Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ heimi nú sem stendur, og greið- ir langt um hærri tekjuskatt heldur en faðir hans, sem lét þess getið eitt sinn, er hann sendi tekjuskýrslu sína, að vel gæti skakkað svona 30—40 miljónum á árstekjunum; sér væri ómögulegt að ákveða tekj- ur sínar nánar. Borgin. Nýtt tnngrl, (góutungl.) — Árdeg- isflæður: kl. 6,20. Síðdegisflæður kl. 6,40. Priðjudaginn i föstuinngang, það er mér í minni, pá á hver að þjóta i fang á þjónustunni sinni. Tíðarfarið. Undanfarið heflr verið snjóasamt og haglaust alstaðar þar sem til er spurt. En í gær brá hér til austanáttar og hláku, og er nú komin upp jörð viða nærlendis. Var hiti um land alt í gær frá 1—4 stig, nema á Grimsstöðum (1 st. frost.). Regn og rokstormur í Vest- manneyjum og víða snarpur vindur og suðlæg eða austlæg átt. Á Jan Mayen var norðaustan átt, 4 st. frost og stinnings kaldi. Útlit fyrir austan hvassviðri og úrkomu á Suður og Austurlandi. Nætorlæknlr í nótt Guðmundur Guðfinnsson. Ása kom hingað í gær af veið- um. Hafði um 20 tunnur lifrar. Skipið á að fara hér upp i fjöru til eftirlits vegna leka. Njörðor kom hingað i gær austan af Selvogsbanka, hafði 10 lifrarföt. Varð að koma inn vegna leka. Lagarfoss fer héðan síödegis i dag áleiðis til Vestfjarða. Meðal farþega verða: Síra Sigur- geir Sigurðsson, Porst. Porsteinsson sýslumaður og frú, Herluf Clausen kaupm., Elías Pálsson kaupm., Sig- fús Daníelsson versl.stj. G. Juul lyf- sali, allir til tsafjarðar. Hannes B. Stephen§en kaupm., Bíldudal, Nat- hanael Mósesson kaupm., Pingeyri, Einar M. Jónasson sýslum., Ólafur Jóhannesson konsúll, Aðalsteinn Ólafsson og Ólafur Thorlacíus, allir til Patreksfjarðar. Jón Guðmunds- son hótelstjóri til Stykkishólms. Sagt er að verið sé að ráða menn héðan til Aberdeen i Skoilandi til þess að fletja flsk og kenna Skotum hvernig íslendingar fara að því. Er það ef vil vill athugavert, eigi síst vegna þess að kaup það, sem þeim er goldiö mun lítilsvirði á móts við þaö er hér býðst. Gaopen fiskflutningaskip fór i gær til Englands, með saltfiskfarm frá Reykjavík og Hafnarfirði. »Porsteinn«, linubáturinn, kom í gærmorgun með ca. 100 skpd. eftir 10 daga útivist. Ný leit að horfnu botnvörpuskip- unum var hafin í dag. Fór Fylla og 4 skip, 2 islenzk: Arinbjörn hersir og Skúli fógeti og 2 úr Hafnarfirði: Ceresio og James Long. Mun einnig von á brezku herskipi sem slæst í för með leitarskipunum. k fnndi Verslunarmannafélags Reykjavikur á fimtud. var samþ. svohljóðandi tillaga: »Með því að fundurinn telur stjórnarfrumvarp það tií verslunar- laga, sem komió er fram i Alþingi óviðunandi, skorar fundurinn á Verslunarráð íslands, að senda þingnefnd þeirri, sem hefir til með- ferðar frumvarp til laga um versl- unaratvinnu, nauðsynlegar breyting- artiilögur. Verði þær tillögur ekki teknar til greina, skorar Verslunarmanna- félag Reykjavikur á Verslunarráöið, að hlutast til um að frumvarpinu verði frestað til næsta þings«. Var síðan kosin nefnd þriggja manna, til þess að skýra Verslun- arráðinu frá afstöðu félagsins til frumvarpsiús og veita því upplýs- ingar eftir þörfum. k fnndi i Kaupmannafélaginu fimtud. 19. þ. m. var samþykt eftir- farandi tillaga: »Með því að fundurinn telur stjórnarfrumvarp það til verslunar- laga, sem komið hefir fram á al- þingi, meingailað og gersamlega óviðunandi eins og það liggur nú fyrir, skorar fundurinn á Verslun- arráð íslands, að hintast til um það við Alþingi, að nefnt frumvarp verði ekki afgreitt á þessu þingi, en að því verði breytt i samráði við versl- unarfróöa og þar til hæfa menn innan Kaupmannafélags Reykjavik- ur og Verslunarráðs íslands, og síðan lagt fyrir næsta alþingi. Útför frú Helgu Eiriksdóttur Ólafsson fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. l1/^. Eldnr kviknaði i ibúðarhúsinu á prestsetrinu Kollafjarðarnesi í Strandasýslu aðfaranótt 18. þ. m., og brann húsið til grunna. Ekkert manntjón hlauzt af brunanum, en prófasturinn, scm þar býr, síra Jón Brandsson misti þar ýmislegt óvá- trygt. Öskndagnrinn er á morgun. Fá þá börn og héimasætur tækifæri til að hengja öskupoka á vini sina og !*: HÞagBlað. DIl . ! i Arn' ^la. Ritstjórn: j g. Kr. Guðmundsson. Afgrmðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint.„ Pegar stórborgin sefur eða Þegar skyldan kallar. Mjög fallegur sjónleikur í 6 þáttum. Aðalhlutverk leika: Ralph Lewis og Claire Mc. Doweli. kunningja. Keppist nú hver sem betur getur við að hafa öskupokana fallega og vel gerða, helst úr silki og isaumaða. Eru þeir orðin versl- unarvara, eins og annað. Húsakaup. Bjarni Jónsson forstjóri Nýja Bió hefir afsalað sér bygging- arleyfi því er hann hafði fengið, og fest kaup á húseign þeirri við Laufásveg, er P. J. Thorsteinsson lét gera þar fyrir nokkrum árum. Járnbrautir Breta. í ár er liðin ein öld síðan farið var að nota járnbrautir í Bretlandi. Voru Bretar fyrstir til þess að taka upp þau sam- göngutæki. í*að er haft eftir samgöngumálaráðherranum Wil- frid Ashley, að járnbrautafélög- in brezku hafi nú í þjónustu sinni 700,000 manns og að hreinar tekjnr þeirra árið sem leið hafi verið 51 miljón ster- lingspunda. Árið 1923 ferðuðust 1,772,000 menn með járnbraut- um þar, eða 200,000 fleiri en árið 1913. Sama árið nam flutn- ingur með járnbrautarlestum 343,000,000 smálesta. Anglýsingnm í Dag- , blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Simi 744.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.