Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.06.1977, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 28.06.1977, Blaðsíða 4
Blandaður kór frá Sjá- landi í söngferð hér Haslev Gymnasium kór. Kórfélagar eru á aldrinum 15—32 ára. Kórinn tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni í Vín á síðasta sumri. Blandaður kór frá skólabæn- um Haslev í Danmörku hefur undanfarna daga verið á söng ferðalagi um landið, og syngur á Ólafsfirði annað kvöld og á Alkureyri á fimmtudagskvöld. Kórfélagar eru 34 á aldrin- um 15—32 ára og stunda nám eða hafa þegar lokið námi við menntaskólann í Haslev. Kór inn hefuir farið víða, m.a. hald ið tónleika í Austurríki, Pól- landi og Sovétríkjunum. Kór- inn tók þátt í alþjóðlegri kóra keppni í Vín á síðasta sumri, og hlaut þar mjög góða dóma. Danska sjónvarpið fékk kór- inn til að flytja ndfckur lög í sjónvarpsdagskrá á síðasta gamlárskvöldi vegna ágætrar frammistÖSu'í söngkeppninni. Söngskrá kórsins fyrir fslands ferðina eru þjóðlög, negra- söngvar, og lög eftir Bach, Bellman, Mozart, Nielsen, Gunnar R. Sveinsson o.fl. Kórinn söng syðra um sið- ustu helgi, í gærkvöldi í Mý- vatnssveit og í kvöld á Húsa- vík, en annað kvöld klukkan 9 erða tónleikar í Tjarnarborg í Ólafsfirði og fimmtudagskvöld ið 30. júní kl. 20.30 syngur kórinn í Akureyrarkirkju. Fé lagar úr Passíukórnum og Tónlistarskólanum á Akureyri annast móttöku og skipulagn- ingu ferðarinnar á Narður- landi. Til sölu Kenwood plötuspilari og Ijósashow ásamt kösturum. Upplýsingar I síma 2-30-59 Reiðhjól óskast Kvenreiðhjól óskast keypt. Sím 19834. Benidorm Vinsælasti dvalarstaður Spán arfara er tvímælalaust BENI DORM. Ekki að ástæðulausu. M.ar er boðið upp á frítt flug- far Ak. —Rvík.—Ak. Leitið upplýsinga á skrifstof unni Hafnarstræt 100, sími 19970. UR VMSLM ÁTTIilM Othafsrækjutogarinn Dal- borg er kominn til Dalvík ur, en þetta mun vera fyrsti togari sinnar tegundar hér á landi. ibúð i haust Hjón með 4ra ára gamalt barn óska eftir að taka á Ieigu á Akureyri 2—3 herbergja íbúð frá 1. október næstkomandi. Upplýsingar veittar í síma 19995 öll kvöld. Prentara vantar íbúð nú þegar fyrirframgreiðsla ef óskað er Upplýsingar í Skjaldborg hf. Sími 1-10-24. Topoð Bíllyklar töpuðust á föstudags nóttina í miðbænum. Finnandi vinsamlegast skili. þeim álögreglustöðina. Allmargir nýjir áskrifendur hafa orðið að Alþýðublað inu hér á Akureyri að und anförnu. Útbreiðslu blaðs- ins, meðan á söfnun áskrif enda stendur, annast Stefán Snælaugsson, Lækjargötu 4. Sími hans er 2-16-64, og eru þeir, sem vilja gerast á- skrifendur beðnir að hafa samband við hann. Alþýðumaðurinn vill vekja athygli lesenda og auglýs- enda á því, að fastur síma tími er á ritstjórnarskrif- stofu blaðsins að Strand- götu 9, annari hæð. Það er frá kl. 9 — 11 fyrir hádegi og klukkan 1 — 3 síðdegis. Á flestum öðrum tímum má ná ritstjóra í skrifstofusíma SUND Sundlaug Akureyrar verður opin í sumar sem hér segir: Alla virka daga frá klukkan 7 árdegis til kl. 9 að kvöldi. Laugardaga fná kl. 8 árdegis til kl. 6 síðdegis. Sunnudaga frá klukkan 8—11 fyrir há- degi. Sé veður mjög gött er þó haft opið til kl. 4 síðdegis á sunnudögum. 11399, en annars í heima síma, 19997 eða í prént- smiðju, síma 1-10-24. ,,Það er óhætt að segja að hheyskapartíðin verði mán uði á eftir áætlun í sum- ar,‘ sagði Þórhallur bóndi Jónasson á Stórahamri er blaðið ræddi við hann í gær. Það hafa ýmist verið þurrir hlýindakaflar og rök kuldaskeið og hamlað allri sprettu. Fréttir um að sláttur sé að fara að hefjast geta því vart átt við annað en gras grasið er slegið hálfvaxið, kögglverksmiðjur, þar sem fjórum fimm sinnum á sumri. Karlatímar eru á sunnudög- um meðan laugin er opin, en mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 1—9 siðdegis. Kvennatímar eru frá klukk an 1—9 síðdegis á þriðjudög- um og fimmtudögum, en á laugardögum meðan laugin er opin. Upplýsingar um afnot af tenp isvelli eru veittar í afgreiðslu sundlaugarinnar. ÓKEYPIS smáauglýsingar lesenda - þjönusta Gufubaðið er opið sem hér segir: Margvíslegt félagsstarf aldraðra nú í sumar Þó nokkur starfsemi verður fyrir aldraða í sumar á vegum Félagsmálastofnunar Akur- eyrar. Fólki gefst kostur á 10 daga sumardvöl að Löngumýri í Skagafirði, þá verður opið hús og stutt ferðalög. Sumardvölin á Löngumýri verður dagana 8.—19. ágúet og verður farið þaðan í dags- ferðir um Skagafjörð. Fæði og ferðir til og frá Löngumýri og einnig um Skagafjörð eru innifaldar í verði, en þátttak- endur greiða kr. 20.000. Kostn að umfram þá upþhæð greiðir Félagsmálastofnunin. Fólk þarf að taka með sér rúmfatn að. Fararötjóri verður sr. Pét- ur Sigurgeirsson. Þeir, sem álhuga hafa á sumardvöl að Löngumýri eru beðnir að snúa sér til Félagsmálastofn- unarinnar sem fyrst. Opið hús verður annað slag ið í sumar í húsakymnum skóladagheimilisins að Brekku götu 8. Verður það 6. og 20. júlí og einnig 3. og 24. ágúst kl. 3—6. Verður þar selt kaffi og spil og töfl liggja frammi. Hengd hefur verið upp aug lýsingatafla í afgreiðslu Tryggimgastofnunar ríkisins, þar sem sjá .má hvað er á döf irnni í félagsstarfi aldraðra. Þriðjudaginn 28. júní 1977 Auglýst var að prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi myndu í messum sl. sunnu dag þakka máttarvöldum fyrir vinnufrið, og má þar með álykta að almættið hafi lagt blessun sína yfir sólstöðusamningana. Ekki var blekið orðið þurrt í undirskriftum er launagreiðendur höfðu knú ið dyra hjá verðlagsyfir- völdum til að beiðast þess að mega náðarsamlegast velta greiðslubyrðinni beint út í verðlagið. Eru ýmsar upphæðir nefndar og prósentutölur, og sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir að prentkostnað- ur hækki um 20% og ann- að eftir því. Er af öllu Ijóst, að láti ríkisstjórnin eftir hækkana beiðnum launagreiðenda, en geri þeim ekki að mæta auknum launakostnaði með hagræðingu í rekstri, þá er allra veðra von í haust. Nú stendur prestastefna fyrir dyrum. Og úr því prestar, láta sér jarðneska stundarvelferð þjóðarinnar svo miklu skipta, þá væri ekki úr vegi að biðja þá að helga einn bænardag virkj un náttúruafla og velferð þeirra manna, sem þeim störfum sinna, Við óskum þess nú heit- ast að skrattinn láti af því að hrekkja Kröflunefnd og leggjast á sveif með óláni hennar og máttarvöld hætti að refsa þjóðinni fyrir frumhlaup nefndarinnar. En máske er þjóðkirkjan klofin í afstöðu sinni til starfs hins gagnmerka vís- indamanns, Francis Kay Farrelli, sem hingað kom á vegum Sálarrannsóknarfé lags íslands og Iðnaðarráðu neytisins með galdraprik sitt, og ekki vildum við að ‘ nýjar „skálholtsdeilur" risu með klerkastétt. Heyrst hefur að KA hafi verið neitað um að fá að halda útihátíð í Kjarna- skógi um verzlunarmanna- helgina. Vildu forráðamenn félagsins með þessu reyna áð fá einhvem ferðamanna straum inn til bæjarins um þessa mestu ferðahelgi árs ins, en engin meiriháttar útihátíð er haldin hér né í næsta nágrenni. Ferðafólk leitar því á flesta . aðra staði, og Akureyringar fara sjálfir út úr bæhum, allir sem vettlingi geta valdið.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.