Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 j órnm álamenn réðn rírslitum stríððins. í ræðu, sem Lloyd George flutti í Hull fyrir skemstu, sagði hann meðal annars: Þær þjóðirnar sem áttu bezta stjórnmálamenn, unnu sigur í stríðinu. Rússar, Tyrkir, Austur- ríkismenn og Þjóðverjar áttu enga stjórnmálamenn. Hafið þér nokkurn tíma athugað það, að Þjóðverjar gáfust upp skilmála- laust í öðru ríki? Vér vorum ekki komnir nærri Rín og fall- byssur vorar drógu ekki inn í Þýzkaland. Samt gáfust Þjóð- verjar upp. Þá skorti menn sem talið gæti kjark í þá. Haldið þér að þannig hefði farið, ef Þjóðverjar hefði átt menn eins og Clemenceau, Gambetta eða Chatham? Nei; það voru alt þriðja flokks stjórnmálmenn sem þeir áttu, er vissu ekki hvernig þeir áttu að telja hug- rekki í þjóðina. — Þetta eru orð eins hins fræg- asta stjórnmálamanns um þetta efni. Segi menn svo að ekkert sé varið í stjórnmálamennina? Sparsemi. Hinn mikli starfsmaður og frjálslyndi stjórnmálamaður Rich- ard Cobden (1804—1865) flutti eitt sinn erindi fyrir verkamönn- um í Huddersfield. Hann mælti m. a. á þessa leið: »Heiminum hefir ávalt verið skift í tvo flokka: þá sem spara og þá sem eyða. Smíði húsa, myllur, brýr, skip og önnur mannvirki, sem mannað hafa fólkið og gert það hamingjusamara, er þeim fyrir að þakka sem haldið hafa sam- an fé sínu; en þeir sem eytt hafa jafnótt því sam aflað var, hafa altaf orðið að lúta í lægra hald og orðið undir í barátt- unni. Þetta er lögmál forsjónar- innar og náttúrunnar, og ég væri ósannur, ef ég héldi því fram, að mönnunum miðaði áfram með því að reynast latir, eyðslusamir og hugsunarlausir. — Nú er svo högum háttað, að stéttaskipunin er orðin marg- brotnari í heiminum, og þörf á að prédika samhaldssemi víðar en meðal verkamanna«. Ilelgoland íír sögunni. Eins og menn muna, var það eitt af ákvæðum friðarsamning- anna, að ónýta skyldi hin miklu vígi Þjóðverja á eynni Helgo- land. Voru víggirðingar þar sprengdar í loft upp siðan. Eyj- an var lítil, aðeins Vs úr enskri fermilu. Nú segir Frankfurter Zeitung, að það megi alveg telja hana úr sögunni, því að sjór og sprengingar hafa nær eytt henni. Hefir rekið þar að landi mikið af sprengiduflum úr Norðursjó, og hafa þau átt sinn þátt í því að eyða eyna, er þ,au hafa sprungið þar, eða verið sprengd þar. ' Vag&lam Via vini sína, að þeir láti það ber- ast, hve vel þeim líkar það. P4F Angiýsingum í D«g- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsla blaðsins. Sími 744. ÍSonur járnbrniitiikrtnsHÍns. hönd sína, er konsúllinn hafði kreist að alefli. Ef þér viljið gera svo vel að senda skeyti fyrir mig og sjá um það, að ég fái að sofa um borð í Santa Cruz, þá er ég yður mjög þakk- látur. — Minnist þér ekki á það, mælti Weeks. Eg skal síma honum undir eins og þér verðið hér sem gestur minn. Mér þykir mjög vænt um að hafa rétt til þess að hýsa yður. Kirk virti fyrir sér herbergið og tók að malda í móinn: — Nei, ég vil ekki vera yður til óþæginda. Mér er alveg sama um það þótt ég sofi um borð í skipinu. — Ég vil ekki hlusta á þetta. Þér hljótið að Vera orðinn leiður á vistinni um borð, en hér ero nóg herbergi — alt of mörg herbergi. Mér er- sönn ánægja að því að hitta almennilega menn — því að hér er fult af svikurum og landshornamönnum. Þér verðið nú hér herra Anthony. Ég skal biðja Zeelah að búa um yður í herbergi, þar sem blessuð hafgolan getur andað mann. Ég skal segja yður það, að hafgola er hér altaf. Henni er það að þakka að hér er Vaert — og svo whiskyinu. Má ég ekki bjóða yður eitt glas af whisky aftur. Nei, þakka yður fyrir. — Darwin — — nei, ég skal undir eins senda vagn eftir farangri yðar. — Ég hefi ekki annan farangur en þetta — sex skyrtur allar óhreinar. — Þá skal ég undir eins senda föður yðar skeyti. Ég er kátur út af því, að hafa sérrétt- indi til þess að mega vera hinn fyrsti, er send- ir honum tilkynningu um það, hvar sonur hans er niður kominn og leysa hann þannig af öllum áhyggjum út af yður. Weeks rölti að skrifborðinu og glenti sig þar, svo að hann gæti náð til blekbyttunnar. — Hvar eru nú simaeyðublöðin? mælti hann gremjulega og gruflaði þar í ruslinu. — Hérna eru þau, mælti Anthony og tók símskeytablökk upp af gólfinu. ^— Þetta er alt saman dragsúgnum að kenna, Hér er ekki hægt að halda neinu í reglu nema því aðeins að ég sitji á öllu. Það er versta landplágan hér þessi sífeldi næðingur. Þakka yður fyrir — ég er orðinn heldur feitur til þess að geta beygt mig, mér sortnar þá fyrir augum. Eftir litla stund las hann fyrir Kirk það sem hann hafði skrifað: Darwin K. Anthony Albany, New York. Sonur yðar heill heilsu og líður vel. Er gest-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.