Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Side 4

Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Side 4
Slysavarðstofunni lokað á nóttunni og yfir helgar Ákveðið hefur verið að gera þá breytingu á þjónustuvenjum Hand- læknisdeildar F. S. A., að framvegis skuli Slysavarðstofu hennar vera lokað á nóttunni og yfir helgar. Ástæð- urnar fyrir þessu eru ýmsar, m. a. er það, hve erfitt það hefur reynst að tryggja viðunandi mannafla til reksturs stofunnar. Gauti Arn- þórsson yfirlæknir handlæknisdeildarinn ar hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann gefur skýr- ingu á þessari ákvörð- un og birtist hún hér á eftir: Á undanförnum árum hef- ur móttaka slysa við sjúkra- húsið þróast í þá átt, að hvers konar minniháttar slys hafa leitað beint á sjúkrahúsið án milligöngu heimilislæknis. Ekki hefur hingað til verið reynt að stemrna stigu við þessu, þótt Handlæknisdeild sjúkrahússins hafi raunar oft átt í erfiðleikum með að manna Slysavarðstofuna svo að viðunandi væri. Það starf að sauma eða leggja umbúð- ir á smásár og því um líkt hefur að undanförnu lcomið sem nokkurt aukaálag á það starfslið, sem gegnir gæslu- vakt á spítalanum til þess fyrst og fremst að gæta og hlynna að inniliggjandi sjúkl ingum. Vegna erfiðleika á að tryggja viðunandi mannafla á Slysavarðstofunni á kom- andi mánuðum, hefur þó nú reynst nauðsynlegt að loka beinni móttöku smáslysa á kvöldum, nóttum og yfir helgar, en benda íbúurn bæjarins á það að leita heim- ilislæknis eða læknavaktar 1 bænum með smáslys svo sem önnur veikindi á þeim tíma sem hér um ræðir (sjá aug- lýsingu á öðrum stað í blað- inu). Ótti við blóð. Það er naumast nokkrum vafa undirorpið, að þróunin á undanförnum áratugum hefur orðið sú, að leitað er til læknis eða sjúkrahúss, þar sem þau eru til staðar, með kvilla og smáslys hvers- konar, og oft að nauðsynja- lausu. Líklegt má telja, að or sakir þessa kunni að vera m. a. eftirtalin atriði: Læknis- vottorð um slysið gefur mögu leika á sjúkradagpeningum 4 - ALÞÝÐUMAÐURINN og má telja þetta atriði eðli- lega orsök þess að leitað sé álits og vottorðs læknis um slysið eða kvillann innan 1 til 2 sólarhringa a. m. k. í öðru lagi kann það aö sýnast þægilegt að bregða sér til ein hvers, sem hefur yfir að ráða útbúnaði til þess að búa um sár, þótt það sé lítilvægt. Þetta getur hins vegar ekki talist eðlileg' ástæða til þess að leita læknis vegna smá- vægilegs áverka, þegar þess er gætt, hver kostnaður fylg- ir því að snarast sé að þarf- lausu í leigubíl eða eigin bíl Gauti Arnþórsson, yfirlæknir. til læknis, hvort sem er að kvöldi eða um helgi, auk þess kostnaðar, sem það krefst að halda uppi gæzluvakt fyrir slíkt eingöngu. í þriðja lagi sýnist svo sem algengur ótti við blóð hvetji fólk til að koma tafarlaust til læknis ef eitthvað blæðir úr skeinu. Auk óttans við að sjá blóð sýnist hér einnig koma skort- ur viðunandi fræðslu almenn ings um meðferð smárra áverka. Þetta þarf engan að undra, þegar þess er gætt, að uppfræðsla læknisefna að þessu leyti sýnist einnig ábótavant, og algengt er að sár séu saumuð tafarlaust án tillits til þess, hvort það er nauðsynlegt, skynsamlegt eða jafnvel áhættulaust. Því skal drepið á eftirfarandi at- riði. Mæður hafa frá örófi alda / búið um smáskeinur barna sinna og mjúkhentir einstakl ingar hafa ætíð tekist á hend ur að búa um eigin smávægi lega áverka og náunga sinna. Nærri mun óþekkt að veru- legt óhagræði eða tjón hafi af þessu hlotist. Vert er að benda á í þessu sambandi, að unnt er að stöðva allar blæðingar frá yfirborði lík - amans með þrýstingi á hrein ar umbúðir yfir sárinu, jafn- vel stórar slagæðablæðingar og má raunar ekki reyna að stöðva þær á annan hátt, ef verra á ekki að hljótast af. Þótt nokkrar klukkustundir líði, t. d. yfir nótt, má svo sauma sárið saman, ef þess gerist þá þörf. Á hinn bóg- inn má einnig vekja athygli á því, að opnum sárum og ósaumuðum undir hreinum umbúðum er ekki jafn hætt við sýkingu af völdum gerla (bakteria) og sárum sem lok- að hefur verið með sauini. Saumaskapur veikir óhjá- kvæmilega að noklcru mót- stöðuafl vefjanna umhverfis sárið. Þegar saumaskapurinn því er framkvæmdur við önd verð skilyrði, svo sem á óró- legu barni eða drukknum manni (en slíkir líkjast oft- ast öllu fremur geðveiku en aðeins óttaslegnu barni) er oftast meiri hætta á sýkingu í sárinu og slæmum árangri, en ef sárið er látið ósaumað. Sár á börnum. Um saumaskap á börnum er vert að vekja athygli á eft- irfarandi atriðum. Sár á börn um gróa oftast undravert vel eins og vænta má og skilja sjaldan eftir sig ör eða lýti. Vegna ágætis vefja hins unga líkama er það ei aðeins, að stöðvun blæðingar með þrýst ingi sé auðveldari heldur er og af sömu ástæðu sýkingar- hætta minni og örin hverfa oftast eða minnka með tím- anum, þótt alláberandi hafi verið í byrjun. í andliti barna (og að nokkru leyti fullorð- inna) þarf raunar einungis að sauma saman smásár ef þau skerða svipmyndandi hluta andlitsins, svo sem var ir, á mótum húðar og slím- húðar, nasavæng, augnaum- búnað og því um líkt. En þá ber þess einnig að gæta, að hér er um nákvæmnisverk að ræða, sem vart verður unnið svo vel sé, ef neyða þarf barn til þess að undir- gangast aðgerðina, enda tekst oftast ekki að halda þeim nægilega kyrrum með- an saumaskapurinn er fram- kvæmdur, þótt ærið ofbeldi fullorðinna komi til. Sálar- háski sá, sem börnin verða að þola við slík skilyrði er ómældur og honum hefur vafalaust verið of lítill gaum ur gefinn. Saumaskapur í andliti barna við slíkar að- stæður er hörmulegur, ekki síst þegar slíkar aðfarir eru hafðar í frammi án þess að brýna nauðsyn beri til. Þá sjaldan ör á andliti barna verða miður góð má ætíð laga þau með lítilli aðgerð síðar, þegar viðkomandi hef- ur vaxið nokkuð úr grasi, ef þess gerist þá enn þörf. Meðferð minniháttar bruna er svo vel kunn hér- lendis, að elcki er þörf á því að fjölyrða um hana, en aðal atriði hennar eru hófleg kæl- ing svæðisins og hreinar um- búðir og er oftast ekki þörf frekari ráðstafana í bráð. Um alla smávægilega áverka gildir það, að árangur af meðferð þeirra spillist ekki, þótt það sýni sig að saumaskapur eða einhverjar aðrar ráðstafanir séu nauð- synlegar, þegar álits læknis er leitað við næsta hentugt tækifæri, t. d. á stofutíma heimilislæknis eða Slysavarð stofu næsta dag. Hastarleg breyting. Almenningi kann að virð- ast það fremur hastarleg breyting á þjónustuvenjum Handlæknisdeildar F.S.A., að Slysavarðstofu hennar skuli nú lokað á nóttunni og yfir helgar. Því er það, að þessi litla greinargerð er birt til skýringar um eðli máls- ins og til nokkurrar fræðslu fyrir almenning. I samantekt hefur hér ver- ið reynt að koma eftirfar- andi boðskap á framfæri: 1) Erfiðleikar á því að tryggja viðunandi mannafla til reksturs Slysavarðstofunn ar með því sniði, sem verið hefur á undanförnum árum, gera óhjákvæmilega þá breyt ingu, sem hér er boðuð. 2) Kostnaður samfélags- ins af því að halda uppi gæsluvakt til þess eins að taka á móti þeim fáu smá- slysatilfellum, — sem berast Slysavarðstofu F.S.A. á þeim tíma, sem hér um ræðir, er óhóflegur miðað við nýtingu, ekki síst þegar þess er gætt, að samtímis er greitt fyrir gæsluvakt í bænum. 3) Leikmenn geta sjálfir annast umönnun smárra áverka án þess óhagræði fylgi enda ætíð kostur á að leita álits læknis á dagtíma innan fárra klukkustunda. 4) Heimilislæknir (eða vaktlæknir) er jafnfær (venjulega færari en þeir mjög ungu læknar sem oft- ast taka á móti á Slysavarð- stofum á næturþeli) um að greina og lækna áverka og aðrir læknar þótt þeir starfi á sjúkrahúsi. 5) Handlæknisdeild F.S.A. er ætíð til reiðu hvenær sem er sólarhringsins með allan sinn mannafla, Skiptistofur og Skurðstofur fyrir þá sjúkl inga, sem ekki er unnt að veita jafngóða og örugga með ferð við önnur skilyrði. Ég vil því gera ráð fyrir því, að sú breyting á þjón- ustuvenjum Handlæknis- deildar F.S.A., sem hér er boðuð, muni ekki mælast illa fyrir hjá almenningi. Þvert á móti vænti ég þess, að það samfélag, sem á og rekur þessa stofnun og á rétt mæta kröfu á því, að þar sé ætíð sýnd ítrasta viðleitni til þess að veita bestu hugsan- lega þjónustu hverjum sem til hennar leitar, muni ekki hafa óhagræði eða tjón af þeirri óhjákvæmilegu breyt- ingu á þjónustuvenjum henn ar sem hér er lýst. Handlæknisdeild F.S.A. 7/4 75. Gauti Arnþórsson, yfirlælmir Vinnuskóli Akureyrarbæjar Allir unglingar, sem fæddir eru árin 1960, 1961 og 1962 og hafa hug á að sækja um skólavist á komandi sumri eru beðnir að skrá sig hjá Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar fyrir 2Í. apríl næstkomandi. Övíst er, hvort hægt sé að taka alla árgangana en það fer eftir fjölda umsækjenda. Umsóknum verður eltki veitt móttaka eftir 21. apríl n.k. GARÐYRKJUSTJÖRI.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.