Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 1
[Þriðjudag 24. febrúar 1925. fÞaaGfað I. árgangur. 20. tölublað. DAð mun -víst flestum ljóst, að íþrójttaáhugi sá, er vaknað hefir hér fyrir nokkrum ár- um, hefir rénað aftur stórkost- lega, þrátt fyrir góða viðleitni einstakra manna að halda hon- um við. Helzta íþróttin, sem nú er stunduð, er knattspyrna; glimunni fer aftur; góðir skauta- og skíðamenn verða æ sjald- gæfari. Beztu íþróttamennirnir hverfa. Daglegt strit og lífs- áhyggjur fá þeim næg umhugs- unarefni, svo að þeir gefa sér ekki tíma til þess að stunda íþróttir. Ein er þó sú íþrótt, er allir geta stundað og verða að stunda. Það er ganga. Sú íþrótt er holl. JVfestu göngugarparnir hafa verið hraustir menn, og þeim hefir verið margt fleira til lista lagt, heldur en göngudugnaður einn. Nú fækkar þeim mönnum óð- um. í stað þess að leggja land undir fót, þeysa menn nú á bif- reiðum, og þykir jafnvel fávizka eður dónaskapur að íara fót- gangandi milli bæja. Þeir eru vist orðnir teljandi nú, sem fara gangandi miili Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Mundi nú ekki vera hægt að fá nokkra Reykvikinga til þess að safnast saman um það að fá sér gönguferðir á sumrin, sjálfum sér til skemtunar 'og mikils gagns? í öðrum löndum þykir það hróður þeim manni, er gengur svo langt, að aðrir hafa ekki gert betur. Og er nú sú hreyf- ing uppi í Norðurálfunni, að stunda meir göngur en áður hefir gert verið. Hvers vegna ættu þá ekki íslendingar að gera það? Þeir hafa flestir verið smalar og lagt land undir fót. Vilja nú ekki þeir fáu, sem hafa áhuga fyrir iþróttum, hugsa um þetta efni, hvert göngur geta ekki orðið þjóðariþrótt fremur öðru og hvort ekki er hægt að gera íslendinga að því, sem áð- ur var: mestu göngugörpum álfunnar. Ping-tíðindi. Efri deild. Þar var þrent á dagskrá. Fyrst lagði forsætisráðherra íram frv. til laga um breytingar á lög- um um nauðasamninga. Þá var næst til 1. umr. frv. til laga um heimild fyrir bæja og sveita- stjómir, að skylda unglinga til sundnáms. Framsögumaður var Jóhann Jósepsson. Málinu var vísað til 2. umr. og mentamála- nefndar. Þriðja málið á dagskrá var um breytingar á vörutollslögum og var flm. Jóhann Jósepsson. Fór hann nokkrum orðum um frv. og var því að þvi búnu visað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar. Neðri ðeild. Þar voru 9 mál á dagskrá. Fyrsta málið var um heimild fyr- ir rikisstjórnina til að innheimta, ýmsa skatta og gjöld með 25°/o gengisviðáuka. Þetta átti að vera 3. umræða. En vegna þess að von kvað vera á ýmsum breyt- ingartillögum, var málið tekið út af dagskrá. Öðru málinu, um lokunartfma sölubúða, var umræðulaust vís- að til 3. umræðu. Þriðja málinu, um lán úr Bjargráðasjóði, var einnig visað til 3. umræðu. Fjórða málið var frv. til laga um styrkveiting til handa ís- lenzkum stúdentum við erlenda háskóla. Um það urðu dáiitlar umræður, og höfðu menn sér- staklega gaman af ræðum B. J., sem talaði einn á móti frv. Var hann bæði fyndinn og gaman- samur, eins og hann á vanda tii, og skemti bæði þm. og öðr- um áheyrendum. Með frv. töl- uðu B. L., forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 5. og 6. mál vqru um breyt- ingar á vegalögunum, og var þeim báðum vísað til 2. umr. og samgöngumálanefndar. 7. Frv. um kosningar til Al- þingis. Flm., Halldór Stefánsson, vildi láta frv. fara nefndarlaust til 2. umr., af því það hafði verið til meðferðar í fyrra og þá mikið rætt í nefnd og á deildarfundum, en afgreitt þá með rökstuddri dagskrá. Er Jón Baidvinsson á móti þvi, og vildi að allsh.n. fengi það enn til meðferðar. Varð það ofan á, að frv. fór til 2. umr. með 16 atkv. 8. Frv. um Ræktunarsjóð hinn nýja tók forseti út af dagskrá. Dagskrá í dag: Á dagskrá í Ed. verður í dag frv. til laga um breyting á lög- um nr. 19, 4. júní 1924, um nauðasamninga (stjfrv. 60); 1. umr. og i Nd.: 1. Frv. til laga um sektir (stj.- frv. 31, nr. 71); 2. umr. 2. Frv. til laga um breytingu á lögum nr. 41, 27. júní 1921, um breytingu á 1. gr. toll- laga nr 54, 11. julí 1911, og viðauka við þau lög (55); 1. umr. 3. Frv. til laga um varalög- reglu (stj.frv. 33), 1. umr. ^tór Itii'lija. Rockefeller hinn yngri hefir nýlega gefið 100 þúsundir ster- lingspunda, til þess að reist verði í New York kirkja, er helguð sé Jóhannesi postula. Hafa sam- skotin til þeirrar kirkjubygg- ingar þá náð £ 1,300,000, en enn kvað skorta á £ 1,700,000, til þess að kirkjan verði bygð. Á hún að verða þriðja stærsta og veglegasta kirkja i heimi, næst kirkjunum í Rómaborg og Milano. Rockefeller hinn yngri er tal- inn einhver ríkasti maður i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.