Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ son, Skúli í’orsteinsson, Egill Skúlason, Skúli Egilsson og áfram. En svo lítur út sem félagið ætli ekki að koma upp niðjum Kveldúlfs lengra fram, og því hafl önnur heiti verið valin. Næst er að minnast á félagið „Alliance“. Þar er samræmið fullkomið í skipanöfnunum: Jón forseti, Skúli fógeti og Trgggvi gamli. Vita allir eftir hverjum þessi skip eru heitin, og eru þau öll þjóðleg nöfn og vel val- in. En öðru máli er að gegna með nafnið á sjálfu félaginu. »Alliance« þýðir sameiniug eða samband = félagsskapur, og hetði áreiðanlega mátt velja fé- laginu annað nafn betra og táknmeira. Hjá félaginu Sleipni er sam- ræmið fullkomið, því bæði skip þess heita fornum hestanöfnum: Gulltoppur og Glaðnr. En Sleipn- is-nafnið er eins og allir vita heitið á hesti Óðins, og var hann allra hesta mestur og bestur. Sumum finst nú, að óvið- kunnanlegt sé, að nefna skip hestanöfnum en til forna var slikt algengt og eru maigar skipakenningar dregnar af hesta- nöfnum. í Skáldskaparmálum segir Snorri að skip megi kenna með þvi »at kalla hest eða dýr — —« og eru mörg skipa- nöfn dregin af hestanöfnum. Fiskiveiðahlutafélagið ísland hefir valið skipum sínum nöfn í góðu samræmi hvert við ann- að, mánaðanöfnin framhaldandi: April og Mai, en ekki geta þau heiti þjóðleg talist og svara illa til nafnsins á félaginu sjálfu. Loks skal minst á hf. „Kári“, þar er samræmið minst i nafna- valinu, Austri og Kári Sölmund- arson heita skipin og er ekkert samræmi milli nafnanna. Virðist betur fara á því að hvortveggja skipin hefðu borið fornmanna- nöfn, eða dverganöfn. Um smærri félögin sem aðeins eiga eitt skip er ekkert sérstakt að segja. Gott íslenzkt nafnaval á ís- lenzkum skipum er bæði sjálf- sagt og æskilegt og mikill menn- ingarbragur að.efsamræmi fylgir. Veturliði. Ping'tíðindi. Fjárlögin. Seint á laugardagskvöld var lokið 2. umr. um 1.—13. gr. fjárlaganna. Voru ýmsar till. feldar, þar á meðal að veita 20 þús. kr. til Vaðlaheiðarvegar, 45 þús. kr. til sendiherra í Kaup- mannahöfn og 150 þús. kr. til Landspítalans. Borgin. Sjárarföll. Siðdegisháflæður i kvöld kl. 10,30. Árdegisháflæður kl. 11,5 á morgun. Næturlæknir er i nótt Ólafur Por- steinsson, Skólabrú 2. Simi 181. Nætnrvörður í Laugavegs Apó- teki. Tíðarfar. Breytileg átt var í morg- un um land alt og frost 0—10 stig og snjókoma á Suðurlandi og eins á Raufarhöfn. Spáð er allhvassri austlægri átt á Suðurlandi og Suð- vesturlandi, en breytilegri vindstöðu á Norðurlandi. Úrkoma víða og mjög óstöðugt veður. Hætt við að hann gangi i norðrið, einkum á Norðvesturlandi. Gnllfoss kom til ísafjarðar í morgun. Hrepti versta veður á leið- inni. Daðan fer skipið í kvöld. Pavlo, enskur botnvörpungur (skipstjóri Ágúst Waage) kom hing- að i gær með bilaða vél. Venus, botnvörpungur frá Fé- camp kom hingað í gær tii þess að fá sér kol. Ankaskip sendir Sameinaða félag- ið hingað og fer pað frá Kaup- mannahöfn 8. april. Höfnin. Clementina kom inn á sunnudaginn með brotna vindu. Hafði hún 60 tn. lifrar eftir viku útivist. Baldur kom í gær, með 85 tn. Otur kom af veiðum í fyrra- dag með 107 tunnur af lifur. Björg- unarskipiö Geir kom frá útlöndum í fyrri nótt. John S. Calvert kom hingað á laugardaginn með steinolíufarm til Landsverslunarinnar og fór héðan aftur í gær, með mestallan farm- inn til hafna umhverfis land. Gestamót ungmennafélaga var haldið í Iðnó á laugardagskvöldið. Par flutti prófessor Sigurður Nor- dal snjalt erindi um takmark ung- mennafélaga. Einar M. Jónsson las V)agBíað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslai Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Lýðveldis- hetj an. Sjónleikur í 8 þáttum, eftir Harriet ISlocIi. Aðalhlutverk leika: Olaf Fönss, Philip Bech, Cajns Brnun, Ebha Thontsen, Thilda Fönss, Oda Bastrnp, Torhen Meyer, Thorleif Lnnd o. fl. Mynd þessi er með allra beztu dönskum myndum, sem hér hafa sést, bæði að efni og leik. Sýning kl. 9. upp kvæði eftir sig, blandaður kór (ungmennafélaga) söng nokkur lög, gamanleikur (»Lifandi húsgögn«) var sýndur og að lokum var stíg- inn danz til aftureldingar. Mjög margir ungmennafélagar, víðsvegar af landinp, voru þarna samankomnir og fór skemtunin hiö bezta fram. Svanholm, aukaskip Bergenska félagsins, kom hingað í nótt. Botnvörpnngarnir Austri og Kári komu af veiðum til Viðeyjar núna um helgina, báðir með góðan afla. — íslendingur kom hingað og hafði aflað heldur' lítið. Bagaði hann gæftaleysi. Karlakór K. F. U. M. Allir að- góngumiðar að söngnum um dag- inn seldust á örstuttum tíma. Söng- urinn verður endurtekinn í kvöld.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.