Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 4
Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri gliiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimmkj,,. Gljúfurversvirkjun verður gerð NÚ ER fullráðið að hefja í sumar fyrsta áfanga að = gerð Gljúfurversvirkjunar í Laxá. Þar með má telja | fullvíst, að hin svonefnda fullvirkjun Laxár við Brúar I verði innan fárra ára að veruleika íbúum Norðurlands | kjördæmis eystra til hagsældar. Hins vegar verður sú | ráðagerð að veita hluta Suðurár til Laxársvæðis lögð | í ákvörðunarvald framtíðarinnar. Vel má vera, að ann- | ar virkjunarháttur fyrir íbúa þessa svæðis þyki þá hag- | felldari og skynsamlegri og því ekki óviturlegt að i kveða ekki á um slíkt nú. ALLIR, sem gera sér glögga grein fyrir rafmagnsþörf 1 okkar hér um slóðir og hve mikið atvinnuspursmál | fyrir héraðsbúa er að ræða, hljóta að gleðjast yfir þess- | ari ákvörðun. Hitt er ástæða til að undirstrika enn, | eins og Alþýðumaðurinn hefir oft gert fyrr, að hér er f ekki um liagsmunamál Akureyrarbúa einna að ræða, I heldur íbúa alls Norðurlandskjördæmis eystra. Því má | og á engin hreppapólitík að koma hér við sögu. MIKIL orusta hefir staðið yfir á undan þessari ákvörð- | un. Almenningur hefir mest séð til tilburða hinnar I svonefndu „Héraðsnefndar Þingeymga“, sem nú er 1 fullkunnugt ixm, að aldrei var kosin með löglegum i hætti til verkanna, sem hún vann og liafði því ekki | umboð til þeirra. Vinnubrögð hennar geymir líka | þögnin bezt. Hitt þykir rétt að tíunda nú að orustu- § lokum, að Laxárvirkjunarstjóm stóð alltaf traust og I samhent að framgangi málsins, bæjarstjómir Akur- f eyrar og Húsavíkur sem og umtalsverður flokkur f manna í sveitum Þingeyjarsýslu veittu málinu órofa- I forsvar, og þingmenn í kjördæminu — NEMA ÞING- { MENN FRAMSÓKNAR OG BJARTMAR GUÐ- 1 MUNDSSON — unnu eftir getu að framgangi málsins. f Skylt er að geta þess, að Bjartmar hafði skoðun í mál- i inu. Hann var á móti því. FRAMSÓKNARÞING- I MENNIRNIR KUSU SÉR ÞAÐ HLUTSKIPTI AÐ j HAFA ENGA SKOÐUN. EINS og gefur að skilja hefir a£ heimamönnum úr- lausn þessa rnikla hagsmunamáls mætt hvað mest á Knúti Otterstedt, framkvæmdastjóra Laxárvirkjunar. Hann hefir átt þar sína eldraun og vaxið af. Þá hafa auk Laxárvirkjunarstjórnar bæjarstjóramir Bjaini Einarsson, Akureyri, og Björn Friðfinnsson, Húsavík, unnið ötullega og farsællega að lausn málanna. En að síðustu lá svo að sjálfsögðu ákvörðunin í hendi ríkis- stjómarinnar, sem hefir litið á málið af skilningi og réttsýni, sem vissulega ber að þakka. ÞEGAR Alþýðuflokksmenn í Norðurlandskjördæmi eystra hafa á undanförnum árum birt áhugapunkta sína varðandi ýmis framfaramál kjördæmisins, hefir aukning raforku fyrir héraðið ætíð skipað fyrirrúm, og í vetur, þegar Alþýðuflokkurinn hér í bæ dró upp stefnumörk sín fyrir komandi bæjarstjómarkosningar, VAR FULLVIRKJUN LAXÁR VIÐ BRÚAR EFST Á BLAÐI ásamt endumýjun togaraflota bæjarins. Al- þýðuflokksmenn hljóta þvi mjög að gleðjast yfir þeirri ákvörðun um byrjun, sem nú hefir verið tekin, og bjóða af alhug fram orku sína til að vinna að far- sælum framgangi virkjunarinnar í samvinnu við aðra þá, sem að honum vilja vinna. /== ÞORVALDI ÞAKKAÐ. Erlingur Dagsritstjóri hefur nægan túna til að eiga viðtöl við kandidata Framsóknar við bæjarstjórnarkosningarnar nú í vor, enda þarf hann ekki að slíta sér út á söfnun auglýsinga, þar sem hann hefur við hlið sér öðlingsmanninn Jón Samúels- son til þeirra verka. f síðasta blaði sínu á Erlingur viðtal við Hallgrím Skaftason — og ferst Hallgrími á einiun stað orð á þessa Ieið og er það svar við spurningu Erlings um bæjar- stjórnarkosningarnar sem fram undan eru-. Segir þá Hallgrím- ur meðal annars: „Akureyringar hafa Iengi not ið þess að eiga marga góða bæj- arfulltrúa, en oft heldur íhalds- sama og því hafa framfarir hér orðið minni en vænta mátti. Nú hefur hins vegar mjög skipt um til hins betra á þessu kjörtíma- bili, og það eru blindir menn, sem ekki sjá það.“ Einn nýr maður kom inn í bæjarstjórn eftir síðustu kosn- ingar, það var Þorvaldur Jóns- son. Má hann vel við una um- mælum Hallgríms, sem eigi er hægt að skilja á annan veg en að flialdsmennskan liafi stórlega minnkað innan bæjarstjómar með tilkomu hans. Sá góði drengur Hallgrúnur hefði því átt að ganga inn í raðir jafnaðari nianna, eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum í stað þess að ljá nafn sitt á framboðslista stóra íhaldsins í bænuin. — s. j. HLERAÐ. Að Jóni Ingimars líði ekki orðið of vel að liafa Soffíu frænku fyrir ofan sig. Að völva Ingólfs Árnasonar sé okkar ágæti Jón B. Rögn- valdsson. Að Ingólfsmenn hafi gert stóra skyssu með því að hafa ekki Lárus Haraldsson í öðru sæti á lista sínum, þvi að þá hefðu allir pípulagningamenn fylkt liði sínu yfir á F-lista Ingólfs. Að margir Framsóknarmenn séu liræddir við effið hans --------<SNV............. Ingólfs, því að það sé dálítill Framsóknarkeimur að því — og af þeim orsökum muni sumir gleyma béi maddömu Fram- sóknar. Að ein kona í stjórn EIli- heimilis Akureyrar liafi reynt að fremstu getu að flytja öldr- uðu- fólki sumarkveðjur, er með fylgdu hnútur í garð Braga Sig- urjónssonar, mannsins, er stuðl aði að því að stækkun Elli- heimilis Akureyrar er nú orðin að veruleika. ÓMJÚKAR VIÐTÖKUR. Blaðburðarmaður AM í mið- bænum kvaðst hafa orðið fyrir ókurteisi af hendi Björns Jóns- «w*w nr6 JCiMte iJKwg JSíi! *Mx Q.iBin ÆmM JhÍmSL tMmá aK sonar, fomianns Einingar og al- þingismanns, þá er liann bar út síðasta tölublað AM — og hefði hann látið að því liggja að liann skyldi troða blaðinu- upp í óæðri enda ritstjóra AM. Slík fram- koma er með öllu óviðeigandi við saklausan blaðburðarmann — og hefði Björn sjálfur átt að framkvæma verknaðinn, ef slík aðferð telst til vegsauka fyrir Björnsmenn. Undirritaður tek- ur slíkri orðsendingu sem gam- anmáli, sem hann mun eigi erfa við Bjöm. MISSKILNINGUR HJÁ JAKOBI. Góðkuimingi minn, Jakob Ó. Pétursson, virðist vera í óvenju slænm skapi, þá er hann ritar þátt sinn í síðasta ísl.-fsafold. Mætti ætla að Herbert okkar væri enn við ritstjórn nefnds ——■ —S blaðs — og hefði komið Jakobi míniun í slæmt skap. Við skul- um hætta að karpa um baráttu- sæti ihaldsins í þessum kosning um, það vita allir kjósendur í Akureyrarbæ, þrátt fyrir það að dómsmálaráðherrann okkaý hafi skipað Lárus okkar í „ál- nefnd fyrir Norðurland“. Það varð aldrei af því í fyrrasumar, að við Jakob færum saman í Naustaborgir, sem fyrirliugað var. Vonandi verður af því í sumar á fögrum júnídegi, þá eé kosningahríðinni er Iokið, ef við tórum báðir fram í græn grös — og með þökkum skal ég þá með taka lærdóm um siðareglur Blaðamannafélags íslands, sem ég er því miður ekki hlutgengur1 í sökum menntunarskorts. Ég veit að þá er kosningabarátt- unni er lokið, hvort sem Lárus kemst „inn“ eða ekki getum við tveir einir notið næðisstundar í Naustaborgum ef guð lofar. — s. j. TIL UMHUGSUNAR. Kæri AM. Ég þakka þér kær- lega fyrir greinina þína urn dag inn, þar sem þú varst að ræða um kettina og blessaða smáfugl- ana sem nú eru konmir til okk- ar og gleðja okkur með nærverui sinni. Ég er ekki á móti köttunu sem slíkum, en ég er alveg á móti því, að þeim sem eiga ketti — og líka hunda — líðist að láta þá ganga lausa og spilla fugla- lífi og sóða út á annarra manna lóðum. Þetta vona ég að allir skilji án þess að í hart þurfi að fara, og þakka þér svo fyrir þinn þátt. Fyrst ég er farin að skrifa þér — það er ekki að vita hvenær ég geri það aftur — langar mig til að biðja þig, að koma á framfæri fyrir mig smá hugdettu sem mér kom í hug þegar ég hlustaði á messu frá Akureyrarkirkju sl. sunnudag. Það er alltaf verið að tala um það, að það þurfi að efla almenú an safnaðarsöng, og fá kirkju- gesti til að vera virkari þátttak- endur í messugjörðinni en nú (Framhald á blaðsíðu 6) MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á hvítasunnudag. Stofndagur kristinnar kirkju. Sálmai- no: 248 — 243 — 241 — 415. Fermingarárgangar, sem feanndust í kirkjunni ár- in 1&50 og 1960 (þ. e. 20 og 10 ára fermingarböm) sérstak- lega boðnii' velkomnh- í mess- unni. — Sóknai*prestar. OPINBEIB fyrirlestur: Svör við biblíulegum spurningum, að ÞingvallíiBtræti 14, II heeð, sunnudhglnn 17. maí kl. 16.00. Allir vEÍkomnir. — Vottar Jeiióva. MESSAÐ f LögmannshMSar- kirkju Sd. 10.30 f. h. á hvíta- sunnudsag (Ferming). Sálmax no: 372 — 590 — 595 — 598 — 603 — 591. Bílferð 'verður úr Glerárhverfi kl. 10 f. h. — Sóknarpreetar. MESSAÐ verður á Elliheimili Akureyrar annan hvítasunnu dag' kl. 2 e. h. — B. S. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Opinberar samkomur báða hvítasunnudagana kl. 8 e. h. Ræða, vitnisburðir og söngur. Verið velkomin. — Ffladelfía. MINNINGARSPJÖLDIN fást í verzlununum BÓKVAL og FÖGRLHLÍÐ. — Styrktar- félag vangefinna. KRISTNIBOÐSHÚSH) ZION. Samkoma hvítasunnudag kl. 8.30 e. h. Jón Viðar GuðJaugs son talai’. Allii’ hjartanlega velkomnir. SKOTFÉLAGAR. Æfing á úti- svæði félagsins (við Blómstur velli) verðm' fimmtudaginn 14. maí. Farið Jrá lögreglu- stöðinni kl. 20.00. Nýir félag- ar velkomnir. MINNINGARSPJÖLD Fjórð- imgssjúkraliússins fást í bóka verzl. Bókval. FRÁ Golfklúbbi Akureyrar. — Kvikmyndasýning í litla sál Sjálfstæðishússins Id. '20.30 miðvikudaginn 13. maí. Jack Nicklaus og Sam Smeéd. Tek ið skál fram, að ölkim ér heimill aðgángur að þessaii sýningu. i 3 VTSTHEIMILINU SÓIJJORG hafa borizt eftirtaldar gjafir:. Minningargjöf um Guðrúnu Jóhannesdóttur frá kvenfél, Baldursbrá kr. 1.000, áheit frá St. og Sig. Gíslasjmi, Hriséý kr. 1.000, fi’á Valgarði Stefáns syni h.f. ki'. 5.000, og frá Ingi-- bj örgu Bjarnadóttuiy Blöndú - dalshólum kr. 15.000, *frá ASKA kr. 10.000. Sámtals kf. 32.000.00. — Kærai' þafekir. — Stjóm Sólborgar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.