Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Side 8
*s
Útflutningsverðmæti minka-
skinna 80—90 millj. kr. í ár
Sl. sunnudag var haldin að
Hótel Varðborg skinnasýning
og keppni um bestu minka-
skinnin frá íslenskum minka-
búum. Að sýningunni stóðu
Búnaðarfélag íslands í sam-
starfi við Hudson’s Bay and
Anning LTD í London, sem
sér um fjármögnun sýningar-
innar, og í samráði við stjórn
Sambands íslenskra loðdýra-
ræktenda. Mikið af glæsileg-
um skinnum var þarna til sýn-
is, og fannst venjulegum leik-
manni þau vera öll jafnfalleg,
en dómarar sýningarinnar voru
á öðru máli, en þeir voru Sig-
urjón Bláfeld, ráðunautur frá
Búnaðarfélagi íslands, og
Barrie Phipps frá Hudson’s
Bay and Anning LTD.
Viðurkenningu fyrir besta
skinnabúnt sýningarinnar
hlaut Loðdýr hf. á Kjalarnesi
fyrir svört kvendýraskinn. Loð
feldur hf. á Sauðárkróki hlaut
sérstaka viðurkenningu fyrir
best verkaða skinnabúntið,
brún kvendýraskinn, Grávara
hf. á Grenivík hlaut sérstaka
viðurkenningu fyrir besta ein-
staka skinnið, hvítt kvendýra-
skinn, og Loðfeldur hf. á Sauð
árkróki hlaut viðurkenningu
fyrir besta staka karldýraskinn
ið, sem var villiminkaskinn.
Starfandi eru nú 7 minkabú
á landinu með um 11 þúsund
læður, og var útflutningsverð-
mæti skinna á fyrra ári 30 — 40
milljónir króna, en þá voru
flutt út um 20 þúsund skinn.
Árið 1975 er áætlaður útflutn-
ingur 30 — 35 þúsund skinn að
verðmæti 80 — 90 milljónir
króna, og búist er við batn-
andi markaðshorfum.
90% af fóðri því, sem not-
að er til að fóðra minkana, er
innlent og miklu ódýrara en
það innflutta, og telja erlendir
aðilar, að hvergi séu betri skil-
yrði í Evrópu til að rækta
mink en á íslandi. Minkarækt
er arðsamasta grein landbún-
aðar og skapar mestan gjald-
eyri án styrkja. Á Norðurlandi
eru 3 minkabú, á Grenivík,
Dalvík og Sauðárkróki.
ALÞYÐUMAÐURINN
----
45. árgangur - Akureyri, þriðjudaginn 15. apríl 1975 - 14. tbl.
Stofnun félags Frímerkjasafnara
Laugardaginn 19. apríl n. k.
boðar Landssamband ís-
lenskra frímrekjasafnara til
stofnfundar um félag frí-
merkjasafnara á Akureyri í
Hótel Varðborg. Verður stofn-
fundurinn haldinn kl. 14. Til
fundarins eru boðnir allir frí-
merkjasafnarar á Akureyri og
nágrenni, 15 ára og eldri.
Landssambandið var stofnað
árið 1968 og hefir m. a. á
stefnu sinni, að stofna til fé-
laga frímerkjasafnara um land
jið. Eru þegar nokkur slík starf
andi, og verið að stofna önnur.
LandSsambandið hefir gengist
fyrir frímerkjasýningum og
þátttöku frímerkjasafnara héð
s
SNJALLAR
STELPUR
Þessar þrjár ungu blómarósir
á meðfylgjandi mynd sátu ekki
iðjulausar um síðustu helgi. —
Þær höfðu fyrir helgina safn-
að saman ýmsum munum og
dóti í verslunum og heimahús-
um hér í bæ, og héldu síðan
heilmikla hlutaveltu í leikvall-
arhúsinu við Löngumýri, á
sunnudaginn. Mikil aðsólcn
var eins og sést einnig á mynd
inni, og varð innkoman á
hlutaveltunni 3.684 krónur,
sem þær örkuðu með út á Sól-
borg, og færðu vistheimilinu
peningana að gjöf. Þetta er
lofsvert framtak hjá þessum
ungu stúlkum, og eiga þær
þakkir skildar fyrir.
an á erlendum sýningum, m. a.
alþjóðlegum sýningum.
Hinn 23. janúar var stofnað
félag í Hafnarfirði og Garða-
hreppi, 21. apríl er boðið til
stofnfundar á Suðurnesjum og
eins og áður segir, á Akureyri
19. apríl. Eru safnarar á Akur-
eyri eindregið hvattir til að
mæta á þennan fund, til að
geta haft sín áhrif á gang mál-
anna þegar í upphafi og verið
með að móta félag sitt.
Á fundinum verður fyrst
tekin fyrir tillaga Landssam-
bandsins til stofnunar félags-
ins. Verði hún samþykkt, verð
ur lagt fram frumvarp að lög-
um félagsins og síðan gengið
til venjulegra aðalfundar-
starfa. Þá verður auk þess
stutt erindi flutt á fundinum
og fleira gert sér til gamans.
Þá verða kosnir fulltrúar fé-
lagsins á Landsþing L. í. F.,
sem haldið verður í Reykja-
vík, laugardaginn 14. júní. Um
þá helgi, eða 13.—15. júní,
mun L. í. F. halda frímerkja-
sýningu í Hagaskólanum, und-
ir nafninu FRÍMERKI - 75.
Á sama stað mun Myntsafnara
félag íslands auk þess gangast
fyrir myntsýningu þessa sömu
daga.
Öllum er það ljóst, að væn-
legar er til árangurs að starfa
að öllum málum í félagsskap
við aðra og er svo ekki síður
um frímerkjasafnara en aðra.
Er það því von okkar, að sem
flestir sjái sér fært að taka
þátt í tsofnun þessa félags.
(Frétt frá Landssambandi
íslenskra frímerkjasafnara).
/------
Kraftaverk að halda
flugvélunum í lagi
S
Talið frá vinstri: Bjarnveig Stef ánsdóttir, Sigríður K. Þorbjörnsdóttir og Bergþóra Pálsdóttir.
í nýútkomnum Flugfréttum
segir, að árið 1974 hafi farþega
tala á flugleiðum milli landa
lækkað nokkuð frá árinu 1973,
en farþegatala innanlands hafi
aftur á móti hækkað um að
meðaltali 10%. Þá er ákveðið,
að Loftleiðir noti eingöngu
flugvélar af gerðinni DC-8-63
í utanlandsfluginu næsta sum-
ar, en DC-8-61 hafa verið not
aðar að hluta, að undanförnu.
Einnig eiga að fara fram gagn
gerðar endurbætur á farþega-
rými BOEING 727, verður allt
áklæði endurnýjað, svo og
teppi á gólfum. Að sögn tækni
manna mun farþegarýmið líta
út sem nýtt væri, eftir þessar
gagngerðu breytingar. Þá er
haft eftir Einari Helgasyni,
framkvæmdastjóra innanlands
flugs, að við margvíslegan
vanda hafi verið að glíma, eft-
ir eldsvoðann á Reykjavíkur-
flugvelli, 13. janúar s. 1., en
þeir hefðu verið heppnir og
lítið um bilanir.
Reynslan hefur sýnt, að mest
er urn bilanir á fiugflota ixman
landsflugsins á vorin, en rætt
hefur verið við Flugmála-
stjórn, og þeir tekið mjög vel
í það, að gera ráðstafanir til
þess, að halda flugvöllunum
eins góðum og mögulegt er.
Einnig er haft eftir Einari,
að það nálgaðist kraftaverk,
að tæknideildarmönnum
skyldi hafa tekist að halda
flugvélunum í lagi í vetur,
þrátt fyrir varahlutaskort og
mjög erfiða vinnuaðstöðu.
Eftir upplýsingum, sem við
fengum hjá Erni Baldurssyni
á Akureyrarflugvelli, tekur
sumaráætlun F. í. á innan-
landsleiðum, gildi 1. maí n. k.,
og mun að venju verða um
verulega aukningu á flugi inn
anlands að ræða.
Verða pólsku
togararnir seldir
til Rússlands?
Skuttogararnir pólsku, sem
keyptir voru til landsins nú á
síðustu „gullaldarárum11 tog-
arainnflutningsins, eru aiiir
komnir á söluskrá. Rússneski
aðstoðarsj ávarútvegsráðherr-
ann var nýlega í heimsókn hér
á landi, í sambandi við 25 ára
afmæli MÍR, og er talið að þá
hafi þessi mál borið á góma.
Rússneski ráðherrann mun
hafa sýnt áhuga á togarakaup-
unum til ákveðins lands aust-
an tjalds, og er talið að það sé
Rússland. Þá munu íslending-
ar ekki eiga að fá að vera sjálf
ráðir gerða sinna í þessum við
skiptum, því það mun eiga að
slcikka okkur tii að kaupa jafn
marga skuttogara af pólverjum
í staðinn, af rninni gerð, tog-
ara, sem ekki er hægt að sýna
jafn milcið bókhaldslegt tap á
og gert er á stóru skuttogurun-
um.
Frétt þessi hefur ekki feng-
ist staðfest hjá viðkomandi
ráöuneyti, en henni hefur ekki
verið neitað. Ef þetta reynist
rétt, sem ástæða er til að ætla,
er hér aðeins um að ræða lítið
brbt af „afrekaskrá" Lúðvíks
Jósepssonar.