Alþýðumaðurinn - 29.10.1975, Síða 1
ALÞYÐUmAÐURINN
jQQfr =
Verður flugbrautin lengd
næsta sumar?
eðo eiga framkvæmdÍr að stranda á
25 milljónum króna?
45. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 29. okt. 1975 - 35. tbl.
Alþýðumaðurinn fregnaði það
fyrir nokkru, að til stæði leng
ing flugbrautarinnar á Akur-
eyrarflugvelli næsta sumar.
Af þessu tilefni hafði blaðið
samband við Agnar Kofoed
■s
HÚSBRUIMI AÐ ILLUGASTÖÐUM
Aðfaranótt síðastliðins sunnu Fnjóskadal og brann það til
dags kviknaði í einu af orlofs kaldra kola.
húsunum að Illugastöðum í Slökkviliðið á Akureyri
sendi einn bíl á staðinn, en
ekkert fékk hann að gert þar
sem á annan klukkutíma var
VIETAFLI Á GREINiEVIK
%
Mikið hefur verið að gera í
Frystihúsinu á Grenivík að
undanförnu og hefur verið
þar stanslaus törn í 5 vikur og
unnið bæði á kvöldin og um
helgar. Bátar hafa róið með
línu og aflað vel, að meðal-
tali með 3 til 5 tonn í róðri.
Október ætlar að verða met-
mánuður hjá Frystihúsinu,
því allar líkur eru á að aflinn
ætli að ná 300 tonnum, sem
þangað berst og verður það
þá það mesta, sem borist hef-
ur þangað á einum mánuði
eins og fyrr segir.
Rækjuvinnslan gengur vel,
tekið er á móti af einum bát
og hefur afli glæðst hjá hon-
um upp á síðkastið, og síðustu
róðrar verið ágætir.
í Frystihúsinu á Grenivík
vinna um 40 manns þar af 24
stúlkur.
Þá er mikið um bygginga-
framkvæmdir á Grenivík og
eru þar 5 einbýlishús í smíð-
um, sem byrjað var á síðast-
liðið vor og öll eru orðin fok-
held, einnig er verið að gera
við akvegi bæði í kauptúninu
og sveitinni. Þá má geta þess,
að í sambandi við könnun þá,
sem gerð var á byggðaþróun-
inni var Grenivíkur sérstak-
lega getið og vakin athygli á
þenslunni þar.
að fara og húsið brunnið að
mestu þegar að var komið.
Þarna var mildi að ekki fór
ver, því að í næsta húsi
sprungu rúður og þó stóð vind
ur frá húsunum sem næst
standa.
í samtali við Slökkviliðs-
stjóra kom það fram, að vafa-
samt er hvort nægilega langt
er á milli orlofshúsanna, sem
þarna standa, en í brunamála
samþykkt stendur að eigi
megi vera styttra en 12%
meter á milli óvarinna timbur
húsa.
Þá sagði slökkviliðsstjóri
einnig, að telja mætti það til
tíðinda að ekki hefði borist
útkall til slökkviliðsins nú á
annan mánuð, eða frá 18. sept.
sl., gagnstætt því, sem hefði
verið fyrrihluta þessa árs, en
þá léti nærri að brunaútköll
hefðu verið að meðaltali 2 á
viku.
Hansen flugmálastjóra og
spurði hann hvað hæft væri í
þessari frétt. „Það er með
þetta eins og byrinn fyrir
kónginn sem vill sigla,“ sagði
flugmálastjóri. „Þetta er í
annað skipti, sem Akureyrar-
völlur er settur á áætlun en
fjárveiting til flugvallarmála
er ekki nema rúmar 200 millj.
og það rétt nægir til að ljúka
einu verki á Sauðárkróki, svo
ekki eru miklar líkur á að af
lengingu brautarinnar verði
næsta sumar. Til fram-
kvæmda á Akureyrarflugvelli
eru til 10 milljónir króna svo
það varla borgar sig að byrja
með það, en dælan sem notuð
var á Sauðárkróksvelli verður
flutt til Akureyrar að vori.
„Hugmyndin er að koma Ak-
ureyrarflugvelli upp í 2000
metra,“ sagði flugmálastjóri,
„og hefði þurft að vera fyrir
mörgum árum.“ „Hann hefur
verið varavöllur fram að
þessu, en nú tekur Sauðár-
króksvöllur við þó malarvöll-
ur sé, því hann er kominn í
2000 metra lengd.“
Það liggur því ljóst fyrir að
25 milljónir króna vantar til
að Akureyrarflugvöllur geti
þjónað sínu fyrra hlutverki og
er hér um verðugt verkefni
að ræða fyrir ráðamenn stað-
arins að knýja á með fjárveit-
ingu til þessara mála.
S
Gerð nýju hafnar-
innar gengur vel
Nýja hafnarmannvirkið við Strandgötu.
Ljósmynd: Páll
I viðtali við Hafnarstjóra kom
það fram að unnið er af full-
um krafti að gerð nýju hafn-
arinnar sunnan Strandgötu og
er verið að ljúka við að reka
niður 140 metra langt stálþil
og með því er náð ákveðnum
áfanga í gerð hafnarinnar.
Dýpi við hafnargarðinn er um
9 metrar. Haldið verður
áfram að vinna við að ganga
frá festingum á þilinu í vetur,
en 22 metra langir stálboltar
eru festir í öfluga bita efst á
stálþilinu og eru síðan festir í
stórar steyptar akkerisplötur
í landi. Áætlað er, að lokið
verði við þennan áfanga um
mitt næsta sumar og geta þá
skip farið að athafna sig við
hafnargarðinn.
Einnig verður í vetur unnið
við frekari dýpkun við garð-
inn og er efni það sem þannig
fæst notað til uppfyllingar
innan við stálþilið.
Verk þetta hefur gengið
ágætlega í haust og hefur Ak-
ureyrarbær tryggt fjármagn
með lántöku hjá Hambros-
banka í London og þar1 * * * * * * * 9 með
er séð fyrir endann á þessari
mannvirkjagerð, enda tími til
kominn.
Ertu að byggja?
Þarftu að bæta? Viltu breyta?
ÍBÚÐIN
Strandgötu 13. — Sími: 2-24-74.
Alltaf eitthvað nýtt! FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Nýjar vörur í viku hverri!
KJÖLAR OG PILS 1 ÚRVALI. Steindór Gunnarsson, lögfræðingur.
KLEOPATRA
Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.