Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Síða 5
Aðalfundur KEA Á mánudaginn hófst aðal- fundur KEA og voru 204 full- trúar frá 20 deildum mættir til fundarins. I upphafi fundarins flutti formaður félagsins Hjört ur E. Þórarinsson skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Kom þar fram, að fjárveiting- ar félagsins á árinu höfðu num ið 341,220 þúsundum króna í hátt stjórnartengslum starfs- fólks í samvinnufélögunum og Sambandinu skuli fyrir komið. Telur fundurinn eðlilegt, að aðalfundur Sambandsins kjósi nefnd, er geri tillögur um þetta málefni og leggi þær til- lögur fyrir aðalfundi sam- vinnufélaganna og Sambands- ins vorið 1977. Úr stjórn áttu að ganga Jón Hjálmarsson, Villingadal og Gísli Konráðsson, Akureyri, en voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn félagsins eru Hjörtur E. Þórarinsson, formaður, Sig- urður Óli Brynjólfsson og Krist inn Sigmundsson. Lömunarveiki- bólusetning Almenn bólusetning gegn lömunarveiki fer fram í Læknamiðstöðinni, Hafnarstræti 99, Ak. dagana 9. júní n. k. fyrir íbúa Norður- og Suðurbrekku, 10. júní n. k. fyrir íbúa Glerárhverfis og 111. júní n. k. fyrir íbúa á Oddeyri og í Innbænum. Bólusetningin fer fram kl. 17 —19 alla dagana. Fólk er vinsamlegast beðið að talca með sér bláu bólusetningarskírteinin. HEILSUVERNDARSTÖÐIN A AKUREYRI. Verðlaunahafar Flugleiða og Æskumnaf til Stokkhólms sem unnið var að á árinu, er nýja mjólkurstöðvarbyggingin. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arnþórsson las reikninga fé- lagsins og gerði grein fyrir rekstri þess. Heildarvelta fé- lagsins og fyrirtækja þess jókst um 43,5%, frá fyrra ári úr 5,477 millj. króna í 7,9 mill- • jarða króna. Heildarlauna-1 greiðslur félagsins og fyrir-1 tækja þess á s. 1. ári námu röskum 900 millj. króna, en fastir starfsmenn í árslok voru 717. Rekstrarafkoma félagsins varð til muna betri en á næst- liðnu ári. Til ráðstöfunar á aðalfundi varð rekstrarafgang- ur að upphæð 29,9 millj. kr., en þá höfðu eignir félagsins verið afskrifaðar um samtals 87,6 millj. króna. Aðalfundur samþykkti að af rekstraraf- gangi skyldi leggja 3 millj. kr. í Menningarsjóð KEA og 3 millj. kr. til Starfsmannafélags KEA vegna byggingar sumar- húsa. Þá var samþykkt að fært skyldi í reikninga félagsmanna 3% arður af úttekt félags- manna í Stjörnu apóteki, og í stofnsjóð félagsmanna skyldi leggja 3% af ágóðaskyldri út- tekt þeirra á árinu 1975. Á- ætlað er að apoteks-arðurinn nemi um 2 millj. kr. og arður í stofnsjóð inn 20 millj. króna. Samþykkt var að breyta nú- verandi verslun KEA á Siglu- firði í venjulegt verslunarúti- bú. I skýrslu Menningarsjóðs KEA kom fram, að úthlutað var 10 styrkjum að upphæð 1.130 þús. þar af hlaut Krist- ján Jóhannsson 300 þús. kr. Axel Gíslason, framkv.stj. flutti erindi um atvinnulýð- ræði og urðu allmiklar um- ræður um það efni og svofelld ályktun samþykkt: Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga haldinn á Akureyri 31. maí og 1. júní 1976 fagn- ar því að ítarlegar umræður fari nú fram innan samvinnu- hreyfingarinnar um atvinnu- lýðræði og ályktar að æskilegt sé að hreyfingin marki sam- eiginlega stefnu um á hvern Eins og mörg undanfarin ár efndu Flugleiðir hf. og barna blaðið Æskan til sameigin- legrar verðlaunagetraunar sl. vetur. Verðlaunagetraunin, sem var í formi spurninga- keppni, birtist í barnablaðinu Æskunni og var þátttakan mjög mikil. Alls bárust nokk- uð á áttunda þúsund svör, en Æskan er gefin út í um 18.000 eintökum. Fyrir nokkrum dögum var dregið úr réttum lausnum og hlutu 1. verðlaun, ferð til Stokkhólms, þau Rögnvaldur Guðmundsson, Vitastíg 12, Bolungarvík, 12 ára, og Guð- björg Ósk Friðriksdóttir, Hraunsteini 47, Vestmanna- eyjum, 11 ára. Flugferðir innanlands hlutu Valdimar Þorkelsson, Freyju- götu 1, Reykjavík, Sigurður R. Þrastarson, Sólbrekku 21, Húsavík, Sigurður K. Ásgeirs- son, Seljalandsvegi 76, ísa- firði og Helga Jónsdóttir, Hafnarbraut 2a, Hornafirði. Bókaverðlaun hlutu Guðrún Brynjarsdóttir, Ekrustíg 6, Aðalfundir Almenna bókafé- lagsins og styrktarfélags þess Stuðla h.f. voru haldnir 26. maí sl. Formaður Almenna bókafé- lagsins Karl Kristjánsson gerði grein fyrir störfum stjórnar sl. starfsár. Þá ræddi hann framkvæmdastjóraskipti en Baldvin Tryggvason lögfræð- ingur lét af starfinu eftir 16 ára starf. Brynjólfur Bjarna- son rekstrarhagfræðingur hef- ur nú tekið við framkvæmda- stjórastarfi AB. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri gerði grein fyrir reikn- ingum félagsins og rekstri. Á árinu gaf AB út alls 29 bækur þar af 7 bækur í bóka- klúbbi félagsins. Mikil söluaukning varð á árinu 1975 hjá Bókaútgáfu AB eða um 98.4%. Er þar bæði um að ræða mikla aukningu í bókabúðum en á undanförn- um árum hefur starfsemi fé- Neskaupstað, Margrét Kára- dóttir, Suðurgötu 75, Siglu- firði, Guðrún Einarsdóttir, Eiðum, S.-Múlasýslu, Sumar- liði Már Kjartansson, Viðar- holti, Akureyri, Finnur Lúð- víksson, Melagötu 5, Neskaup- stað, og Kristján Kristbjarn- arson, Hlíðarendavegi la, Eski firði. Þau Guðbjörg Ósk og Rögn- valdur Guðmundsson héldu til Stokkhólms 24. maí sl. ásamt ritstjóra Æskunnar og blaða- fulltrúa Flugleiða. Neysla sterkra drykkja og veikra vína hefur síðan 1968 vaxið um 2 lítra á mann í Finnlandi miðað við hreint áfengi. Hvað viðkemur öli er aukningin 1.4 lítrar. Klaus Mákela og Esa Österberg á áfengisrannsóknastofnuninni í Helsingfors rita um þetta í síð asta tölublað tímaritsins Alko lagsins breytzt þannig, að all- ar bækur þess eru seldar á einu og sama verði nema klúbbbækurnar, sem ekki eru til sölu í bókaverzlunum. Þá jókst starfsemi Bókaklúbbs AB mikið á árinu. Á umliðnum árum hefur AB tekið þátt í hinni miklu bóka- sýningu í Frankfurt og hefur ýmist eitt sér kynnt þar ís- lenzkar bækur eða í sam- vinnu við aðra. Nú síðastliðin ár með tilstyrk Útflutnings- miðstöðvar íslenzks iðnaðar. Á sínum tíma seldi AB á slíkri sýningu um 30.000 ein- tök af bók sinni Surtsey til nokkurra erlendra útgefenda. Frá stofnun Bókaútgáfu AB eða frá árinu 1955 hefur félagið gefið út rúmlega 400 bækur, auk fjölda bóka í end urútgáfum. Láta mun nærri að seld eintök séu nokkuð yfir 1 milljón, sem þýðir að hvert heimili á íslandi á að meðaltali um 20 AB bækur. IÞROTTIR 2. deild ÍBÍ og Selfoss skyldu jöfn, 1:1, í jöfnum leik, sem var fremur lélegur knattspyrnulega séð — mikið um háa bolta. Haukar áttu hins vegar í hinu mesta basli með frískt lið Völsunga en leikurinn endaði 1:1. Þó Haukar ættu reyndar meira í honum voru þessi úrslit sann gjörn. Svo er það martröðin Reynismenn. ÍBV-Reynir 8:0! Staðan í leikhléi var 3:0 og gátu mörkin hæglega orðið fleiri. Það er ljóst að Reynir holpolitikk. Greinin fjallar um milliölsvandamálið og mögu- leikana á auknum hömlum á dreifingu öls en það var gefið frjálst frá 1. janúar 1969. Milliöl er nú selt í 16 til 17 þúsund verslunum víðs vegar um landið. Hvað gerðist eftir breytinguna 1969? Áfengis- neysla jókst um meira en helm ing á tímabilinu 1968 til 1974. Miðað við hreinan vínanda hefur neyslan vaxið um 3.57 lítra á ári á mann. Tæplega 2/5 af aukningunni urðu árið 1969 og var meginhluti aukn- ingarinnar bundinn ölinu. Það lítur út fyrir að árið 1969 hafi Finnland skyndilega breyst í ölland. Hlutur ölsins í heildarnotkuninni jókst ^ einu ári frá 33% í 50%. Þeim mun athyglisverðara er þetta þeg- ar þess er gætt að áfengisneysl an í þessu öllandi næstu 5 ár- in jókst um 32 lítra af hreinu áfengi á mann. í hinu gamla brennivínslandi, Finnlandi, jókst neysla áfengra drykkja um aðeins 0.35 lítra á mann á árunum 1938 til 1968. Vísindamennirnir benda á að hægt sé að takmarka áfeng isneysluna með strangari áfengislögum en jafnframt þurfi að gæta þess að áfengis- neyslan færist ekki meira en orðið er yfir í drykkju sterks öls. Áhrifaríkasta framkvæmd in, sem völ sé á, til að draga úr áfengisneyslu sé að hætta framleiðslu sterks öls. Áfcngisvarnaráð. mun berjast harðri baráttu á bökkum falls í sumar. Vest- mannaeyingar sýndu í þessum leik að þeir verða „djöfulleg- ir“ viðureignar í sumar og eru nokkuð öruggir um að hljóta efsta sætið hér eftir. Þau lið sem mest koma til greina að hljóta annað sætið leika um næstu helgi — Þór gegn Ár- manni. 1. deild í 1. deild voru leiknir 2 leikir á laugardag en svo fara hin- ir leikirnir í umferðinni fram á þriðjudaginn. Valur, sem flestir spá sigri í 1. deildinni, sýndi það ótvírætt á laugar- daginn að þeir eru orðnir stór veldi á ný og nú „rassskelltu“ þeir íslandsmeistara ÍA svo um munaði — 6:1 - (2:1) — annað eins afhroð hefur Akra nes ekki þurft að bíða lengi. Já, leikmenn Vals sýndu leik- mönnum íslandsmeistaranna ekki nema svona hæfilega virðingu og léku þá grátt þó sér í lagi í seinni hálfleik. Það hefur ekki oft skeð að leik- menn ÍA hafi verið í „stadista“ hlutverkinu en það voru þeir svo sannarlega í þessum leik. Mörk sigurvegaranna skorðu markakóngarnir Guðmundur Þorbjörnsson, sá nýi, og Her- mann Gunnarsson, sá gamli. Skoruðu 2 hvor og Ingi Björn Albertsson og Atli „htli“ bróð ir Jóhannesar Eðvaldssonar 1 hvor. Er Valur þá kominn með 9 stig í 5 leikjum og markahlutfallið sérlega glæsi legt 16:4. Síðan kemur ,kippa‘ af liðum og staðan þar enn mjög óljós. ÍBK varð fyrir enn einu áfallinu á laugardaginn og gengur nú hvorki né rekur hjá liðin og urðu nú leikmenn liðs Bikarmeistaranna að bíta í það súra epli að tapa á heima velli fyrir nýliðum UBK 1:2 í fremur tilþrifalitlum leik, sem að mestu fór fram á miðju vall arins. Ekki voru þessi úrslit til þess að gera stöðuna ljós- ari í deildinni nema hvað nú er staða þróttar mjög veik eft- ir 0:2 tap fyrir FH á Kapla- krika nú í fyrri viku í léleg- um leik. Þróttarar hafa verið ákaflega óheppnir í deildinni fram að þessu, en þúast má við að liðið lendi í basli í sum- ar með sitt unga lið. MÞ/SA. Finnskir vísindamenn vilja banna sterka ölið í Finnfandi Sölúaukning varð 98,4*%» ALÞÝÐUMAÐURINN — 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.