Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.06.1977, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 28.06.1977, Síða 1
Bæjarblöðm fara í sumarfrí Vegna sumarleyfa í prenl smiðjum á Akureyri leggst útkoma bæjarblaðanna nið ur frá lokum fyrstu viku í júlí og þa~ til eftir verslunar mannahelgi. Næsta tölublað AM, sein kemur út í iok næstu viku, verður því síðasta tölublað fyrir sumarfrí. Er æskilegt að auglýsingahandritum verði skilað snemma vikunn ar til blaðsins, og einnig viljum við vekja athygli þeirra, sem þurfa að koma fréttatilkynningum á fram færi, á hinu sama. Loks viljum við ítreka það, að þótt ekki sé prent að í þessu blaði vegna pláss leysis eyðublað fyrir smá- auglýsingar, þá má koma þeim til blaðsins án eyðu- blaðsins og verða þær birt- ar endurgjaldslaust að venju. Skortur á réttinda kennurum Alls bárust 36 umsóknir um: kennarastöður við Grunn- IMý útflutningsiðngrein í stað innfluttrar vöru skóla Akureyrar, og þótt það séu nokkru fleiri en stendur Plasteinangrun hf. hefur framfeiðslu á nettahringum og troflkúlum til að ráða, þá hefur verið auglýst aftur og frestur fram lengdur. Ástæðan fyrir því er sú, að 14 umsækjenda skortir réttindi, og þurfa því að sækja um að nýju, eigi end- urráðning að koma til greina. Vonast er hins vegar eftir því, að fleiri kennarar með full réttindi muni sækja um, því enn vantar í 12 stöð ur. Einhverjir hinna sem skortir réttindi tnunu þó væntanlega verða endurráðn ir til árs í senn. Kröfluvinna hafin á ný Vinna við Kröflu er nú að hefjast á ný af fullum afköst um, en hún hefur að mestu lcgið niðri meðan á samninga viöræöum stóö. Jarmonaöar menn höfðu þó ekki staðfest samningana, en jafnskjótt og búið er að ráða fram ór má! um þeirra verða um 170 manns starfandi við Kröflu, og er þess vænst, að komi ekkert nýtt óhapp til sögunn ar, hvorki af manna völdum né náttúruafla, verði unnt að ræsa hreyfla virkj- unarinnar fyrir verzlunar- mannahelgi. Sambandsfyrirtæki á Akureyri, Plasteinangrun hf., hefur haf ið nýja iðnaðarframleiðslu hér á landi, sem í senn verður út flutningsiðngrein. Er hér um að ræða framleiðslu á neta- hringjum og trollkúlum úr polysterine-plasti. Plasteinangrun hf. hefur tækniþekkingu frá norska fyrirtækinu PANCO í Fredrik stad, en það fyrirtæki mun keypt bæði vélabúnað og hætta þessari framleiðslu í Noregi og taka í þess stað að sér að annast umboðssölu á framleiðslu íslenska fyrirtækis ins í Noregi. Jafnframt skuld- bindur PANCO sig til að hefja ekki sams konar framleiðslu á ný. Plasteinangrun hf. sem er í eigu SÍS oog KEA hefur hin gað til framleitt Dlastpoka og einangrunarplast, en mun nú fást við nýtt svið plastgerðar, svonefnda „þrýstisprautuað- ferð.“ Jón Sigurðsson, verkfræðing ur Plasteinangrunar hf. skýrði AM frá því, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu nú dval ið um nokkurra vikna skeið í Noregi til að læra þessa að ferð, en hingað kæmu líka menn frá PANCO til að fylgj- Á myndinni eru Ola Pedersen, forstjóri Panco, til vinstri og Jón Sigurðsson, verkfræðingur Plasteinangrunar hf. Þeir halda á einni gerð þeirra netahringa,s em framleiddir verða hér á Akureyri síðsumars. ■ Jötunn fluttur að Kröflu MARFI BORAR MÆSTI) HOLU VIÐ GRÍSARÁ Borun með Jötni við Lauga- land er nú lokið, og er nú unn ið að því að taka borinn sam- an, en hann verður síðan flutt ur upp að Kröflu, þar sem hann mun bora eina holu norð an stöðvarhússins. Hola LJ8 að Syðra-Lauga- lan'di, var orðin sú dýpsta, sem nbkkru sinni hefur verið boruð hér á landi, 2820 metr- ar. Hún hefur hins vegar ekki gefið svo mikið vatn, sem von ast var til. Skortir því enn nokkuð á að Hitaveita Akur- eyrar fai nægilegt vatn til að ■geta miðlað inn á kerfið þegar þar að kemur. Nokkur skrekkur kom í bor ménn að Laugalandi, þegar borinn festist á þessu dýpi, og ’ákváðu þeir þá, að freista þess ekki að bora nokkuð dýpra. Sem betur fer tókst að losa borinn og ná honum heilum upp. En ekki þótti ráðlegt að freista gæfunnar. Er nú vonast eftir þvi að rannsóknarborinn Narfi fáist til borunar einnar holu við Grísará, handan Eyjafjarðar- ár, eftir um það bil tvo mán- uði, og bfenda athuganir til að þar kunni að mega fá það vatnsmagn, sem upp á skortir. Pegrun umhverfis Miklar framkvæmdir eiga sér stað vegna hitaveitunnar, gerð hitavatnsgeyma, lagning aðveitúæðar og vegarlagning, svo nokkuð sé nefnt. Haifa sumir haft áhyggjur af því áð þetta kynni að hafa í för með sér umhverfisröskun og nátt- úrulýti. Ingólfur Árnason, formaður ihitaúeitunefndár, skýrði frá því á síðasta bæjarstjórnár- fundi, að náðst hefði samkomu lag við alla landeigendur á leið aðveituæðarinnar til Ak- ureyrarbæjar og væri nú ekk ert til fyrirstöðu að lagning hennar gæti hafizt af fullum krafti. Verður löigð áherzla á að vel verði gengið frá að fram- kvæmdum loknum, svo um- merki verði engin til lýta, og ákveðið hefur verið að planta ösp umhverfis geymana, svo þeir verði síður áberandi og semji sig betur að umhverf- inu. ast með uppsetningu tækjanna og fylgja hinni nýju fram- leiðslu úr hlaði. Jón taldi góða möguleika á sölu slíkrar vöru í Noregi, þrátt fyrir það, að nokkru dýr ara væri að framleiða hana hér á landi en þar, vegna fjar lægðar frá uppruna hráefna, en plast er að mestu unnið úr olíu og efnum, sem verða til við olíuhreinsun. Sjávarafurðadeild SÍS mun sjá um sölu og dreifingu þess arar framleiðsluvöru hér á landi, en deildin hafði umboð fyrir PANCO og seldi neta- hringi þeirra og trollkúlur hér. Reiknað er með að fram- leiðsla geti hafizt í ágúst, og þegar hún verður komin í fullan gang verður athugað með framleiðslu netakúla, sem eiga að þola meira þrýst ing. allt niður á 1100 metra dýpi, eða sem samsvarar 110 loftþyngda þrýstingi. Slíkar neta- og trollkúlur þurfa að þola vel allt hnjask og veðrun. Bauta- gestir undir berum himni Nú um mánaðamótin geta gestir Bautans tyllt sér úti í sólinni og notið veiting- anna undir berum himni ef vel viðrar. Bautinn hefur fengið „grænt ljós“ hjá heil brigðis og umferðaryfirvöld um bæjarins til að hafa fimm veitingaborð á gang- stéttinni vestan við veit- ’ ingastaðinn, þ. e. Hafnar- strætismegin.1 Leyfið er veitt í tilrauna skyni og í þeirri von að þetta valdi engri truflun á umferð. Veitingasala utan dyra má þó ekki hefjast fyrr en klukkan 10 árdegis, og verður að vera lokið klukkan sjö siðdegis. Leyfið stendur út ágústmánuð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.