Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 24.02.1925, Blaðsíða 4
DAGBLAÐ Oliufatnaður. Olíu Stabkar Buxar Pils Erraar Svnntar 3 tegundir Síðjakkar, norskir, enskir og skozkir. Komið í tima og kaupið það sem ykkur vantar. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Ibósamjólk mjög góða tegund, en sérstaklega ódýra, hefi eg fyrirliggjandi í heildsölu. Heilbrigðisvottorð um gæði frá Efnarannsóknarstofunni. cTCjoríur t&CanssQtij Kolasundi 1. Sími 1361. Gassiitiir, ð raismunandi stærðlr. fást ódýrastar hjá Á. EINARSSON & FUNK Sími 982. Templarasundi 3. Skrautlegastir Öskupokar fást á NÝJA BAZARNUNI á Laugav.19. Rartöílir — afbragðs tegund — nýkomnar. ísrsl. lísir. Dómsdegi frestað. í Bandarikjunum er trúar- flokkur, sem nefnist »Reformed Seventh Day Adventist«. For- maður hans heitir Robert Reidt, þýzkur að ælt. Kalla trúbræður hans hann »spámann dómsins«, því að hann hafði spáð því fyrir 14 árum, að dómsdagur ætti að vera 6. febrúar 1925. Hélt hann því fram, að hann hefði fengið vitrun um þetta efni og eins hvernig sá dagur mundi verða. Fyrst sézt, sagði hann, svart ský á himni þar sem stjörnumerkið Orion er. En Orion hrapar um nóttina og verður þá svo mikil ljósadýrð, að engir vantrúaðir munu þola á að horfa. Þá koma andar frá æðri heimum og flytja hina rétt- trúuðu og útvöldu til California og setja þá niður á fjallstind í nánd við San Diego. Verða það 144 þúsundir manna og eru frá öllum löndum jarðar- innar. Þeir einir af öllu mann- kyni farast eigi í þeim Surtar- loga og ósköpum, sem þá leggja jörðina i auðn. Á fjallinu hafast þeir við í sjö daga, en verða þá uppnumdir. — Þetta er í fám orðum spá- dómur þessa manns og söfnuð- ur hans trúði þessu eins og nýju neti. Tóku menn það sem forboða dómsdags, að myrkvi varð bæði á sól og tungli skömmu áður. Seldu þá allir eignir sínar og kváðust ekki mundu hafa nytjar þeirra fram- ar. Þess er að vísu ekki getið hvaða nytjar þeir hafa haldið að þeir gæti haft af andvirði þeirra hinum megin. Söfnuðust nú hinir útvöldu saman í Pat- chogue á Long Island og biðu þess þar, að »andinn hrifi þá upp á háfjallatind«. En andinn kom ekki og ekkert sást af hin- um boðuðu teiknum. Dómsdegi var frestað. — Ekki er neitt um það frétt hvernig fer með söfnuð Robert Reidt úr þvi þetta tókst svona slysalega. En eins og altat hefir áður orðið reyndin á, er slíkir spádómar hafa komist á loft, örvilnuðust margar istöðulitlar sálir og er sagt að aldrei hafi borið meira á sjálfsmorðstil- raunum í Bandarikjunum en fyrst í þessum mánuði. Aðventistar í Evrópu hafa látið Reuter-fréttastofu senda út tilkynningu um það, að þeir eigi ekkert sammerkt við þenn- an ameríkska trúflokk, og að þeir hafi aldrei spáð neinu um það hvenær dórosdagur mundi koma. Alfons Spánarkonungur. Flest- ir Reykvíkingar munu kannast við það, að Nýja Bio sýndi hér mynd, er nefndist »Fjórir reið- menn«. Mynd þessi var tekin í Ameríku eftir skáldriti spanska skáldsins Blasco Ibanez. Rithöf- undur þessi dvelur nú í Frakk- landi, og fyrir skömmu gaf hann þar út bók, er nefnist: »Flett ofan af Alfons XIII.« Þegar er bókin kom út, varð konungur reiður mjög og lét sendiherra Spánverja í París stefna skáld- inu. En Frakkar drógu taum Ibanez, og er það var tilkynt nokkrum dögum siðar í franska þinginu, að Alfons konungur hefði látið málið falla niður, vakti sú fregn hinn mesta fögn- uð meðal þingmanna.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.