Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Side 7

Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Side 7
Hrossaræktun Verkstjórar — Verkstjórar Aðalfundur Verkstjórafélags Akureyrar og ná grennis verður haldinn í kaffistofu Fataverk- smiðjunnar Heklu fimmtudaginn 17. apríl kl. 8.30 e. h. Verkstjórar, fjölmennið og fylgist með málum ykkar. STJÓRNIN. HÓFASKELLIR Hrossaræktin er það atriði, sem hestamönnum er mjög tíð rætt um og mjög skiptar skoð anir um, og oft finnst manni að það sjónarmið ráði hjá þeim mönnum, er rækta, að þeirra eigin hestar og þeirra kyn sé hið rétta og besta, og er þá oft vitnað í „einhvern11 klár, sem „einhverntíma“ kom af þess- um stofni og varð góður, jafn- vel þótt ‘að síðan hafi gengið óvaldir hestar í stóðinu og eng in hryssa verið tamin í manns aldur. Já, svona er nú ræktun- in á sumum stöðum, en svo er líka ræktun þar sem eingöngu eru notuð tamin og verðlaun- uð hross, enda lætur árangur ekki á sér standa á þeim stöð- um, og væri gaman að athuga þau mál. Margir álíta, að sú aðferð, sem besta möguleika gefi til skjóts og góðs árangurs, sé skyldleikaræktun, en aðrir stíla fyrst og fremst upp á, að einstaklingarnir, sem rækta á LAVELLA plastklæðning á hús KYIMNIST ÓTAL KOSTUIII LAVELLA FALLEG OG LÁTLAUS KLÆÐNING - ÞARF ALDREI AÐ MÁLA - ENGIN TÆRINGARHÆTTA - AUÐVELD í UPPSETNINGU - HENTUGAR LENGDIR - ER GEGNUMLITAÐ - VEÐRAST EKKI ENGIN SÉRVERKFÆRI TIL UPPSETNINGAR FALLEGIR, SlGILDIR LITIR - BEYGLAST EKKI ENN MÆTTI LENGI TELJA - SJÓN ER SÖGU RÍKARI HRINGIÐ OG SPYRJIÐ UM HVAR HÆGT SÉ AÐ SJÁ LAVELLA-HÚS OG ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA í NÁGRENN- INU, ÞVÍ AÐ YFIR 400 HÚS HAFA VERIÐ KLÆDD MEÐ LAVELLA Á UNDANFÖRNUM 6 ÁRUM. KYNNIST KOSTUM LAVELLA ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR HJÁ LAVELLA UMBOÐINU gndri hf. UMBOÐS- & HEILDVERSLUN Borgartúni 29, Reykjavík, Pósthólf 1128 Símar: 23955 og 26950. út af, séu nógu góðir, jafnvel þótt þeir séu alls óskildir. Ekki verður hér lagður nokkur dóm ur á þessar aðferðir, heldur gaman að athuga aðeins nokk- ur dæmi, og vil ég þá byrja að nefna þau tvö hross, sem ég tel tvímælalaust langbestu kynbótakripi, sem verið hafa, en það eru Nökkvi frá Hólmi og Síða frá Sauðárkróki, svo ólík, sem þau þó eru. Tökum Síðu fyrst til athug- unar; 1 hana hefir verið slett miklum aur, en einnig hlotið mikil verðlaun, þau mestu, er ein hryssa getur náð, en þann- ig er með alla, er skara fram úr, hvort heldur eru menn eða hestar, þeir stóru verða alltaf umdeildir og þá ekki spöruð stóru skotin, en þessi stórfall- ega hryssa hefir gefið okkur hugmynd um hvað hægt er að gera með einu hrossi í ræktun, henni hefir verið haldið undir hesta, óskylda, og alltaf gefur hún gæðinga, nægir að nefna Glæsi 656 undan Roða frá Skarði, Sörla 653 undan Feng 457, Hrafnkötlu undan And- vara 501, Hrafnhettu undan Eyfirðingi 654 og Hrafntinnu. Allt eru þetta stórglæsilegir gæðingar og bera Síðu þann dóm sem ekki verður hrak- inn, hvað svo sem sagt er, enda væri hver hestamaður sæmilega sæll þótt hann ætti ekki nema eitt af þessum hross um, en nú mun Sveinn eigandi Síðu og afkvæma hennar, vera byrjaður á að skyldleikarækta með þessum afkvæmum, og verður gaman að sjá, hvað þar fylgir á eftir. Þá skulum við aðeins líta til Nökkva 26. Saga hans var líka rykkjótt í gegnum árin, jafn- vel fékk hann á sínum tíma geldingardóm, en síðar talinn til hinna bestu og má fullyrða að þar hafi hann frekar átt heima, því ef menn fletta sýn- ingarskrám undanfarinna ára er hreint ótrúlegt, hve mörg hross eru þar út af, og undan honum og eru þau allsstaðar að af landinu og af hinum ó- líkustu stofnum, og víst er að þessi hestur hefur beinlínis breytt svipmóti hrossa í heil- um sveitum og ef þetta er ekki hinn eini dómur er standa skal og virkilega getur staðið, þá standa engir dómar, en meir^ íiPfídb^Sífeeniv ®d®eT ' ALÞÝÐUMAÐURINN - 7

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.