvita A-listans í síðasta tölublaði. Umræður okkar Valgarðs er einkum um skólamál, en þó bregðum við okkur inn á víðara svið í lokin. En hér kemur rabbið. Hvernig er ástandið í skóla- niálum almennt hér á Akur- eyri? Reyndar er spurningiri það víðtæk, að það má svara 'henni á ýmsa vegu; Per það eftir við- 'horfi fólks til skólamála og hverjar kröfur eru gerðár til skólastarfseminnar á hvérjum tíma. Ég ætla, að innra' starf skólanna komi of sjaldari upp é yfirborðið í umræðum um skólamál. Sú skoð'un er furðu lífséig að líta á skólann eingöngu’ sem stofnun eða stað, þar' sem kennsla eða' fræðsla fer 'fram. Skólinn í dag er annað og meira. Hann er eiris konar sam fólag (nemenda og kennara), ■þar sern 'hvei' .skólaþegn öðlast vissan rétt, en hefur jafnframt skyldum að gegna, — ekki að- eins gagnvart sjálfum sér, held- ur ölhim, sem starfa innan Veggja skólans. Ennfremui- fær skóli vart staðizt nema umhverf ið (hér bæjarfélagið) viður'- kenni hann sem slíkan og telji Sig hafa skyldur að rækjá við hann. Þetta allt verður að hald- ©st í hendur, ef veJ á að til tak- 4st um kkólahaldið. Því rhiður Véfður oft misbrestur þar á, -einkum hvað snertir tvö síðast- nefndu atriðin. Má ég skjóta inn í, Valgarður. Er það rétt skilið hjá mér, að sú stefna hafi jáfnan verið ríkj- ancli, að frumkvæði og fram- kvæmd skólamála eigi að vera í höndum fræðsluráða og 'SkólaJ nefnda á vegiun sveitarfélaga -og með fjárhagslegri ábyrgð' þeirra? Jú, það er alveg hárrétt. Þessi jneginstefna var þegar mótuð ineð okkar fyrstu fræðslulögum frá 1907 og hefur haldizt síðan. Þó tel ég, að það sé kannski þarna, sem skdrinn kreppir að. íh'æðsluráð og skólanefndir hafa ekki reynzt nægilega sterkt og leiðandi afl í fram- ,þróun-skólamála, sem m. a. staf ar af of íausum tengslum þess- ara, aðila við skólann annars tvégar. og foreldra hins vegar, e. t. v. gætu foreldrafélög við hkólana bætt þar úr. Stundum Jiendir líka að óskir fræðslu- ■ráða og skólanefnda eru alger- lega hqnzaðar af sveitarstjórn- tsm. En Svo-iRð.-við sláiun botninn irfyrri ispuminguna, ,þá er það skoi'turinn á skólahúsnæði, sem sgr. það vandamál, -sem er áþreif ©nlegast. Er ekki langt síðan að fr?eðslu fáð gerði tillögu um byggingu iöýs skóla? JÚ, þegar á árinu 1966 gekkst Jræðsluráð fyrir körmun é þá- * .tvei'andf húsnæði bamaskólaima í og Gagnfræðaskólans. Jafn- framt var gerð athugun á hús- næðisþörf skólanna nokkuð fram í tímann og fram komu tillögur um endurbætur á kennslurými og aðbúnaði kenn ara og nemenda í skólunum. M. a. var lagt til að byggt yrði nýtt sJiólahús í Glerárhverfi í stað gamla skólans. Aðrar helztu niðurstöður voru þessar*: 4 almennar kennslustofur vant- aði fyrir barnafræðslustigið, en 5—7 fyrir gagnfræðastigið, — til þess að mæta fjölgun nem- Valgarður Haraldsson. enda varð ein kennslustofa á ári að koma fyrir gagnfræða- stigið, en vegna tvísetningar í barnaskólum nægði ein kennslu stofa annað hvert ár. Á þessari upptalningu sést, að þótt hús- næðisskorturinn sé ærinn á barnafræðslustiginu, er hann þó til muna alvarlegri á gagn- fræðastiginu. Er reyndar svo komið, að hann stendur bein- línis allri skipulagningu og end urbótum á skólastarfseminni fyrir þrifum. Loks á sl. ári samþykkti hæj - arstjórn eftir miklar vangavelt- ur byggingu nýs skóla í Glerár- hverfi, og er nú unnið að undir búningi þeirra framkvæmdar. Það er von og trú, að vel takist til með gerð skólahúsnæðisins og í Glerárhverfi rísi upp fyrir- myndarskóli og nýtízkulegur. Hverjar telur þú aðrar helztu úrbætur, er gera þurfi? Þar er án efa aukin sálfræði- þjónusta í skólunum og í kjöl- far hennar handleiðsla og ráð- gjöf. Ég tel fyllilega tímabært, að bæjaríélagið ráði til sín skóla sálfræðing. Það er annars merkilegt, að í öllu því moldviðri, sem feykt hefur verið upp í umræðum um skólamálin, hefir nemandinn oftast nær gleymzt. Hvað er handleiðsla og ráð- ffjöf? Þessi hugtök eru til þess að gera nýgræðingar í skólastarf- seminni hér á landi, og ég ætla mér ekki þá dul að reyna að skilgreina þau nánar hér. En handleiðsla og ráðgjöf á m. a. að hjálpa nemanda: 1. að glöggva sig betur á hæfi leikum sínum, áhugamálum og sérgáfum. 2. að afla sér þekkingar og upplýsinga um menntun og störí í síbreytilegu og marg- þættu þjóðfélagi. 3. að efla aðlögun sína per- sónulega og félagslega, svo að vandræðalaust megi kalla og taka skynsamlegar ákvarðanir. Annars má segja, að öll góð kennsla sé að vissu marki hand leiðsla. Þú ert nánisstjóri í Norðlend- ingafjórðungi og hefur í gegn- um starf þitt kynnzt æskunni. Sumir segja, að æskan sé „for- töpuð“. Hvert er þitt álit? Hvað segirðu, „fortöpuð"? Nei, ég held nú síður eða finnst þér ekki nægilegt lífsmark með henni? Hún er hávaðasöm og framhleypin og gerir allt til þess að vekja á sér athygli. Hvernig má annað vera? Þjóð- félagið hefir veitt henni meira frjálsræði en nokkurri annarri kynslóð. Hún kann svo sannar- lega að njóta lífsins í „nýjum heimi“, sem stundum er svo nefndur. Méri finnstt, að við, sem eldri erum og aldir upp á árunum fyrir stríð, séum eins konar innflytjendur og með okk ar sífelldu tilvitnanir í hina gömlu og góðu daga, þá séum það við, sem erum „fortöpuð11. í vetur lenti ég óvart inn í mótmælagöngu skólanema. Og svei mér þá, ef mig langaði ekki til að æpa með þeim. En minn smáborgaralegi hugsunar háttur bannaði mér það, og ég hypjaði mig í burtu. En vendum okkur frá skóla- og uppeldismálununi. Þú ert varafulltrúi jafnaðarmanna í bæjarstjórn og hefur því stund- um orðið að mæta þar. Hvemig hefir þér líkað að sitja þar fundi? Ég játa hreinskilningslega, að ég hef ekki orðið fyllilega dús við þá samkundu. Afgreiðsla mála vill stundum verða heldur yfirborðskennd og flausturleg, enda um enga samræmda stefnu að ræða í sumum bæjarmál- efnum. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni, að ekki sé til þess ætlazt að heim- ilisfriðnum sé spillt, svo hinn leyndi meirihluti geti staríað óáreittur, þegar með þarf. Skýr ir þetta kannski að einhverju leyti ti-egðu forystumanna Fram sóknar á að taka upp samninga um bæjarmálasamstarf við aðra flokka, jafnframt því sem Framsókn er það alls ekki ljúft að veita minnihlutaflökki sem Alþýðuflokknum slíkt tækifæri til aukinna áhrifa. Svo spyr ég þig sem Þorvald í síðasta blaði, hverju valdi, hinn skyndilegi áhugi íhaldsins á ábyrgum meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar? Ekki er ástæða til annars en að samgleðjast Sjálfstæðismönn um með hugaríarsbreytinguna. Ég lít ekki svo á, að við jafn- aðarmenn höfum misst glæpinn. Þetta staðfestir það, sem við jafnaðarmenn höfum ávailt hamrað á, að nauðsynlegt sé að hreinsa andrúmsloftið innan bæjarsttjórnarinnar og það verði ekki gert með öðru móti en myndun ábyrgs meirihluta. Hvort hér fvlgir hugur máli hjá Sjálfstæðinu, skal ég ekki dæma um. Það kemur í ljós að loknum liosningum. Hefur þú trú á því, að jafn- aðarmenn bæti við sig í þessuni kosningum? í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum bætti Alþýðuflokkurinn við sig 341 atkvæði, en þó var annað enn athyglisverðara við atkvæðaaukninguna, að hlut- fallslega fékk Alþýðuflokkur- inn flest atkvæði úr röðum yngstu kjósendanna og með samsvarandi hlutfallsaukningu flokksins hjá nýjum kjósendum nú í vor, er sá möguleiki alls ekki fjarri lagi, að Alþýðuflokk urinn fái 3 menn í bæjarstjórn. Með þessa staðreynd í huga er ekki ástæða til annars en að vera afar bjartsýnn um úrslit kosninganna. Hugsjónir jafn- aðarstefnunnar virðast eigrf greiðan aðgang að huga nútíma æsliu. Verulegur árangur næst þó ekki nema með samstillt. átaki og áróðri allra unnendc. jafnaðarstefnunnar. Við verð- um að kynna verk Alþýðu- flokksins og sósíalisma, serr: alls staðar blasir við ok'kur I þjóðlífinu, allt frá vökulögum. til áætlunargerðar. Jafnaðar stefnan hefir hlotið hljómgrum: hjá þjóðinni, enda þótt Alþýðu-. flokkurinn hafi ekki vaxið aci sama skapi. En það er okka? andvaraleysi að kenna, við höf • um verið allt of hógværir í ái'óðri okkar. Svo er orðið laust í lokíc 3 Valgarður. Ég vil aðeins bæta hér vic, það sem áður var sagt um skói = ana. Skólamálin eru í æ vax ■ andi mæli samofin öðrum þátt^ um þjóðlífsins. Þau eru mc. framtíðarinnar. Góðir skóla:.' hafa mikið aðdráttarafl, og' þvi nauðsynlegur hlekkur í alhliðu uppbyggingu vaxandi bæjar-= félags. Ég þakka Valgarði fyrir skc=i legg svör. Hann er baráttuglað- ur — og mun eigi skirrast vic' að standa í eldlínunni hvorj sem er í sókn eða vörn íyrij A-listann. s. j» % Orðsending fil Akureyringa SUNNUDAGINN 19. apríl efn- ir Kvenfélagið Baldursbrá til hlutaveltu. Er ákveðið að allur ágóði af henni renni til Vist- heimilisins Sólborgar, sem nú er að taka til starfa. Það er mjög þakkarvert, að taka vel í árina fyrir þessa nauðsynlegu stofnun, sem einmitt nú stend- ur í stórinnkaupum á húsbún- aði og tækjum. Akureyringar hafa fyrr brugðizt vel við slík- um málaleitunum og veit ég að svo muni enn verða. Konurnar, sem annast dráttg söfnun og móttöku gjafa eru; Júlía Kristjánsdóttir, Brautar-* hóli, Glerárhverfi, Viglín Sig~ urðardóttir, Grænuhlið, Glei'ár hverfi, Guðrún Arngrimsdóttíiv Harðangri, Glerárhverfi, Berg- þóra Bergsdóttir, ByggðavegJ 149 og Svanhildur Þorsteina- dóttir, Grænugötu 2. Með fyrirfram þakklæti, Jóhannes ÓIi Sæmuíndsson. % Framboðslisti Alþýðu- ílokksins á Seyðisfirðs JAFNAÐARMENN á Seyðis- firði hafa gengið frá framboðs- lista sínum og skipa eftirtalin níu efstu sæti listans. 1. Hallsteinn Friðþjófsson, form. verkamannaf. Fram. 2. Sigmar Sævaldsson, rafvélavirki. 3. JarþrúðuL' Karlsdóttir, frú. 4. Óskar Þórarinsson, verka- maður. 5. Einar Sigurgeirsson, tré- smiður. 6. Ari Bogason, bóksali. 7. Jón Gunnlaugsson, verzl- unarmaður. 8. Haraldur Aðalsteinssin, verkamaður. 9. Gunnþór Björnsson, fulltrúi. AM mun væntanleg'a siða3 geta birt myndir af þeim, e_; skipa efstu sætin. - Ljóstæknisýning ».. (Framhald af blaosíðu 8). og stofu af tvennskonar gerð og er munurin n gífurlegur, en þar er sýnt glögglega hvemig nýj- asta tækni á þessum svió'urffi hefur yfirburði yfir því handa- hófskennda á þessum svið'um. sem og á öðrum. Rafveita Akureyrar og' Akur- eyrarbær sáu um kostnað vií) sýninguna hingað norður — og eiga báðii- aðilar þakkir skilid fyrir það framtak. En sjón er sögu ríkari — og' því endurtek- m' blaðið hvatningu sína að lita inn á sýninguna í Landsfcanka.'* salnum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.