Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Hjálpfýsi Conan Doyle. Mað- ur er nefndur Oscar Slater. Ár- ið 1908 var hann tekinn fastur og dæmdur til dauða fyrir það að hafa myrt kvenmann. Dóm- ararnir voru þó ekki sammála, því að sex af 15 töldu hann saklausan. Dómnum var síðan breytt í lífstíðarfangelsi og hef- ir Slater síðan setið í fangelsinu i Peterhead. En nú eru-það lög í Skotlandi, að »lifstíðarfangelsi« er þar sama sem 15 ára fang- elsi. Þrátt fyrir þetta hefir Slat- er ekki verið slept. Fyrir skemstu gat hann komið bréfmiða út úr fangelsinu til rithöfundarins Sir Arthur Conan Doyle, með beiðni um það að hann hjálpaði sér. Varð Conan Doyle skjótt við þeirri beiðni og rær nú að því öllum árum, að Slater sé slept úr fangelsi. Hefir Conan Doyle lýst yfir þvi, að hann sé alveg sannfærður um það, að maður- inn sé saklaus af þeim glæp, sero hann var dæmdur fyrir, og þar sem hann hafi nú setið meira en »lífstíð« í fangelsi, eigi hann heimtingu á að vera látinn laus. 'i, Útsala! Mikið af kvenkápum og kjólum verður selt i nokkra daga fyrir fpF* hálfvirði. Einnig ýmsar aðrar vörur seldar með miklum afslætti. 8 Egill Jacobseri. 9 Grestalieimiliö Reykj aví k. Hafaarstræti 20. 1. fl. hótel. - Miöstöðvarhitun. — Bað. — Kailisalui'inu opinn frá kl. 7.15 árd. — Heimabakað kaffibrauð og pönnukökur. Innheimtustofa Islands Eimskipafcl.húsinu 3. hæð. Semur sérstaklega um alla mánaðarinnheimtu fyrir versl- anir. Tekur einnig einstaka víxla og aðrar skuldakröfur til innheimtu kl. 10—1 á daginn. Sonnr járnbrnntakóngsins. mér er að vísu hættur að starfa en skeggið heldur áfram að vaxa fyrir þvi. Gjaldkeri var vel stiltur og svaraði: — Eg býst við því að þér viljið fá lán út á þennan hring? Ég skal athuga hvað ég get gert fyrir yður í því efni, herra Locke. Kirk sneri sér við og sá um leið, að konan, er sat í næsta stól hafði lagt bók þá, er hún var að lesa, í Jcjöltu sér, og horfði á hann með athygli. Og vegna þess, að honum fanst hann þurfa að tala við einhvern, varpaði hann orði á hana. — Er það ekki dæmalaust hvað þessir menn eru aurasjúkir? Eg gæti ekki hugsað mér gull- grafara verri. Henni brá augsýoilega, en hún svaraði þó engu. Kirk hélt áfram: — Menn halda víst hér um borð, að ég sé að leita að týndri erfðaskrá. En það er mesti mis- skilningur. Eg er að leita að milliskyrtu. Eini Oiaðurinn sem notar sama númer og ég er gjaldkeri, en mér virðist að hann vantreysti Oiér. — Annars vona ég það, að ég hafl ekki sært yðnr með þessu nöldri mínu. Eg skal Segja yður það, að mér finst ég vera einmana, °g því langar mig að tala við einhvern. — Eg heiti Anthony — Kirk Anthony. Það var ekki svo að sjá né heyra að írúin bæri mikinn áhuga fyrir knattspyrnu, því að hún kannaðist alls ekki við nafn Anthony. Mér heyrðist, sagði hún, að þér segðuð gjald- kera, að þér hétuð Locke. — Það er bara vitleysa. Eg heiti Anthony, og er erfingi að öllum eignum gamals félags í Al.banyhéraðinu, og heitir það félag sama nafni. — Darwin K. Anthony er þó líklega ekki faðir yðar? Kirk kinkaði kolli. — Já, hann er hinn bruðlunarsami faðir minn, og eg er hinn glataði sonur hans. Þekkið þér hann? — Já, í sjón! — Jæja, hvernig lízt yður á hann? Er hann ekki almennilegur? Hafið þér nokkuru sinni heyrt hann blóta? Hún hristi höfuðið og brosti. — Nei, eg þekki hann tæplega svo vel. — Hann kærir sig kollóttan um það, og blót- ar, ef honum svo sýnist. Hann getur ekki að. því gert. En engum kemur til hugar, að hann meini neitt með því. Hitt er skemtilegt, að þrátt fyrir það, þótt hann sé forríkur, get eg ekki fengið eina einustu skyrtu að láni hér í skip- inu. Það getur þó verið, að eg fái skyrtu að láni fyrir hringinn, sem eg setti að veði áðan, en eg skal fullvissa yður um það, að faðir

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.