Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 08.04.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 8 apríl Í925. Ú er verið að ræða um það að færa íþróttavöllinn ur stað. Mun það valda um hversu óvistlegur hann er nú — og hefir altaf verið. Fólk hefir ekki getað gert sér það að góðu, að standa þar í mold- ryki eða forarbleytu. Þó vita allir, að ærnu fé hefir verið kostað til vallarins, og er sá mikli tilkostnaður nú að engu orðinn, þegar færa þarf völlinn, því að engar iíkur eru til þess, að neitt af því, sem þar hefir verið gert, verði notað í fram- tíðinni. Það er vitanlegt, að ekki er víða hægt að fá hér nærlendis svo stóra lóð, sem Íþróítavöllur- inn þarf. En nú hefir verið gefið leyfi til þess að hann fái lóð við Suðurgötu. Honum er nú að vísu litið betur í sveit komið þar, heldur en þar sem hann er nú, en í þessu sambandi er rétt að athuga það, hvort hann muni geta verið þarna framvegis. Væri það í rauninni óðs manns æði, að fara nú að flytja völl- inn á þann stað, sem ekki getur orðið til trambúðar, svo að flytja þurfi hann aftur eftir lítinn tíma. Það er of kostnaðarsamt. Sú lóð, sem hinn nýi lþróttavöllur fær til umráða, verður því að vera á þeim stað, þar sem hann Verður ekki fyrir í náinni fram- tíð. Það er sá hluti málsins sem horfir að bænum. Virðist «Vo, að um leið og bærinn lofar lóð undir íþróttavöllinn, þá gefi hann um leið fyrirheit um það, ®ö þar megi hann vera áfram, enda þótt engir skriflegir samn- ingar sé gerðir um það. Kemur þá til álita hvort lóð þá, sem nú er um talað handa íþróttavellinum, þurfi ekki að úota til annars nauðsynlegra ^ður en langt um líður. Eins tarf, áður en endanleg ákvörð- er tekin um færslu íþrótta- VaUarins, að gera sér Ijóst hvert ei§* að vera framtíðarskipulag ^ *úelunum. Væri það ófyrir- gefanlegt, ef bærinn færi álika vel með það landrými eins og hann hefir farið með Skólavörðu- holtið. Og betra væri að synja um leyfi til færslu vallarins, heldur en að gefa það og verða svo eftir fá ár að reka hann í burtu. Lifrarafli botnvörpunganna á saltfisk- veiðum frá 1. jan. til 1. apríl. Ferðir Tunnur Skallagrímur . 5 492 Egill Skallagrímsson. . 5 397 Þórólfur . 3 237 Arinbjörn Hersir .... . 4 170 Snorri goði . 2 177 Jón forseti . 3 153 Skúli fógeti . 3 160 Tryggvi gamli . 4 264 Gulltoppur . 6 395 Glaður . 3 253 Apríl . 3 192 Mai . 5 389 Austri . 3 241 Kári Sölmundarson .. . 4 316 Karlsefni . 3 224 Baldur 481 Njörður . 4 186' Gylfl . 7 429 Hilmir . 4 206 Draupnir 227 Menja . 5 378 Otur 254 Ari 254 Ása .. 6 364 Geir 258 íslendingur .. 2 23 Hafstein 215 Háyarður ísflrðingur . 2 174 Clementina 52 Belgaum 91 Walpole 262 Rán .. 4 219 Ýmir .. 3 159 Viðir 233 Ver 377 Surprise .. 6 445 Dane .. 6 479 Ceresio .. 5 348 Earl Haig .. 3 241 James Long .. 2 173 Imperialist 265 Roynden 307 Grimur Kamban .... .. 2 132 Ping-tíðindi. Úrslit þingmála. Þessi fjögur stjórnarfrv. hafa verið samþykt: Um að landhelgissjóður skuli taka til starfa. Um sektir. Um smjörlíki (Áslækjar- rjómabú). Um skráning skipa. Þá hafa og verið samþykt þessi fjögur þingmannafrv. og afgr. sem lög frá þinginu: Um selaskot. (Flm. Tr. Þ.). Um aflaskýrslur. Ríkisborgararéttur til handa sr. Friðrik Hallgrímssyni. Uin selaskot á Breiðafirði og uppidráp. Feld hefir verið rökstudd dagskrá frá Einari Árnasyni um að vísa frv. um fjölgun kenslu- stunda í ríkisskólum heim til stjórnarinnar aftur »með því að kenslumálaráðherra getur sett reglur um fjölda kenslustunda án íhlutunar löggjafarvaldsins«. Dýr koss. 1 Englandi hefir nýlega verið feldur dómur út af því, að ung kona var kyst af manni, án hennar vilja. Maður- inn var dæmdur til þess að greiða henni £ 5 í skaðabætur, en það samsvarar hér um bil 135 krónum íslenzkum, auk málskostnaðar. Jón boli tekur harðara á slíku gamni en flestir aðrir. 8tórir motorvagnar. í Blyth í Englandi sólti motorvagna fé- lag nýlega um leyfi bæjarstjórn- ar til þess að hafa í förum þar í borginni motorvagn, er bæri 70 manns. Borgarstjórnin synj- aði leyfis, því að hún taldi þetta manndrápa samgöngutæki. Stærsti motorvagninn í London ber 54 menn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.