Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Þing’tíðindi. Neflri deild. Þar urðu stuttar umræður í gær. Frv. um skiftimynt var komið úr nefnd, og bafði hún gert örlitlar breytingar á þvf, og félst fjármálaráðherra á þær. Var málinu visað til 3. umr. Smjörlíkisgerðarfrv. var líka komið úr nefnd og fór til 3. umr. Frv. þeirra Ásgeirs Ásgeirs- sonar og Sveins Ólafssonar um einkasölu áfengis (hækkun álagn- ingar) var visað til 2. umræðu með 15 : 1 atkv. og til fjárhags- nefndar. Tveimur frv. um breytingar á vegalögum (að breyta sýsluveg- um í þjóðvegi) fór til 2. umr. og samgöngumálanefndar. Bæði Ágúst Flygenring og Jón Sig- urðsson kváðust vera á leiðinni með viðaukatill. í sömu átt. Frumv. Bjarna Jónssonar í'rá Vogi um löggilla endurskoðend- ur var vísað til 2. umr. og alls- herjarnefndar. Efri deild. Frv. Jónasar Jónssonar um að stofna nú húsmæðraskóla að Staðarfelli, var vísað til 2. umr. og mentamálan., eftir nokkrar umræður. Frv. til breyt. á bæjarstjórn- arlögum Sigluíjarðar fór til 2. umr. og allsherjarnefndar. Frv. um atvinnu við verslun var vísað sömu leið. Eftir ósk allsherjarnefndar var samþ. að bæta við hana 2 mönnum til þess að athuga þetta mál. Hlutu kosningu Jóhann Jósefsson og Ingvar Páimason. Dagskrá í dag: Nd. 1. Frv. til laga um sektir. 2. Laun embættismanna (dýr- tíðaruppbót). 3. Breyting á bannlögum. Ed. 1. Landsbanki íslands (seðlaút- gáfa). 2. Skráning skipa. Auglýslngum í Dag- blaðið má skila i prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. Hungursneyd í Ilús.slaiidi. I fyrra hélt Zinoviev ræðu og mælti þá meðal annars: »Pað var sá timinn, að vér urðum að kaupa kornvörnr frá útlöndum til þess að halda lífi í verka- mönnum í Moskva og Petrograd. Árið 1922—23 fiuttum vér út 40 miij. púd (1 púd um 16 kg.), árið 1923—24 200 milj. púd og vér búumst við að geta flutt út 400 milj. púd af kornvörum árið 1924—25. Vér erum nú komnir svo langt, að vér getum kastað annari hækjunni og gengið við staf«. Þetta hefir farið á aðra leið. Kommúnista-stjórnin er nú engu nær en hún var í upphafi; hún er aftur komin á tvær hækjur. Nú verður hún að neyta allra ráða til þess að geta fengið kornvörur, sykur og kjöt frá útlöndum, og ennfremur fatnað og aðrar iðnaðarvörur. Árið 1913, seinasta friðarárið, fiuttu Rússar út 600 milj. púd. af kornvörum, nokkuð af kjöti og mikið af sykri. þá framleiddu þeir um þarfir fram. Nú hrökkva Sonnr járnbrnntnkóngsins. Hann hefir aðeins tvo galla, hann nennir ekki að vinna og — — — — Því sendið þið hann þá ekki þangað er hann væri neyddur til að vinna? Þannig mætti ieika á hann. — Hvað segið þér? Locke endurtók það sem hann sagði og bætti við: — f*að mundi gera hann að nýjum og betra manni. — Hann vill ekki vinna. Hann er altof latur. — Hann væri neyddur til að vinna ef hann væri félaus. — Hann er ekki félaus. Karl faðir hans sendir honum altaf peninga. Það er nú karl í krapinu — járnbrautaeigandi. — Eg hefi hugsað bragð. Eg hefi hér farmiða til Miðameríku i vasanum. Skipið leggur á stað klukkan 10. Við skulum senda hann þangað til þess að gera hann að manni. Við tæmum vasa hans og hann verður því alveg félaus þegar þangað kemur og neyðist til að vinna. Skiljið þér mig nú? — Nei, hann vill alls ekki fara til Miðame- riku. Hann hefir keypt sér nýja bifreið. — En setjum nú svo að við gætum gert hann ofurölvi og kæmum honum um borð án þess að hann vissi um það. Hann mundi ekki ranka við sér fyr en skipið væri komið út í rúmsjó. Hann gæti ekki snúið við og neyddist til að vinna fyrir farinu heim aftur. Er þetta ekki góð uppástunga? Nú fór Higgins loks að skilja og rak upp öskur af kátínu. — Haltu þér samanl kallaði Anthony. Hlustið þið á, ég er alveg að ná laginu. — Eg skal sjá um það að hann verði nógu drukkinn, mælti Locke, ef þér viljið hjálpa mér. Og hér er farmiðinn sem ég keypti í gær. — Ætlið þér þá ekki að fara? — Nei, ég er hættur við það. Eg er að hugsa um að fara til París. Eruð þér reiðubúinn? Higgins hló. — Pað væri svei mér gaman ef þér gætið gert hann fullan. Locke gekk að veitingaborðinu og talaði hljóðskraf um hríð við þjóninn. Hann snéri baki að Higgins, Anthony hafði allan hugann við hljóðfærið og Ringold steinsvaf. Enginn þeirra veitti því þess vegna eftirtekt, að einn af bankaseðlum Lockes skifti um eiganda. Pótt undarlegt mætti virðast hepnaðist ráða- gerð Locke framar öllum vonum. Tíu mínút- um eftir að Kirk Anthony hafði tæmt glas það «r honum var rétt, kvaðst hann vera syfjaður, leitaði sér að hægindastól og hlammaðist stein-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.