Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ kerfl um aukna þekkingu á ís- landi og Færeyjum í Noregi. í lok fundarins var kosin ný stjórn fyrir félagið, og var Rolf Thommesen, ritstjóri »Tidens Tegn« kosinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir: Thor- stein Christensen, Valtýr Alberts- son læknir, E. Eyolfsson og E. Berdal (sem hér hefir verið og er kunnur íslandi og íslending- um, vegna starfsemi sinnar fyrir vátryggingarfélagið »Andvaka«, sem hefir útbú hér í Reykjavík). Varamenn í stjórn voru kosnir: E. Breiðsvall, Gustav Indrebö og Barði Guðmundsson. Endur- skoðendur: stúdentarnir Vaagslid og Molaug. í fundarlok þakkaði Rolf Thommesen ritstjóri, professor Liestöl, fyrv. formanni, fyrir starf hans í þágu félagsins með- an hann hafði haft stjórnina á hendi. Erindi send Alþingi. Áskorun almenns stúdenta- fundar í Reykjavík, 5. apríl, um stúdentagarðsmálið. Áskorun sýslunefndar Dala- sýslu um að leyft verði að flytja inn coopersduft til sauðfjárböð- unar. Álit sýslunefndar Dalasýslu um frv. um húsmæðraskóla á Staðarfelli. Ásgeir prestur Ásgeirsson í Hvammi sækir f. h. ibúanna í Klofnings og Skarðshreppum, um íjárveitingu til kláfFerju á svonefnt Krosssund. Skrifari Edisons. Fátæknr piltur verður miljónamæringor. Árið 1859 fæddist í London maður sem heitir Samuel InsuII. Hann var af fátæku foreldri kominn, en er hann hafði aldur til, vann hann fyrir sér í skrif- stofu sem hraðritari og fekk að launum 1 sterlingspund á viku. En er hann vár 22 ára gamall misti hann þessa stöðu vegna þess, að annar piltur, sem lagði fé í fyrirtækið, bauðst til að gera það fyrir ekki neitt. Insull afréð þá að fara íil Ameríku. Hann hafði ekki dvalið þar mjög lengi, er henn fékk stöðu sem skrifari Edisons, og áður en langt um leið, var hann orð- inn hægri hönd hins mikla hug- vitsmanns. Smám saman vann hann sig svo áfram, og er nú forstjóri allrar rafleiðslunnar í Chicago, allrar gasleiðslu og loft- brauta í borginni. Hinn fátæki piltur, sem fór til Ameríku fyrir 45 árum, er nú orðinn miljóna- mæringur. Fegar Bandaríkin gengu í stríðið var honum falin yfirum- sjón allra hermála í Illinois-ríki, en þar er Chicago höfuðborgin. Borgin. Sjávarföll. Háflæöur eru kl. 4,28 í dag. Árdegisháflæður eru kl 4,45 í fyrra málið. Nætnrlæknir er í nótt Gunnlaug- ur Einarsson Slýrimannastíg 7 Sími 1693 Næturvörðnr er í Reykjavíkur Apóteki. Höfnin. Pessir botnvðrpungar hafa komið inn núna um helgina: Karlsefni með 95 tn., Glaður með 107 tn., Menja með 60 tn. og Hilmir með 90 tunnur. E s. Skald. Kolaskip til Kveldúlfs kom í gær. Peningar: Sterl. pd.............. 27,05 Danskar kr............ 103,80 Norskar kr............. 89,94 Sænskar kr............ 152,69 Dollar kr............... 5,67 Brnni. Á iaugardagskvöldið kom upp eldur i húsinu á Lindargötu 14 A. Slökkviiiðið var þegar til kvatt og tókst þvi á skammri stundu að kæfa eldinn, enda þótt hann væri oröinn talsvert magnaður; í húsi þessu býr Brynjólfur Jónsson. Místi hann tvo sonu sina á »Leifi beppna« fyrir skemstu. Er sjaldan ein bára stök og sannast hér, að nú skuli þau hjón hafa hent þessi raun. Hentaskóiinn. Lúðvik Guðmauds- syni stud. theol. hefir*verið falið IÐagSIað' {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgr0e>ðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingnverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. að taka viö kenslu í náttúrufræði i Mentaskólanum i stað dr. Helga heitins Jónssonar. Kjöttollsmálið heitir bæklingur er gefinn hefir verið út að tilblut- un Stjórnarráðsins. Er hann sam- inn af Sveini Björnssyni fyrv. sendi- herra. Er þar lýst öllum gangi þess máls og er bæklingurinn hinn fróð- legasti fyrir þá, sem ekki eru mál- inu kunnugir áður. Mercur er væntanlegur hingað i dag. Isiand er væntanlegt hingað i kvöld eða nótt. Kolaskip kom til Viðeyjar i morgun. Ótflntningur. Samkv. skýrslu frá Gengisnefndinni hefir útflutniegur ís[enzka afurða í marzmánuöi num- ið kr. 3,386.204. Par af er andvirði fyrir verkaðan fisk 1,355,977 og ó- verkaðan fisk 1,446,183. Andvirði fyrir lýsi nemur kr. 300,375 (f. 366,282 kg.) og fyrir gærur 116,766 kr. Kjöt kr. 38,920, garnir kr. 25,200, ull kr. 41,661, graðaostur kr. 5294, prjónles kr. 1662, rjúpur (6538 tals- ins) 3454 kr„ hrogn 16,805 kr,, síld 16,380 kr. Gullfoss fer til útlanda í kvöld. Svanur kom í nótt frá Eyrar- bakka. í fylgd með honum var Arthur Fanney, sem líka hafði farið þangað suður, en laskast þar eitt- hvað. Svanur hleöur i dag til Stykkishólms og Búöardals og fer áleiðis þangað í kvöld. Aflglý8ingar borga sig. Inn- anríkisráðherra Breta, Sir Wil- liam Joynson-Hicks, sagði ný- lega í ræðu, sem hann hélt, að það væri auglýsingar, er sköp- uðu heillavænleg skifti meðaí þjóðanna. »Heimurinn lifir á auglýsingum«, sagði hann.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.