Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ STIMPLA Svo sem: Eftirrit: Vörurnar afhendist aðeins gegn frumriti farmskírteinis. — Póstkrafa kr. . . — Greitt. — Innf. — Sýnishorn án verðs. — Afrit. — Prentað mál. — Frumrit. — Original. — Copy. — Sole Agent for Iceland. — Móttekið og svarað. Mánaðardagastimpla. Stimpilblek. Blekpúða. Gummiletur í kössum, alt ísl. stafrófið með merkjum og tölustöfum, lleiri stærðir. Állar þessar tegundir liefi eg íyrirliggjandi hér á staðnnm. Útvega ennfremur allskonar Nafnstimpla, Dyraspjöld úr látúni og postulíni, Brennimerki, Signet, Töluvélar o. s. frv. Umboðsmaður fyrir John B. Hanson Stempelfabrik, Köbenhavn. HJÖRTUR HANSSON Kolasundi 1. Sími 1361. 2500 kg. Beitusíld af Eyjaíirði, geymd í íshúsi hér, er til sölu. <3VJ. tKrogn S JSýsi. Sími 262. matvælabirgðir stjórnarinnar ekki nema til þriggja mánaða handa borgalýðnum. Framleiðslan hefir brugðist og vegna hlýviðra í haust og framan af vetri, er talið, að alt vetrarsæðið hafi ónýzt. Bændur hafa ekki fóður handa nautgripum sínum og eru þeir því skornir niður unnvörpum. Allir markaðir eru fullir af stórgripum, sem ekki er hægt að halda lífinu í. Viða hafa kornvöru-flutningalestir verið rændar. Pegar þess er nú gætt, að 85°/o af rússnesku þjóðinni lifir á landbúnaði, er það augljóst, að á landbúnaðinum byggist hagur rikisins. Stjórnin hefir séð að hverju fer. Kamenev sagði i fyrra: »Ef framleiðslan minkar hljóta tilraunir vorar um að koma á hágengi, að falla um koll«. Nú er svo komið. Hin nýja gullmynt stjórnarinnar, chervonetz, er jafngildir 10 rúbl- um fyrir strið, hlaut því að falla, en til þess að reyna að koma í veg fyrir það, hefir rikisbankinn ákveðið að gefa ekki meira út af henni. Hverjar eru svo afleiðingarnar? Kaupgeta bænda, sem ekki var mikil áður, rýrnar enn, hung- ursneyð er komin, fólkið hrynur niður. Sama er að segja um borgalýðinn. öll framleiðsla verður miklu dýrari en áður, því verð hækkar og kaupkröfur um leið. Atvinnuleysi eykst. Þess vegna kaupir- stjórnin nú ógrynni matvæla erlendis og hver hveitifarmurinn af öðrum fer nú frá London til Rússlands — landsins, sem áður var korn- forðabúr Norðurálfunnar. Hefði þessu verið spáð fyrir 12 árum, mundi það hafa þótt jafnmikil fjarstæða eins og t. d. það, að flytja þyrfti kol til New- castle, eða saltfisk til íslands. Mönnum er það ekki vel ljóst hvort Rússar muni hafa þau auraráð, að þeir geti keypt matvæli svo að nægi. Pað er kunnugt, að í fyrra áskotnuðust þeim 10 milj. sterlingspunda í útlendri mynt. Var það ágóðinn af einokun stjórnarinnar á utan- ríkisversluninni. Pessar miljónir — eða það sem eftir er af þeim — er hinn eini gjaldmiðill, sem menn vita um að Rússar hafi til þess að kaupa fyrir vöru frá útlöndum. En hvað segir það í ríki þar sem eru 120 miljónir manna og sulturer fyrir dyrum, þar sem hann er ekki kominn inn fyrir dyr. Iðnaðarvörur og bómull reyna Rússar að fá í vöruskiftum og láta grávöru og safala í staðinn, en enginn þorir að eiga skifti við þá nema þeir borgi fyrir- fram. Kona verður úti. Pví miður rætist það, sein Dagblaðið spáði um daginn um slys af sunnudagsveðrinu mikla. Nú síðast kemur frétt um það, að húsfreyjan á Skyttudal í Húnaþingi, Rósa að nafni, hafi orðið úti. Hafði hún farið til kinda, vegna þess að bóndi var ekki heima, en komst eigi heim aftur. í viðjum ásta og örlaga. Sjónleikur í 10 þáttum. Aðalhlutverk leika: Norma Talmadgc og Conway Tcarle. Leikendur sem allir dást nú mest að. Kafflð sem ég sel er ekki blandað neinum lélegum efnum, það er hrein, ómenguð úrvalsteg- und af Riokat'fi. Verðið þó lágt. Hannes Jónsson, Laug-avef; S8. Blaða s afnarar, sem vanta einstök tölubl. í eldri árganga Morgun- blaðsins og Vísis, geta sennilega fengið þau keypt. Afgr. vísar á.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.