Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 31. marz 1925. I. árgangur. 50. tölublað. TkAU eru víst teljandi dæmin II um það, að vér höfum ver- ið á undan tímanum, en hin dæmin eru óteljandi, að vér höfum verið á eftir tímanum. Og þegar ráðist er í einhverjar verklegar framkvæmdir, þá er stakkurihn venjulegast sniðinn svo þröngur, að hann er orð- inn alt of lítill eftir fáein ár. Eða svo er það hér í Reykja- vík. Vatnsveitan varð skjótt of iítil, rafstöðin er þegar orðin of lítil og hafnarvirkin eru alt of litil. Um það má að vísu segja, að þar valdi fjárskórtíir. En menn verða þó að gæta þess, að skipastóllinn eykst óðum, og siglingar aukast. Fyrir hvern hýjan botnvörpung, er hingað kemur, þarf tvo skipsfarma á ári, annan af kolum og hinn af salti, í viðbót við það, sem áður var. Útlend fiskiskip koma og hingað mikið oftar en áður var. Enda er sjón sögu ríkari, því að höfnin er altaf full af skipum og oft svo mikil þrengsli þar, að ekki er hægt að koma öllum að. Þetta kemur sér mjög illa, sérstaklega meðan vetrar- vertíð stendur yfir. Botnvörpu- skipin eru sjaldnast lengur en vjku f hverri veiðiför. " Þegar hingað kemur, mega þau alls «igi tefjast neitt fram yfir það, sem nauðsynlegt er, því að hver stundin er dýrmæt, þegar upp- gripaafli er. *Og þegar þess er gætt, að höfnin hefir mestar tekjur sínar af þessum skipum, bajði bein hafnargjöld og eins vörugjald af fiski, kolum og salti, þá er það auðsætt, að hun verður að kosta kapps um það, að geta altaf tekið í móti þeim. Það hlýtur því hverjum manni að vera það ljóst, að hafnar- virkin verða að stækka sem ¦*Ura fyrst. Þýðir ekki að bera Vlð fjárskorti, þvi að nauðsyn *aUar að, og þá verður að út- ^e8a fé með einhverjum ráðum. Skiftar skoðanir. I Englandi var manni nýlega stefnt fyrir 80 sterlingspunda skuld. Þegar maðurinn kom fyrir rétt, skýrði hann dómar- anum frá þvi, að hann hefði ekki getað greitt þessa skuld vegna þess að hann aetti fyrir 12 börnum^ að sjá. *• — Þér hefðuð ekki átt að eiga 12 börn, til þess áð hleypa yður í þessa skuld, mælti dóm- arinn. — Það er nú einmitt ólán mitt, mælti sakborningur. — Það er ekkert ólán, svar- aði dómarinn byrstur. Það er glæpsamlegt gagnvart rikinu, að maður í yðar stöðu skuli eiga svona mörg börn. Fyrir þingi íslendinga liggur nú frv. um það, að svifta menn ekki mannréttindum, þótt þeir þurfi að þiggja styrk vegna ó- megðar. Um það sagði Bjarni frá Vögi meðal anuars, að hart væri, ef ríkið ætti að hegna mönnum fyrir það, að þeir legði á sig allra manna mest til þess að ala upp nýja kynslóð í landinu. Hver hefir nú á réttara máli að standa, enski dómarinn, eða Bjarni frá Vogi? Eg er Bjarna sammálal Orœkja. Prestur verður úti. Á fimtudaginn ætlaði Guð- mundur Ásbjörnsson fríkirkju- prestur á Eskifirði upp yfir Eskifjarðarheiði. Átti hann að messa á Ketilsstöðum á Völlum á sunnudaginn. Var hann einn sins liðs. Á föstudaginn var hann ekki kominn til bygða og var þá hafin leit og fanst hánn örendur á heiðinni. Heiti botnvðrpunga, í nafnavali á íslenzkum botn- vörpungum gætir meira sam- \ ræmis og betri smekks, en bú- ast mætti við í þeim aldaranda sem nú ríkir. Virðist flesl vera samræmislaust og án nauðsyn- legs skipulags, bæði í hugsun og framkvæmd. Þetta samræmi er jafnvel meira en almenningi er Ijóst, og það er nokkuð gaman að athuga það nánara. — Auðvit- að gætir ósamræmis á stöku stað, og jafnvel þar sem sízt skyldi; verður hér einnig að því vikið. Er furðu mikill »menningar- bragurct, — ef svo mætti að orði komast — og skemtilegt sam- ræmi i nafnavalinu yfirleitt, og eiga þeir þakkir skyldar fyrir, sem því hafa ráðið, Hjá félaginu »Kveldúlfnr« koma fyrst niðjar Kveldúlfs Bjálfasonar, þeir Skallagrimur, Egill Skallagrímsson og Pórólf- ur. Mun Þórólfs nafnið fremur vera nafn Þórólfs Kveldúlfssonar V heldur en Þórólfs Skallagrims- sonar enda er einskonar »bræðra- lag« á skipunum, þvi »SkaIla- grímur« og wÞórólfur* eru báðir af sömu gerð og stærð. — Þá kemur Arinbjörn hersir, en hann var eins og allir vita fóstbróðir Egils, og loks er Snorri goði, en hann var óskildur þeim Mýra- mönnum. Þarna var samræmið farið út um þúfur og það eins og oftast er, að ástæðulausu. Reyndar getur það ekki talist nein goð- gá þótt skip sé heitið eftir Snorra goða og sjálfsagt hefir félagið haft sínar ástæður að velja þetta nafn. En með tilliti til samræmisins hefði eins vel virst fara á því að halda áfram með nöfn afkomanda Kveldúlfs og hefði þá röðin orðið þessi i beinan karllegg talin: (Skalla- grímur, Egi'U Þorsteinn Egils-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.