Dagblað - 22.03.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag
22. marz
1925.
I. árgangur.
43
tölublað.
MISNOTKUN á verðmæti er
altaf talin skaðleg, og er í
raun og veru undirrót allra
meina mannfélagsins. Samt er
ekkert eins misnotað og dýrmæt-
asta eign hvers einslaklings —
jafnvel eina raunverulega eign
hans — timinn. Og engin mis-
notkun getur haft eins alvarleg-
ar afleiðingar og óbætanlegar,
eins og misnotkun tímans.
Ekkert ætti að vera hverjum
einstakling eins ljóst og það, að
iiðin stund kemur aldrei aftur.
Með hverju augnabliki, sem
Jíður, styttist jarðvist vor og sá
timi, sem vér eigum yfir að
ráða. Fortíðin er liðin og ekki
afturkræf, framtíðin er okkur
hulin og við höfum ekki vald
yfir henni nema að mjög litlu
leyti — enn sem komið er —.
Það er því að eins hin líðandi
stund, sem vér höfum full ráð
;yfir, — augnablikið, sem kemur
og fer. Ög það er þessi tími —
hver líðandi stund —, sem okk-
ur er svo nauðsynlegt að nota
"vel og láta verða að sem
mestu gagni fyrir okkur sjálf
og aðra.
Svonefnd »timanleg« og »and-
leg« velferð okkar er að mestu
leyti komin undir því, hvernig
~vér notum þetta verðmæti, — I
hverja liðandi stund.
Hugsum okkur þann mismun,
sem verða mundi, ef allir legð-
ost á eitt um að nota hvert
augnablik sem bezt og hag-
kvæmast, og hugsa þar mest
alþjóðargagn, en ekki eigin
hag. Slíkt mundi umbreyta
heiminum á örfáum áruml —
^á mundu meiri framfarir verða
^ ári hverju en orðið hafa á
°ld hverri áður.
f*að þarf enga heimsbyltingu
að þetta geti orðið, en auð-
Vltað mundi það gera þá breyt-
Iö8u, á hinu ríkjandi ástandi,
Seitl verða mundi til ómetanlegs
^a80s jafnt fyrir einstakling,
Se® alþjóð. — Vinnan er frum-
^Uyrði allrar velmegunar og
þess vegna getur það valdið svo
mildu, að vinna vel.
Altaf getum við fengið okkur
eitthvað til að gera, eitthvað sem
betur væri gert en ógert látið,
eitthvað sem einhver gæti haft
gagn af ef gert vseri. Slíkt þarf
ekki að vera nein erfiðisvinna
og ekki fremur »líkamleg en
andleg«, aðeins eftir starfsþoli
og hæfileikuin hvers eins. —
Feir eru margir, sérstaklega
ungir menn, sem ekkert gera,
eða jafnvel verra en ekkert
mestan hluta dagsins, mestan
hluta ársins, og sumir eyða
allri æfinni engum til gagns, en
mörgum til ógagns. Mundu þeir
ekki sofna sælli að kveldi ef
þeir vissu að þann daginn hefðu
þeir eitthvað gert, sem annað
hvort þeim sjálfum, eöa öðrum,
gæti að gagni orðið?
Og þær ungu stúlkur sem
hugsa mest um útlit og tískutild-
ur, munu þær búast við að
slíkt verði þeim notadrýgst og
happasælast, á allri lífsleiðinni?
Heilbrigð hugsun kemst
ekki að, ef þessu er svarað ját-
andi.
Sagt er að hver sé sjálfum sér
næstur, og það er alment álitið,
en það er fyrst og fremst kjör-
orð sjálfselskunnar. Og þeir sem
einungis hugsa um sjálfa sig og
eigin hag, verða aldrei vel liðnir
né »langlífir i landinu«.
Höfum það altaf hugfast, að
liðin stund kemur aldrei aftur
og minnumst þess jafnframt, að
framtíðarheill vor er fyrst og
fremst komin undir því, hvernig
vér notum hvert augnablikið
sem við eigum yfir að ráða. Það
er sú auðlegð, sem á að skapa
okkur og öðrum sanna hamingju
og batnandi framtíð.
Veturliði.
Clementina
síærsti botnvörpungurinn, sem íslendingar eiga. Hann er smíðaður
í Middlesbough Smith Dock árið 1913 og er 453 smál. brutto, en
201 smál. netto. Vélin hefir 700 bestöfl. Lengd skipsins er 162,4
fet, breidd 25,1 fet og dýptin 14,2 fet.