Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ er flytur slíkar auglýsingar, skal sæta 100—1000 kr. sekt fyrir hverja auglýsingu, en sé enginn ábyrgðarmaður, skal ábyrgð beint gegn prentsmiðju þeirri, erprent- ar blaðið. Frv. er komið fram eftir ósk Stórstúkunnar. Komið er fram í Nd. frv. er bannar mönnum að flytjast úr einu framfærsluhéraði í annáð, nema með samþykki sveitar- stjórnar eða bæjarstjórnar þar sem hinn nýi dvalarstaður á að vera. Undanþegnir þessum á- . kvæðum eru þó starfsmenn ríkisins, menn sem eiga 5000 kr. skuldfa’usa' eign, og vistráðin ársbjú. í fyrra var samskonar frv. borið fram, en varð þá eigi útrætt. . Tryggvi Þórhallsson ber fram frv. í Nd. um það að á tíma- bilinu 1926—1930, að báðum árum meðtöldum, annist ríkis- stjórnin eða láti annast, í sam- ráði við Búnaðarfélag íslands, útvegun á tilbúnum áburði fyrir hreppa- bæjarfélög, búnaðarfé- lög og samvinnufélög bænda. Meðan ríkisstjórnin annast út- vegun tilbúins áburðar, skulu skip ríkisins annast flutning hans endurgjaldslaust bæði frá útlöndum og milli og til allra þeirra hafna, sem þau annars koma við á. Sé verð hins keypta áburðar greitt við móttöku, selst varan álagningarlaust á öllum við- komustöðum skipanna. Heimilt er að lána vöruna í alt að 6 mánuði, Mg má þá leggja á 5%. Rekstrarfé til verslunar þess- arar og allan kostnað við fram- kvæmd laga þessara greiðir ríkissjóður. í greinargerð segir: Frv. þetta er nú á sínu sviði, alveg hlið- stætt gaddavírslögunum, eins og þá var ástatt. — Þá var nýlega farið að nota það ágæta og ó- dýra girðingarefni (gaddavirinn), og einhver mesta nauðsyn land- • búnaðarins auknar girðingar. Gaddavírslögin áttu áreiðanlega mjög mikinn þátt í því, hversu stórmiklar breytingar urðu í þvf efni á næstu árum. Hlunnindi þau, sem lögin veittu bændum, voru á engan hátt misnotuð. — Nú er það lýðum Ijóst, að aðal- verkefni bændastéttariúnar á þessum árum og næstu er að auka túnræktina. En meðan bændur hafa engan annan áburð en búfjáráburð, eru túnræktinni settar mjög þröngar skorður. Hinsvegar hafa nú um allmörg ár verið framkvæmdar rækileg- ar tilraunir um notkun tilbúins áburðar, og einstakir bændur, fáir þó, hafa fengið allmikla reynslu í þessu efni. Búnaðarþingið hafði málið til athugunar og samþ. frv. þetta. Borgin. Sjávarföll. Árdegisflæöur: kl. 7,0. Síðdegisflæöur kl. 7,17. Loknnartimi sölabúða. Bjarni frá Vogi heflr komið með breytingar- tillögu við það frv., og gengur hún í pá átt, að konfektbúöir skuli und- anþegnar lokunarskyldu. Styrk til skálda og listamanna héfir nýlega verið úthlutað. Þessir hafa fundið iiáð fyrir augum stjórn- arinnar: Guðmundur Friðjónsson 1200 kr,, Jakob Thorarensen, Davíð Stefánsson, Páll ísólfssbn, Sigvaldi Kaldalóns 500 kr. hver, Stefán frá Hvítadal, Benedikt Elfar, Einar Ein- arsson, Jón Ásgeirsson, Guðm. Kristjánsson, Pórður Kristleifsson, Ásm. Sveinsson, Fjnnur Jónsson, Guðm. Einarsson, Leifur Kaldal, Kristinn Andrésson og Hjálmar Lárusson 300 kr. hver, Sig. Skag- feldt, Nina Sæmundsen og Gunnl. Blöndal 400 kr. hvort. Alls er út- hlutað 8000 kr. Mercnr kom hingað í fyrri nótt. Með skipinu komu þeir Krejns vindlakaupmaður og Henriksen sild- arkaupmaður frá Seyðisfirði. Hávarðnr ísllrðingnr, hinn nýi botnvörpungur ísfirðinga, kom hing- að í gær frá Englandi. Nætnrlæknir i nótt Jón Hj. Sig- urðsson. Vörður í Reykjavíkur Apóteki. Leikliúsið. Á morgun verður sýnd- ur þar nýr leikur: Candida, eftir írska skáldiö Bernhard Shaw. Jarðarför Björns Gunnlaugssonar gullsmiðs fer fram á morgun. Eriudi til Fjárveitinganefndar neöri deildar Alþingis eiga aö vera komin nefndinni í hendur fyrir 1. marz. Miðuikud. tf) — A 1' árg. 25. febr. 2í. tölubl. ) Arni Óla. Ritstjórn: j g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslaj Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverö: 10 aura eint. Pegar stórborgin sefur eða Þegar skyldan kallar. Mjög fallegur sjónleikur í 6 þáttum. Aðalhlutverk leika: Ralph Lewis og Claire Me. Dowell. Tfðarfar. í gær var hiti um alt land 1—5 stig. Sambandslaust var þó við ísafjörð, svo að ekkert skeyti kom þaðan. Loftvægislægð suður af íslandi og búist við suð- lægri átt allhvassri fyrir sunnan land og úrkomu á Suður- og Aust- urlandi. íslenzkum matreiðslukennurum hefir verið boðið að sitja á fundi sem haldinn verður í Helsingfors í öndverðum ágúst í sumar. Verða þar saman komnar konur frá öllum Norðurlöndum, þær, er hafa kent matreiðslu og hússtjórn. Læknarnir Jón Kristjánsson og Magnús Pétursson hafa legið veikir undanfariö. Dánarfregn. Frú Guðrún Porláks- dóttir, ekkja Sigjarðar heit. frá Gröf Guðmundssonar, lézt í fyrradag hjá dóttur sinni Guðrúnu, sem býr á Leynimýri hér utan við bæinn. Var Guðrún heitin komin á tíræðis ald- ur, mesta sómakona og margra barna móðir. Synir hennar hér í Rvík eru þeir Sigurjón og FIosi Sig- urðssynir og Guðmundur á Lög- bergi. Karlsefni, Jón forseti og Otur eru nýkovnnir af veiðum, allir með lít- inn afla. tingTÍsa. Petta er ekkert yfirvarp undir kaldan vetur, þó að rjúpur safni i sarp, — sama gerir Pétur. Sálarrannóknarfélagið hefir fund annað kvöld. Par flytur Jakob J. Smári fyrirlestur um frægan þýzkan miðil.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.