Dagblað

Útgáva

Dagblað - 10.03.1925, Síða 4

Dagblað - 10.03.1925, Síða 4
4 DAGBLAÐ Mb. Sólveig. Á hann hefir verið minst hér í blaðinu áður og sagt frá því hverjir menn voru á honum. Eins og kunnugt er af frásögn Dag- blaðsins voru sex menn á þeim bát og fórst hann í sama rokinu og botnvörpungarnir. Samskot. Bæjarstjórnir Reykjavikur og Hafnarfjarðar gangast, í samráði við fulltrúa útgerðarmanna og sjómanna, fyrir samskotum til aðstand- enda sjómannanna, er fórust 7.—8 febr. Sam- kotin hefjast kl. 47a síðd. í dag, og verður þeim veitt viðtaka í báðum bönkunum og í Sparisjóði Hafnarfjarðar kl. 4V2—7. Verður þessum peningastofnunum haldið opnum í þessu skyni einu. Innstæðueigendur eiga kost á að taka út fé til samskotanna á þessum tíma, en að öðru leyti fer ekki nein af- greiðsla fram. Þess er fastlega vænst, að allir, sem það geta, leggi skerf sinn fram þegar í dag. Ýmisleg-t um skipin. Af skipshöfninni á »Leifi heppna« voru 12 menn kvæntir og láta eftir sig 31 barn. Helgi Andrésson var faðir 1. stýrimanns. Hann var gamall þilskipsformaður að vestan. Fyrir mörgum árum hvolfdi undir honum hákarlaskipi; velti skipið sér um kjöl og reisti sig aftur á hinn bóginn, og misti Helgi engan mann. Mun slikt eins dæmi hér á landi og þótt víðar sé leitað. — Magnús Brynjólfsson og Ólafur Brynjólfsson voru bræður. Ólafur Gíslason var bróðir Guðm. G. Hagalíns skálds. Flestir af þessum mönnum voru á bezta aldri. Frír bræður frá Móum á Kjalarnesi voru á »Robertson«, Björn, Sigurður og Bjarni Árnasynir. Hinn siðastnefndi lætur eftir sig konu og 7 börn ung. Erlendur Jóns- son lætur eftir sig konu og 5 börn, Fórður Fórðarson konu og 10 börn. Jón Magnússon konu og 3 börn, Egill Jónsson konu og 6 börn, Bjarni Eiríksson konu og barn, Kr. Karvel Friðriksson konu og barn, Árni Jóns- son ísfjörð 3 börn, en tvö þeirra eru upp- komin. Einar Magnússon skipstjóri lætur eftir sig ekkju og 2 börn. Bróðir hans, Gunn- laugur, var á skipi með honum. Bjarna Ei- ríksson tók út af »Kára Sölmundarsyni« í fyrra, og var það sérstakt lán, að hann náð- ist þá lifandi. — Jón Ólafsson var bróðir Guðbjarts Ólafssonar skipstjóra. Það er eftirtektarvert, hve margir af þeim, sem farist hafa, áttu heima á Vestfjörðum eða voru ættaðir þaðan. Sá landsfjórðungur mun að visu hafa lagt drýgstan skerf í mannafla botnvörpunganna, en manni hrýs hugur við að minnast þessa og samtímis þess inann- tjóns, er þar hefir orðið siðan í haust. »Leifur heppni« var smíðaður í Selby hjá Cochrane & Sön, er smiðað hefir marga hinna íslenzku botnvörpunga. Skipið var 140 feta iangt og 24 feta breitt, og var að rúm- máli 333 smál. Þegar góður og gegn maður deyr, er það venja að rita um hann eftirmæli. Nú eru þess engin tök, þar sem svo margir góðir menn, er ætti hver að fá sitt eftirmæli, falla frá i senn. En væri það ekki vel við eigandi, að sjómannafélagið og útgerðarmannafélagið gæfi út minningarrit um menn þessa og yrði þar getið helztu æfiatriða þeirra? íslands ógœfu uerðr alt að uopni. Hrynja í ual hraustir drengir. En minning lija lengi skal. — Farið heilir í friði Drottins! Ritstjóri: Árni Óla. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.