Alþýðumaðurinn - 29.10.1975, Qupperneq 2
: Útgefandi: AlþýÖuflokksfélag
, tr\ VI Akureyrar. — Ritstjóri og ábm.
/—1 l/yj L Hjörleifur Hallgríms.
ALÞÝÐUMAÐURINN
Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9. — Sími: 1-13-99.
Siðferði
blaðamanna
siðferði
embættismanna
I síðasta íslendingi birtist bráðfyndinn leiðari um bernsku-
brek tveggja aldamótamanna og hugleiðingar í framhaldi
af þeim um siðleysi í íslenskri blaðamennsku. Leiðara-
höfundur er sannfærður um, að Morgunblaðið og Halldór
Blöndal séu nú næstum ein um að halda hátt á lofti merki
íslenskrar blaðamennsku og er það út af fyrir sig ekkert
athugavert þótt enn sannist fornkveðið, að hverjum þyki
sinn fugl fagur. Nú er það ekkert deilumál, að íslensk blöð
hafa í seinni tíð orðið vægorðari — ekki tekið eins stórt
upp í sig og áður tíðkaðist — bersögli þeirra er miklum
mun minni en áður tíðkaðist — en þar fyrir þurfa þau ekki
að vera hótinu betri í siðferði sínu eða blaðamenn nú
betur siðferðir en starfsbræður þeirra fyrr á árum.
I grein einni í næstsíðasta tölublaði Alþýðumannsins
var bent á þann meginvanda, sem þeim er fyrir höndum,
sem vill fletta ofan af misferli opinberra aðila eða mis-
tökum. Vandinn er sem sé sá, að sönnunarskylda Iaganna
er svo ströng, að nánast er ómögulegt að ná til opinberra
embættismanna þar sem þeir sitja einir uppi með þær
upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að upp-
lýsa mál á hendur þeitn. Þess vegna verða blaðamenn
oftast að fara þá leiðina að spyrja en vitaskuld getur spurn-
ing komið miklu róti á hugi manna. Sjálfsagt eru leiðara-
höfundum Islendings kunnar þær aðferðir fornra spek-
inga suður við Eyjahaf, að spyrja í sífellu þar til and-
stæðingarnir komust í þrot. Á sama hátt verða þeir að
sætta sig við að verða spurðir og það bætir þeirra málstað
ekkert þótt þeir hrópi upp um níð og rógsherferðir. For-
maður Kröflunefndar er ekki lítill strákur í indíánaleik
heldur opinber embættismaður á Islandi á tuttugustu öld
og verður að sætta sig við að þurfa að standa almenningi
skil á gerðum sínum. Alþýðumaðurinn spyr enn á ný:
Liggja fyrir lokatölur um virkjunarkostnað? Hver hefur
kostnaður verið við nefndarstörf? Hver er þóknun Kröflu-
nefndar? Hver kostar tíðar utanferðir formanns nefndar-
innar og ættingja hans? Þetta eru spurningar, sem al-
menningur á heimtingu á að vita svarið við. Það er liðin
tíð ,að embættismenn geti komist upp með það, sem þeim
sýnist. Almenningur á heimtingu á að vita allan sann-
leikann í Kröflumálinu — ekki hálfan sannleikann heldur
allan sannleikann. Á alþingi komu um daginn fram mjög
alvarlegar ásakanir á Kröflunefnd og þeim verður væntan-
lega fylgt fram af enn meiri festu innan skamms. Það er
gersamlega þýðingarlaust fyrir jábræður Jóns Sólnes að
reka upp einhver ramakvein hneykslunar. Þeir verða að
gera betur. Þeir verða að fara að svara þeim spurningum,
sem til þeirra er beint. Það er ekki hægt að fela alþingis-
menn eins og þeir væru smákrakkar, sem ekki eru færir
um að tala og svara fyrir sig. — B.H.
2 — ALÞÝÐUMAÐURINN
Fyrstur með íþróttafréttir helgarinnar
ÍÞRÚTTIR
Draumurinn úti?
Síðastliðin helgi var dökk fyr-
ir akureyskan handknattleik.
Bæði KA og Þór töpuðu fyrir
einu af þeim f jórum liðum sem
fyrir fram hafa verið talin
hvað sterkust í II. dei'Id. Greini
legt var að bæði liðin eru ekki
komin í form. KA sem nánast
átti allan leikinn brást gjör-
samlega á síðasta korterinu.
Þór lék svo einhæfan hand-
knattleik að það dugði þeim
ekki þó ÍR-ingar væru einum
færri.
Það kom í liós á laugardag-
inn, er KA mætti ÍR í hand-
knattleik að bað var stórt
skarð sem Geir Friðgeirs skildi
eftir sig, er hann fór úr liðinu.
Þegar mest á reyndi að halda
því, sem unnið var, vantaði
þennan trausta, rólega og
reynda leikmann sem svo oft
átti stærsta þátt í velgengni
KA-liðsins í fyrra. Fyrsta mark
leiksins skoraði Guðjón Mar-
teinsson fyrir ÍR strax á fyrstu
mín. Halldór R. jafnar fyrir
KA strax á eftir. Á fjórðu mín.
kemur Hermann Har. KA yfir
með laglegu marki eftir góða
sendingu frá Þorleifi „Leibba“.
Helst leikurinn síðan jafn, 2:2,
2:3, 3:3 og með laglegu marki
kemur Halldór KA aftur yfir.
Er tuttugu mín. eru liðnar af
leiknum, er staðan orðin 5:5.
Næstu sjö-mín. sendu leik-
rnenn KA boltann fimm sinn-
um í mark ÍR, án þess að þeim
tækist að svara fyrir sig. Fyrir
leikhlé tókst þó ÍR-ingum að
skora þrjú mörk, en Hörður
og Ármann bættu sitt hvoru
markinu við fyrir KA, þannig
að staðan var 12:8 í leikhléi
fyrir KA.
En kálið er ekki sopið, þó í
ausuna sé komið, og það átti
eftir að sannast á þeim þrjá-
tíu mín., sem enn voru eftir af
leiknum.
Fljótlega í upphafi síðari
hálfleiks var Herði vísað af
leikvelli í tvær mín. og Hall-
dóri stuttu síðar, þannig að KA
var tveimu rmönnum færri en
ÍR. Tókst ÍR-ingum að minnka
muninn niður í tvö mörk.
Leibbi og Halldór juku hann
þó aftur í 14:10. Er hálfleik-
urinn var hálfnaður, skorar
Gunnlaugur 14. mark ÍR, en
Jóhann Einarsson svarar með
Vissulega eru þetta hlutir,
sem má laga; liðin hafa aðeins
leikið tvo leiki I Islandsmótinu.
Að lokum: Það xeiv.
teljast „aðdáunarverð“ ráð-
stöfun af hlutaðeigandi yfir-
völdum aða senda bæði þau
sunnanlið, sem talin eru sterk-
ust, norður i unnhafi móts. IR
um síðustu helgi og KR um
aðra helgi. Þau koma vel volg
úr Reykjavíkurmótinu. Snið-
ugur leikur þetta.
i
17. marki KA. 15. mark IR
skorar Ágúst Svavars. strax á
sömu mín. og á 18. mín. skor-
ar Vilhjálmur Sigurgeirsson
það 16. úr víti.
Hörður H. skorar 18. marlc
KA, en enn skorar Vilhjálmur
úr víti, 18:17. Hörður skorar
svo síðasta mark KA á 21. mín.
19:17. Á níu síðustu mínútun-
um er það svo, sem allt hrekk-
ur í baklás hjá liðinu og ÍR-
ingarnir ná að jafna 19:19,
Áður en þessi leikur hófst var
IR búið að leggja að velli lið
KA daginn áður og ætluðu
margir, að Þór myndi samt
taka ÍR, en raunin varð önnur
og Reykjavíkur-liðið vann ör-
uggan sigur sem virtist sjaldan
vera í hættu.
Þór byrjaði á að skora tvö
fyrstu mörkin og komast í 3:1
eftir 6 mín. leik. Góð byrjun
það og lofaði góðu, en það
vantaði bara framhaldið og ÍR
tekur góðan sprett og skorar
4 mörk í röð og kemst því í
3:5. Þórsarar jafna síðan 5:5
og liðin skiptast á að skora
fram að hálfleik; þó voru ÍR-
ingar alltaf fyrri til og stóðu
uddí með 1 mark yfir í hléi,
9:8. Til marks um getuleysi
Þórsara í hálfleiknum, þá gerði
Þorbjörn 5 af 8 mörkum liðs-
ins!
I seinni hálfleik hélt IR á-
fram að aulca forskot sitt og
um miðjan hálfleik var staðan
orðin 14:11 fyrir ÍR. Á næstu
7 mín. gera svo aðkomumenn
út um leikinn með að gera 4
mörk í röð, án svars frá Þór.
með marki Vilhjálms úr víti á
25. mín. og komast yfir þrem
mín. síðar með marki Ágústar.
Það var svo gamla kempan,
Gunnlaugur Hjálmarsson, sem
átti síðasta markið í leiknum.
ÍR sigur í höfn 21:19.
Mörkin: KA: Halldór, 8 (2
v.), Hörður H. 4, Leibbi og Ár-
mann 2 hvor. Eitt mark skor-
uðu þeir Hermann H., Jóhann
Einars og Sigurður S.
ÍR: Brynjólfur Markússon 5
(1 v.), Vilhjálmur Sigurgeirs-
son 5 5 v.), Ágúst Svavarsson,
4, Gunnlaugur Hjálmarsson 3,
Bjarni Hákonarson 2. Eitt
mark skoruðu Guðjón Mar-
teinsson og Sigurður Svavars-
son.
Markmenn: KA: Magnús
Gauti var í markinu allan leik-
tímann. Varði hann sæmilega,
einkum í fyrri hálfleik.
IR, þar stóð Jens Einarsson
í markinu allan tímann. Var
hann mistækur í fyrri hálfleik,
en varði vel, er líða tók á leik-
inn.
Dómarar: Gunnar Kjartans-
son og Grétar Vilmundarson.
Á heildina komust þeir vel frá
leiknum, mistækir sem og
mannlegt er, en ekki þó svo
að annað liðið hagnaðist um-
fram hitt. — jeg.
Síðustu 6. mín. skoraði svo
hvort liðið 4 mörk.
Eitt er vert að minnst á,
þegar einn eða jafnvel tveir
menn hjá IR voru reknir af
velli, tókst Þórsurum aldrei að
nýta sér það. Þeir voru stöð-
ugt með hnoð og barning upp
miðjuna, þar sem vörn IR var
hvað þéttust, í stað þess að
dreifa spilinu og nýta breidd
vallarins og opna með því ÍR-
vörnina. ÍR-ingar brugðu til
þess ráðs, að taka ,,fallbyssu“
Þórs úr umferð, og varð sókn-
arleikur þeirra mjög vandræða
legur og fumkenndur fyrir vik-
ið. Svo spilar annar hlutur inn
í þetta, sem er markvarslan, en
hún er sögð geta ráðið úrslit-
um leikja. Og ekki ætla ég að
deila um það, þar sem þetta
er nálægt sanni, og ef ÍR hefur
unnið á einhverju, þá er það
einmitt á henni. Markvörður
þeirra, Jens Einarsson, var svo
sannarlega í „essinu“ sínu í
þessum leik, ekki síst í seinni
hálfleik. Hann varði yfir 20
skot — af línu, langskot, skot
KA-ÍR 19:21 (12:8)
Þór-ÍR 15:22 (8:9)