Dagblað - 10.03.1925, Page 1
Priðjudag
10. marz
1925.
&ag6(aé
I. árgangur.
32.
tölublað.
Helgað minningu sjómannanna, er fórust í
mannskaðaveðrinu 7.-8. febrúar 1925.
Þjóöarsorg.
Enginn flgr eitl um skref
örlaga skapadóm;
veraldar vegabréf
verða þá innantóm.
»Pegar að kemur kall
kaupir sig engi frí«.
Hinum á hœla skall
hurð, eða nœrri pví.
Það, sem menn hafa óttast mest og
ekki viljað trúa, er nú fram komið.
Tvö skip úr botnvörpungaflotanum hafa
sokkið í sæ, með allri áhöfn, og hafa
þar týnzt 62 menn úr hinu hrausta
sjóliði íslendinga. —
Menn hafa haft óbifandi trú á botn-
vörpuskipunum sem sjóskipum, og hefir
verið talið, að þau mundu verjast í
hvaða garði sem væri. Enda hafa þau
oft sýnt það, að þau eru ágæt sjóskip.
Og ísienzku skipunum hefir altaf fram að
þessu farnast vel, og hafa þau orðið fyrir
litlu manntjóni. Þeim mun sviplegra er
það, þegar tvö skip hverfa nú í hafsins
djúp samtímis. Enginn veit neitt um
það, hvernig hið hræðilega slys hefir
atvikast, nema hvað menn geta gert sér
það í hugarlund af frásögnum hinna
botnvörpuskipanna, sem heimt voru úr
helju. Af þeim sögum veit maður það,
að munað hefir minstu, að mörg fleiri
skip hefði horfið — og er það voðaleg
tilhugsun.
Fátt segir einum af.
Ei mun það vafi. neinn:
Skipsögn í hyldjúpt haf
hverfur sem maður einn.
Alveg í einum svip
yfir lykst báran há.
Afskráir alla og skip
Ægir í skyndi þá.
Þetta er hið ægilegasta sjóslys sem
orðið hefir hér á landi, og er sannkall-
aður alþjóðarharmur, því að þarna hafa
horfið hinir röskvustu menn, úr öllum
landsfjórðungum. Og hvað var mann-
tjón ófriðarþjóðanna í styrjöldinni miklu
á móts við það manntjón, sem orðið
hefir í liði íslenzku sjómannanna á
þessum vetri? í*að var hverfandi, þrátt
fyrir allar vígvélarnar. Er það ekki
sorglegt, að okkar fámenna þjóð skuli
greiða slíkan skatt, að jafnvel sé þyngra
en tárum taki? Og er það þá ekki eðli-
Iegt, að maður geti ekki trúað því fyr
en í seinustu lög, að forlögin sé svo
grimm sem raun er á? En það er fagur
vottur um hugsunarhátt íslendinga, að
einkis hefir verið látið ófreistað til þess
að leita uppi hin horfnu skip og reyna
að bjarga þeim. Mun það í annálum
haft, svo lengi sem land er bygt, þá
er skipafloti héðan leitaði dögum og
vikum saman um þvert og endilangt
Grænlandshaf.