Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Qupperneq 6
^ ........ —
Fara Sléttubæirnir í eyði vegna
rafmagnsleysis og lélegs aðbúnaðar?
- Byggðarstefnan blasir við
"S
Á sama tíma og karpað er um
raforkumál Norðlendinga, raf
magnssvelti og síðan mikla
umframorku, sem enginn veit
hvað á að gera við með til-
komu Kröfluvirkjunar, er
ástandið þannig á þeim ábúð-
ar bæjum, sem ennþá eru á
Melrakkasléttu að ekkert blas
ir við annað en þeir verði að
eyðibýlum eins og allir hinir,
sem voru í blómlegri byggð
fyrir allmörgum árum síðan.
Búið er ennþá á 4 bæjum á
Sléttu og verða þeir allir a(ð
notast við rafmagnsmótora,
sem fullnægja hvergi nærri
raforkuþörfinni. Þó er ríkis-
rafmagn á öllum bæjum í
Leirhöfn, sem er ca. 20 km. í
burtu og hefði það einhvern-
tíma ekki staðið í þeim orku-
ráðherrum, sem setið hafa
síðastliðin ár, að taka ákvörð-
un um slíkan „spotta“, slík
hefur ævintýramennskan ver
ið á sumum sviðum. Og ekki
hafa Sléttubúar beðið um
neina Borgarfjarðarbrú.
í stuttu máli má lýsa ástand
inu á fyrrgreindum bæjum
þannig, að vegna rafmagns-
skorts er alls ekki hægt fyrir
bændur að hafa súgþurrkun,
sem er þó bráðnauðsynleg
vegna votviðrasamrar veðr-
áttu oft á tíðum. Þvottavélar
og hraðsuðukatlar ganga ekki,
en hrærivélar munu hökta
með harmkvælum og blikk-
andi ljósum. Eldað er á kola-
vélm svo engin ung húsmóðir
fæst lengur til að setjast
þarna að. í útvarpi heyrist
afar illa og varla er hægt að
tala um sjónvarp, slík eru
skilyrðin. Símamálin eru óvið
unandi svo „hver og einn gæti
drepist þarna“ svo orðrétt sé
haft eftir heimildarmanni
blaðsins.
Hver tryði því að óreyndu
að þetta væri lýsing á ástand-
inu í íslenskri sveit árið 1976?
Þetta er hvað verst vegna
þess, að þarna á Sléttunni eru
miklar og búsældarlegar jarð
ir, þarna er hægt að vera með
mikinn fjárbúskap, silungs-
veiði er góð, æðarvarp mikið,
rekaviður og selveiði svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þó búsældin sé þetta mikil
má það samt ljóst vera, að á
Sléttubæjunum fjórum verð-
ur ekkert mannlíf að nokkr-
um árum liðnum og verður þá
mikil og búsældarleg sveit
komin algjörlega í eyði ef ekki
verður skjótt við brugðið og
ábúendum gert kleyft að lifa
á mannsæmandi hátt.
ALÞYÐUMAÐURINN
. —-----------
46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 9. júní 1976 - 21. tbl.
“S
KEA 90 ÁRA
í síðastliðinni viku fagnaði
Kaupfélag Eyfirðinga 90 ára
afmæli sínu með hátíðadag-
skrá í sambandi við aðalfund
félagsins. Fundurinn hófst
mánudaginn 31. maí en á
þriðjudaginn 1. júní fór há-
Ráðirm skipstjóri
Eins og kunnugt er, gengu
Húsvíkingar inn í skuttogara-
kaup, sem Vestmannaeyingar
voru búnir að gana frá fyrir
sig. Skuttogari þessi er smíð-
aður í Skipasmíðastöð Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi og
er um 300 tonn að stærð.
Kaup á skuttogara er búið
að . vera mikið áhugamál hjá
Húsvíkingum og hefur áður
verið sagt frá því hér í þessu
blaði og deilt á fyrirgreiðslu-
pólitík þess opinbera í því
máli.
Húsavík er einn af fáum
stöðum á landinu, sem tók
hlutina í réttri röð, það er, að
fyrst var aðstaðan í landi
byggð upp en síðan var farið
fram á að fenginn yrði skut-
togari til að afla hráefnis. Illa
gekk í fyrstu en nú virðist það
mál komið í höfn. Byrjað er
að ráða mannskap á nýja skip
ið og hefur skipstjóri þegar
verið ráðinn, en hann mun
verða Benjamín Antonsson
frá Akureyri, sem nú er 1.
stýrimaður á Svalbak.
tíðadagskráin fram í Sam-
komuhúsinu að viðstöddu fjöl
menni og hófst hún með
ávarpi kaupfélagsstjóra, Vals
Arnþórssonar, en síðan minnt
ist Hjörtur E. Þórarinsson,
stjórnarformaður KEA, 90
ára afmælisins. Jakob Frí-
mannsson, fyrrv. kaupfélags-
stjóri, minntist 100 ára af-
mælis Hallgríms Kristinsson-
ar, fyrrv. kaupfélagsstjóra, og
siðan flutti listafólk héðan úr
bæ tónlist, ljóð og söng. Síð-
degis á þriðjudeginum var
lagður hornsteinn nýju Mjólk
urstöðvarinnar, sem KEA er
að reisa við Súluveg og gerði
það Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðarráðherra.
Það er þó ekki fyrr en 19.
júní næstkomandi, sem Kaup
félag Eyfirðinga Akureyri er
90 ára, en þann dag árið 1886
komu saman nokkrir bændur
úr Eyjafirði frám, og efndu
til fundar að Grund til stefnu
markandi viðræðna um hvern
ig haga skyldi verslun og við-
skiptum á sumri komandi,
það ár.
Saga Kaupfélags Eyfirðinga
síðastliðin 90 ár er viðburða-
rík allt frá fyrstu árunum,
sem voru erfið og skuldir hlóð
ust upp. Árið 1904 fór Hall-
grímur Kristinsson, sem þá
hafði tekið við stjórn Kaupfé-
lagsins, utan til Danmerkur
að kynna sér skipulag sam-
vinnuhreyfingarinnar. Við
heimkomuna varð mikil skipu
lagsbreyting og hagur félags-
ins óx og dafnaði, og hefur
gert síðan allt fram á þennan
dag, að Kaupfélag Eyfirðinga
Akureyri er lang stærsta og
voldugasta kaupfélag lands-
ins. .
%
Kristni og þjóðlíf"
Hús Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri á horni Hafnarstr. og Kaupvangsstrætis, byggt árið 1930.
//
Menntamálanefnd þjóðkirkj-
unnar gengst fyrir ráðstefnu
um kristni og þjóðlíf í Skál-
holti dagana 18.—20. júní.
Framsöguerindi verða flutt
í Ríkisútvarp dagana 4., 11. og
15. júní. Málshefjendur verða
dr. Björn Björnsson prófessor,
sem ræðir um „lilutverk kirkj
unnar í íslensku nútímaþjóð-
félagi“, Haraldur Ólafsson
lektor, sem talar um „stöðu
kirkjunnar í íslensku nútíma-
þjóðfélagi“, og dr. Páll Skúla-
son prófessor sem ræðir um
„áhrif kristni á þjóðlíf1. Á ráð
stefnunni verður fjallað síðar
um erindin í umræðuhópum.
Gert er ráð fyrir að þátttak
endur verði um 40 úr ýmsum
stéttum og þjóðfélagshópum.
Um 20 félagasamtök hafa
ákveðið að senda fulltrúa á
ráðstefnuna.
Umsóknir um þátttöku send
ist Biskupsstofu og eru þar
veittar nánari upplýsingar.
Þakkir sendar
Sunnudaginn 30. maí sl. var
sýning á föndurvinnu gamla
fólksins á Elliheimili Akur-
eyrar, sem var í senn fjöl-
breytt og falleg og sýnir,
hvað gera má séu góðir leið-
beinendur fyrir hendi og
áhugi glæddur á föndvinu
meðal gamla fólksins.
í vetur hafa þær Ragnheið
ur Kristinsdóttir og Björg
Ólafsdóttir leiðbeint gamla
fólkinu og vill það hér með
þakka þeim innilega hjálpina
og lipurð alla.
Jafnframt sýningunni var
kaffisala í heimilinu og ágóða
af henni verður varið til fönd
urefniskaupa.