Heimdallur

Eksemplar

Heimdallur - 02.09.1933, Side 4

Heimdallur - 02.09.1933, Side 4
i HEIMDALLUR I Iðnskólann Verður innritað eítir daginn í dag og til 28. sept. milli kl. 8 og 9 síðdegis. Skólagjald er óbreytt eins og að undanförnu. Fyrir nemendur, sem gela sig fram eða tilkynntir eru eftir 1. okt. greiðist 10% aukagjald og frá 1. nóv. til 20. des. verða engir nemendur teknir í skólann. Innritun fer fram í Sóleyjargötu 7. H. H. Eiríksson. Kol. SS Kol. Höfum fengið hin eftirspurðu Steamkol B. S. Y. A. Hards (Doncaster), sem ávallt hafa reynst þau be/.tu. Ennfremur hnotkol, sömu tegundar og koks. Gerið haustinnkaupin á meðan á uppskipun stendur. Verðum 01 að skipa upp næstu daga. Höfum fengið *» hina margeftirspurðu 6 wolta „MELAS“ dinamoa, sem framleiða sjerstaklega sterk ljós og eru óvenjulega • sterkir. • Tveggja ára ábyrgð frá verksmiðjunni. 1 SSU. ÖRNINN Stafv4,6?: ; Sendum gegn póstkröfu. Fomritafélagið. Egils-saga Skalla-Grímssonar fæst nú í bandi. Verðið er: heft kr. 9.00, í skinnbandi kr. 15.00, 17.50, 20.00. Kolaverzl. Guðna & Einars Sími 1595 (2 línur). Bókaverzlurt Sigfúsar Eymundssonar. (og Bókabúð Austurbæjar BSE, Lv. 34). I RÆNINGJA HÖNDUM. undum við þar prýðilega hag okkar þá fimm daga sem við höfðumst þar við og felldum okkur vel við staðinn. Við sváfum í hellisskútanum og gerðum okkur ból úr lyngi og kvistum, sem við skárum upp í þvi skyni, og höfðum yfir- höfn Alans fyrir ábreiðu. Á afviknum stað, sem lítið bar á, í beygju einni á gjánni vor- um við svo djarfir að kveikja upp eld. Gát- um við hlýjað okkur þar, er sólar missti við og kólnaði i lofti og eldað okkur liafra- graut eða steikt smásilunga, sem við náðum með höndunum undir steinum í læknum eða undir lækjarbökkunum. Silungsveiðin vai' í rauninni aðalstarf okkar og dægra- stytting. Við hugsuðum ekki aðeins um það, að spara vistir okkar, þó að það kæmi einn- ig til greina, heldur var talsverður meting- ur í okkur, hver fengsælli yrði, og höfðum við oft mikla skemmtun af þvi. Við vorum því mestan hluta dagsins niður við lækinn berir niður að mitti og lágum fyrir silung- inn viðbúnir að grípa liann, þegar færi gafst. Þeir stærstu, sem við náðum kunna að hafa verið svo sem fjórðungur úr pundi á þyngd, en þeir voru feitir og ljúfféngir á bagðið, og þegar við höfðum sleikt þá yfir eldinum, vantaði ekki nema ofurlítið af salti til þess að þeir væru lireinasi herramannsmatur. í öllum tómstundum okkar varð Alan að kenna mér að beita sverði, því að fákunn- átta mín í þeirri grein olli lionum mikillar áhyggju, og auk þess hugsa ég nú líka, að þar sem hann hafði ekki ósjaldan orðið undir i veiðiskapnum, þá hafi það ekki ver- ið honum neitt um geð að taka til annarrar íþróttar, þar sem hann liafði mikla og ótví- ræða yfirburði yfir mig. Hann gerði mér æfingarnar alsvert verri og erfiðari en nauð- synlegt var, því að meðan á þeim stóð lét hann skammirnar dyja yfir mig fyrir klaufa- skapjnn og gekk svo nærri mér með sverði sínu, að ég bjóst við, að hann mundi reka mig í gegn áður en ég vissi af. Mig langaði oft til að taka lil fótanna og renna af hólmi, en ég stillti mig sam og héll velli, og liafði talsvert gotl af æfingunum, þó að ekki væri annað en að læra að standa á hólmi, sýnast hvergi smeykur, en það er oft og tíðum allt og sumt, sem þarf. Eg var því ekki alls- kostar óánægður með sjálfan mig, þó að ég gæti hvergi nálægt því gert kennara mín- um til hæfis. En þrátt fyrir þetla má lesandinn ekki halda, að við höfum alveg vanrækt okkar mesta áhugamál, sem sé það að komast i undan. Það verður dagur og vika þangað lit rauð- stökkunum hugkvæmisl að lcita í Corryna- kiegh“, sagði Alan við mig fyrsta morgun- inn, sem við vorum þar, „svo að nú verð- um við að nota tækifærið til að koma boð- um lil Jakobs og lóta hann útvega okkur peninga“. „Og hvernig eigum við að koma boðum héðan?“ sagði ég. „Við erum hér í eyðistað, sem við þorum þó ekki að fara úr. Og ég fæ ekki séð, hvernig við ættum að koma skilaboðum, nema þá að við getum látið fugla loflsins flytja þau“. ,,.Tæja“, sagði Alan, „þú erl ekki sérlega hugvitssamur maður, David“. Því næst varð hann hugsi og horfði inn i glæðurnar á eldinum og eftir stundarkorn tók hann smáspýtur og festi þær saman i kross og sveið siðan alla fjóra endana í eldinum, svo að þeir urðu svartir. Síðan leil hann á mig dálítið feimnislega. „Heldurðu, að þú vildir lána mér hnapp- inn, sem ég gaf þér ?“ sagði hann. „Það virð- isl einkennilegt að biðja um gjöf aftur, en ég verð að játa, að ég vil ógjarnan skera af mér annan hnapp“. Eg gaf honum hnappinn, en hann dró liann upp á bandræmu úr yfirhöfn sinni, sem hann hafði notað til þess að binda krossinn saman. Með þessu ljatt hann sam- an ofurlítinn greiuaranga of birki og ann- an af furu, og að þvi búnu leit hann með ánægjusvip yfir verk sittt. „Gott og vel“, sagði liann. „Það er þorp nokurt ekki langt héðan, sem heitir Koalis- nacoan. Þar á ég marga vini, sem ég get öruggur trúað fyrir jafnvel lífi mínu, og aðra, sem ég er ekki alveg eins viss um. Eins og þú getur nærri, David, þá verður lagl fé til höfuðs okkur og Jakob sjálfur verður að gera það. Og það er vísl um Campbellana, að þeir horfa ekki í peninga, ef hægt væri að lcoma einum Stewart fyrir kattarnef með góðu móti. Ef eklci stæði svona á, þá myndi ég fara til Koalisnacoan, hvað sem öðru líður, og trúa þessum vin- um mínum fyrir lífi mínu, rétt eins og ég tryði hverjum og einum fyrir hanzka min- um“. „En af því að svona stendur á?“ spurði ég. „Vegna ]>ess að svona stendur á, vildi ég öllu heldur, að þeir sæu mig ekki. Það er misjafn sauður í mörgu íe og það sem er ennþá verra, menn, sem eru veikir á svell- inu. Þegar dimir i kvöld ætla ég því að læðasl inn i þorpið og setja þetta, sem ég var að búa til i gluggann hjá góðum vini

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.