Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 10.03.1925, Qupperneq 3

Dagblað - 10.03.1925, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 Halldór Sigurðsson, háseti, frá Akranesi. Óiafur Erlendsson, háseti, Hafnarfirði. ól. Bjarni Indriðason, háseti, frá Patreksfirði. Árni Jónsson ísfjörð, háseti, Þingholtsst. 15. Jón E. ólafsson, hás., frá Keflavik, Barðastrs. Einar Hallgrímsson, háseli, Hafnarfirði. Magnús Jónsson, loftskm., frá Flatey. Jón Magnússon, háseti, Grettisgötu 53 A. Vigfús Elisson, háseti, Hafnarfirði. Óli Sigurðsson, háseti, frá Norðfirði. Egill Jónsson, háseti, Hafnarfirði. Óskar V. Einarsson, háseti, Vesturgötu 30. Kr. Karvel Friðriksson, hás., Litla Seli. Rvik. Jóhannes Helgason, hjálparmatsv., Hafnarf. Auk þess voru á skipinu 6 Englendingar. Enski skipstjórinn hét C. Beard. Sorgarathöfn. Pögn! — Hið svarta sorgarskg, er svifið hefir norðri í, nj\ byrgir alla útsýn vona um afturheimt landsins góðu sona; og reiðarslagsins dómsorð dynur: Dáinn er faðir, bróðir, vinur! Og harmi lostin hnípir þjóð, til himins siíga andvörp hljóð. Við hjarta íslands hneit sá hjör er hvassast beit. Sorgarathöfn fer fram hér i bænum i dag eins og skýrt var frá í Dagblaðinu á sunnu- daginn. Gengst bæjarstjórn fyrir þvi og full- trúar útgerðarmanna og sjómanna í samein- ingu. Verður athöfnin með svo miklum há- tíðleikablæ, að slíkt hefir ekki þekst hér á landi áður. Parf ekki að efa, að hver einasti maður hér í bæ verði vel við þeim tilmæl- um, er fram komu i tilkynningu borgarstjóra, því að svo hefir þessi sorgaratburður altekið hugi manna. Öll vinna og öll umferð á sjó og landi á að stöðvast kl. 2 stundvíslega og fullkomin kyrð að haldast i 5 minútur. Sérhver maður á að staðnæmast þar sem hann er þá, og allar samræður eiga að falla niður bæði úti og inni um allan bæ. Sérstaklega má ekki heyrast véla og vagnaskrölt, eða hljóðfæra- sláttur af neinu tagi. Hver minsti hávaði sem er, truflar þá samstilling sem hugir manna eiga að/ná á þessari alvörustund. Minningarguðsþjónustur verða siðan haldn- ar bæði í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni kl. 3 og verður reynt, eftir mætti, að sjá svo um, að ástvinir hinna látnu komist þar að á undan öðrum. í Dómkirkjunni talar sira Bjarni Jónsson og í Frikirkjunni sira Árni Sigurðsson. Að sjálfsögðu eiga allar skemtanir, hverju nafni sem nefnast, að falla niður í dag og ennfremur ætti öll veitingahús að vera lokuð og aðrir samkomustaðir. Á Alþingi verða engir fundir í dag, en for- seti sameinaðs þings og formenn sjávarút- vegsnefnda beggja deilda taka þátt í sorgar- athöfninni i Dómkirkjunni. Skeyti írá II. II. líoilllllgillllixi. Prins Knud viðstaddur sorgaratliöfnina. Svolátandi skeyti barst forsætisráðherra í gær frá konungi: „Drotningin og feg vottum aÖ- standendum hjartanlega hluttekningu. Sonur minn verður fyrir mina hönd viðstaddur sorgaralhöfninaCí. í Hafnarfirði fer fram sorgarathöfn með líku sniði og hér. Verður timinn þar gefinn til kynna með klukknahringingum, þá er athöfnin skal hefjast. Öllum búðum og skrifstofum verður lokað þar á timabilinu kl. 1—5. Samkoma veröur haldin í Góðtemplarahúsinu í Reykja- vík í kvöld, 10. marz, kl. 8^/a. Aðstandendur og Templarar velkomnir og beðnir að hafa með sér sálmabækur. Sira Árni prófastur Björnsson talar.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.