Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 2
SVAR TIL „ÞYTS” FRÁ JÓNI HELCASYNI ÞAÐ virðist svo, sem ég hafi heldur betur komið við kaunin 'hjá krötum með greinarkorni mínu í Verkamanninum. Ég bjóst reyndar við því, að þeir myndu kveinka sér, en að ég myndi kviðrista þá alveg, því átti ég sízt von á og enn síður að önnur eins óhreinindi myndu brjótast út úr óskapnaðinum, sem raun ber vitni. Það virðist svo sem full ástæða hafa verið orðin til að stinga á kýlinu. Því líkur óþverri virðist hafa verið orðinn innifyrir, að helzt mætti líkja gusunni við Heklugos. Nú óþverranum var auðvitað beint að mér, þar sem þeir upp- götvuðu, að ég væri orðinn stór og mikill einræðisherra, sem ríkti og drottnaði á skrifstofu verkalýðsfélaganna, væri búinn að sölsa undir mig sjóði félag- anna og hefði öll ráð í hendi mér, því væri nauðsynlegt að gera út af við peyja í fyrstu atrennu. Til þess að fallið yrði ekki eins mikið og sárt átti ég að grípa starfsbræður mína með mér niður í svaðið. Aumingja Þytur, mikið kenni ég í brjósti um þig. Það hlýtur að vera voðalegt að þurfa að reiðast svona af ekki meira til- efni. Ég finn sárt til með þér. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst fyrir gefa hinum uppreisnargjörnu stúdentum í Svíþjóð vegna þess, að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Kannski ætti ég að breyta eins við Þyt. En ég vil ekki óvirða Þyt með því. Hann er sýnilega lærður maður, svo óvirðulega talar hann um okk- ur starfsmennina á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Það er einkum tvennt, sem farið hefur illa í Þyt. Það, að við Vinstri menn erum svo frjálslyndir, að við ætlum að lofa fólkinu, sem kýs okkur, að móta sjálft framtíðarstefnuna, og ennfremur að ég get manna, sem nota fé alþýðunnar til að koma sér í áhrifastöður. Er Þytur kannski opinber starfsmaður í tengslu-m við fé alþýðunnar? Er það skýringin? Og má Þytur kannski ekiki heyra það nefnt, að alþýðufólk- ið í landinu móti sjálft stefnu flokks síns? Eru kratarnir svona staðnaðir í flokkseinræði? Óttast þeir kannski, að sú stefna að láta fólkið sjálift ráða ferðinni falli í góðan jarðveg hjá einhverjum alþýðumannin- um eða alþýðukonunni, sem heif ur líka skoðun og ég, en hefur kosið Alþýðuflok'kinn vegna þess, að hann eða hún hélt, að flokkurinn væri alþýðuflokkur? Er það þarna, sem skýring- una er að finna? En víkjum aðeins að þeim .„vonda stað“, ski'ifstofu verka- lýðsfélaganna. Ekki virðist Þytur vera mi'kið í tengslum við alþýðufólkið, sem rek-ur skrifstofuna og því -síður vita hverskonar vinna þar fer fram. Finnur hann -kannski eng an, sem getur gefið honum upp- lýsingar? Orð hans verða helzt skilin svo, að ég hafi á sínum tíma troðið mér inn á skrifstofuna, skammtað mér launin sjálfur og síðan bætt við þau eftir þörfum. Hvað er svo hið sanna? Að skrifstofunni standa Verka lýðsféLagið Eining, Sjómanna- félag Akureyrar, Bílstjórafélag Akureyrar, Alþýðusamband Noi'ðurlands og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. Þessir aðil ar réðu mig til starfa árið 1964 íyrir lcrónur 13 þúsund á mán- uði, og geta þeir, sem það gerðu borið um, hvort ekki er rétt með farið. Síðan hafa -bætzt á skrifstcf- una margvísleg verk-efni, m. a. vegna byggingar orlofsheimilis- ins og rekstur þess, vegna rekst urs barnaheimilis, og ekki sízt vegna afgreiðslu atvinnuleysis- bóta, er síðustu tvö árin hefur það starf langtímum saman tek- ið að mestu starfskraifta eins manns. Á þessu sama tímabili hafa laun 'hækkað í samræmi við almennar launahækkanir og ákverðanir skrfstofunefnda-r- innar, og annar maður hefur verið fastráðinn. Hvort við höf- um skrifstofustjóralaun eða ek'ki, skal ég ekki dæma um, hef -ekki kynnt mér það. En ég get tekið það fram, að víð starfs mennirnir höfum engar kröfur haft uppi í samibandi við okkar laun, heldur aðeins tekið við því, sem skrifstofunefndin heif- ur talið eðhlegt að greiða okkur. Hitt er svo önnur sa-ga, að væru launin ok-kar umreiknuð í tímakaup eftir vinnustunda- fjölda er ég smeykur um, að opinberu starfsmönnunum þre-m ur, sem skipa efstu sætin á fram iboðslista Alþýðuflokksins, þætti kaupið ekki hátt og myndu ekki líta okkur neinu-m öfundar- augum. En finnist ein-hvei’jum launin okkar of há, ætti að vera greið- ur aðgangur að koma tillögum u-m breytingar á framfæri. Og nú skal ég snúa mér beint að spurningunum fimm, sem Þytur leggur ’fyrir mig. 1. Þessarri spurningu hef ég þegar svarað að nokkru, en skal aðeins bæta því við, að þau fé- ■lög, er aðild eiga að skrifstof- unni hafa öll blómgazt það á liðnum sex árum, að þau eru nú mun færari um að greiða sóma- samlega fyrir þjónustu við fé- lagsfól-kið, en þau voru. Hvort það er fyrir of há félagsgjöld, skal ég eilrki dæma, en ég get bent á það, að þei-m forsvars- mönnum verkalýðsfélaga á Norðurlöndum, sem hér hafa verið á ferð, hafa þótt félags- gjöldin hlægilega lítil Annars eru það aðalfundir félaganna, sem ákveða gjöldin, ekki ég. Verkalýðsfélagið Eining er eina verkalýðsfélagið á landinu, þar sem félagarnir greiða í hlut falli við vinnutekjur. Ein'hvern- tíma hefði Alþýðuflokkurinn ekki haft neitt við það að at- huga, að þeir 'bæru þyngri byrðar, sem breiðari hafa bök- in. En þetta hefur sjálfsagt breytzt eins og annað. 2. Hvers vegna voru þessar stöður ekki auglýstar svo bók- hald-slærðir menn gætu sótt um þær? Sjál-fsagt vegna þess, að þeir, sem réðu, hafa ékki lagt allt upp úr bókhaldskunnáttu, enda bók hald ekki stærsti þáttur vinn- -unnar. Þá væri illa -komið fyrir verkalýðsfélögunum, og að mín um dómi hefðu þau þá glatað tilverurétti sínum, ef starfið snérist aðallega eða eingöngu um 'bókhald. — Og svo er annað mál, að lengi má deila um, hver er bók'haldsfróður og hver e-kki. 3. H-vers vegna voru tveir „afdankaðir11 f ramk væmdastj ór ar PBJ ráðnir til verkalýðs- félaganna? Verkalýðsfélagið Eining er langstærsti aðilinn að rekstri skrifstofunnar, leggur fram bróðurpartinn af kostnaði henn ar vegna, og dagle-ga þarf að ráða .fra-m úr mörgum málum, sem það félag snerta. Þess vegna hefur alla tíð ver- ið lögð á það megináherzla, að -ákveðinn forsv.arsmaður þess félags væri starfandi á skri-f- stofunni og þá helzt formaður -eða varaformaður. Enda má segja, að það sé fremur nauðsyn en þörf, og sa-ma hefur orðið reynsla flestra stærri verkalýðs félaga í landinu. Nú er Jón Ásgeirsson vara- formaður Einingar og einmitt þess vegna var hann ráðinn. Starf 'hans fyrir félagið var met ið miklu meha en bókhalds- kunnátta Þyts. Þorsteinn Jónatansson hefur verið lausráðinn frá því í fyrra- vetur, en þá fengum við starfs- mennirnir (Jónarnir) heimild til að ráða hann í mesta anniúk- inu, og má heita, að hann hafi verið í starfi síðan se-m laus maður, enda verkefnin meira en nóg. Og ef ég m-á vera dóm-bær á hans vinnu, þá h-eld ég, að hann hafi leyst sín verkefni fljótt o.g vel af hendi hverju sinni og ávallt verið reiðubúinn að vinna, ‘hvenær sem á hann 'hef- ur verið kallað, enda fjölhæfur á sínu sviði og þessum málum öllum vel kunnugur. Svo að ég efast um, að Þytur hefði leyst verkefnin betur af hendi. 4. Ha-fa verkalýðsfélögin ein- hvern annan rekstur, sem út- gjöldum veldur en skrifstof-u verkalýðsfélaganna og orlofs- heimilin? Ekki veit ég, -hvað Þytur kall ar rekstur. En hann ætti þó að vita, að meginverkefni verka- lýðsfélaganna er að annast sanminga um kaup og kj-ör fé- lagsmanna og sjá um, að eftir samningunum sé f-arið. Kostn- aður við samningagerðir, svo og þing og ráð-stefnur til undir-bún ings samningum, er að jafnaði langstærsti útgj-aldaliður féla-g- ianna. Margt fleira mætti o-g telja. T. d. hefur einn stærs-ti kostnaðarliðui' Einingar síðustu tvö árin verið vegna félags- heimilis, sem 'komið hefur verið upp í Þingvallastræti 14. Þá hef ur féla-gið -haft verulegan -kostn- að af rekstri barnaheimili-s á sumrin o. s. frv. Enda þótt ég hafi ekki reikn- að það nákvæmlega, er mér nær að halda, að kostnaður Einingar vegna skrifstofu veirkalýðsfélag anna h-afi á síðasta ári ekki num ið meiru en 10% af brúttótekj- um félagsins. 5. Hverjir eru hinir löggiltu endurskoðendur reikninga, sem færðir eru á skrifstofu verka- lýðsfélaganna? Sa-mkvæmt lögum félaganna kjósa þau endurskoðendur reikninga á aðalfundum hvert -ár, og endurskoða þeir reikn- inga fyrir næsta aðalf-und á eft- ir, og -mér vitanlega hefur aldrei komið fram nein tillaga um að breyta þessu. Má enda benda á, að löggiltir endurskoðendur finnast ekki í þessum bæ og fá félög hér munu hafa tekið upp þann sið að senda reikninga sína til Reýkjavíkur til endur- skoðunar. En ef Þytur vill koma á skrif stofuna, skal ég gjarna lofa hon um að skoða í bækur féla-ganna. Þar er ekkert að fela. Og ef Þytm’ veit það ekki, þá get ég upplýst hann um það, að það eru stjórnir félaganna, sem bera á-byrgð á fjármálu-m þeirra og sjóðseignum og sjá um alla út- hlutun úr sjóðum félaganna, eða þá nefndir, sem til þess er.u kosnar. Það er því ekki ég, sem út- hluta fé verkalýðsfélaganna eða ákveð meðferð á því. Ég er að- eins gjaldkeri, sem borga út eft- ir sa-mþykktum annarra. Það er því óþarfi að dylgja um, að sjóð ir félaganna og varzla þeirra sé mitt einkamál eða Frjálslyndra og vinstri manna. Eða vill nokk ur trúa því, að þeir menn, sem standa í forsvari fyrir þau félö-g, er ha-gsmuna hafa að gæta, hefðu endurráðið mig í fyrra- vetur, þe-gar ég var búinn að segja starfinu upp, ef ég hefði brugðizt þeim trúnaði, er mér var sýndur með því að fela mér reiknin-gshald og umsjón með fjármálum félaganna. Eða hefði starfsfúlkið á vinnustöðunum, sem safnaði undh'skriftum um að láta einskis ófreistað til að VEGNA illkvittnisskrifa „Al- þýðumannsins“ í síðustu viku um skrifstofu verkalýðsfélag- anna og skrifstofustjó-rann, Jón Helgason, viljum við undirrit- aðir, sem sæti eigum í skrif- stofunefnd verkalýðsfélaganna taka fram eftirfarandi: Allt frá því skrifstofa verka- lýðsfélaganna á Akureyri tók fyrst til starfa og til þessa da-gs hefu-r það verið stefna ski'ifstofu nefndarinnar að ráða öðrum -fremur til starfa menn úr hópi þeirra, sem starfandi eru í for- ustu verkalýðshreyfingarinnar. Kemui' þetta til af sérstöku eðli stai'fanna, sem eru fyrst og fremst upplýsingaþjónusta vegna sa-mninga um kaup og kjör og eftirlit með því, að samn ingar séu haldnir. í samræmi við þessa stefnu okkar var Jón Helgason ráðinn 1964 og Jón Ásgeirsson 1968. Varðandi Jón Helgason sér- staklega vilju-m við taka það fram, að er við réðum hann upp haflega vorum við svolítið hik- andi vegna þess, að við þekkt- um ekki nóg til star'fshæfni hans. En eftir þá reynslu, se-m við höfum fen-gið af störfum hans, er okkur ljóst, að við hefð um ekki getað verið heppnari í vali manns til að veita skrif- stofunni -forstöðu, þar sem hann hefur reynzt afkastamikill í ráða mig aftur, gert það, ef það hefði ekki treyst mér í þessum efnum? Ég féllst á að gegna starfinu áfram vegna þess, að ég vildi ekki bregðast því trausti, sem þetta fólk sýndi mér. Og ég legg það traust á fólkið, sem samtökin byggir, að það sofi ekki á verðinum og víki öllum þeim frá, sem misnota aðstöðu sína á því sviði. Ég tel mig nú vera búinn að svara spurningum þínum, Þyt- ur, að svo miklu leyti, sem 'hægt er í stuttu máli. Hvort þér líkar svörin, er þitt mál. En að endingu býð ég þig vel- kominn á skrifstofu verkalýðs- félaganna, hvenær sem þú villt. Það er kannski mannle-gt að fela sig bak við dulnefni, en óg kalla það mannlegan veikleika. Sæmra væri þeim, sem komnir eru af norrænu-m víkingum að standa í eigin persónu frammi fyrir gerðum sínum. Þess vegna skora ég á þig að lokum að koma og biðja fyrirgefningar eða heita minni maður ella. Þú átt völina, eða kvölina. Með þökk fyrir birtinguna. Jón Helgason frá Unaðsdal. EFTIRMÁLl AM. Blaðið þykir sjálfsagt að birta ofanritaða grein Jóns Helgason- ar, þótt hann kasti nokkrmn hnútum í garð jafnaðarmanna, en heimilar jafnframt Þyt rúm í næsta blaði til andsvara, en þótt gaman geti verið af hress- andi ritdeilum biður AM þá Jón og Þyt að vera stuttorða ef meiri eftirleikur verður. Að svo búnu sendi ég Jóni Helgasyni beztu jafnaðarmannakveðju. — s. j. störfum og jafnframt nákvæm- ur og öruggur bæði í sambandi við upplýsingaþjónustu og lausn deilu-mála og við gæzlu fjár- muna. Þá hefur hann einnig reynzt fullfær um að inna af höndum þá bókhaldsvinnu, sem með hefur þurft, og drögum við í efa, að hann sé síður fær á því sviði en ýmsir þeir, sem kallast ha-fa lært bókhald. Um laun þessarra manna vilj - urn við taka það fram, að við höfum ákveðið þau svo lág, sem við hcifum talið okkur sæmandi að bjóða. Hvort þeir hefðu feng izt til að vinna fyrir eitthvað lægra, vitum við ekki, enda kær -um við okkur ek-ki um að ganga í flokk með þeim, se-m alla áherzlu leggja á að -halda laun- um starfsfólks síns svo lágum, að ekki verði lifað af þeim nema sultarlífi. Við hörmum það, að opinbert málgagn -hér í bæ skuli hafa orðið til þess að ráðast með að- dróttunum að ágætum starfs- mönnurn verkalýðsfélaganna og reynt með dylgjum um óheiðar leika að gera þá tortryggilega. Akureyri, 11. maí 1970 Björn Jónsson, Tryggvi Helgason, Baldur Svanlaugsson. f "■ ~\ YFIRLÝSING

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.