Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.04.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 16. apríl 1925. HÞagðlað I. árgangur. 62. tölublað. BÆRINN hefir haft þá stefnu á undanförnum árum, að færa út kviarnar, ná sér í ný lönd, svo að hann sé eigi eins aðkreptur og áður. Hefir hann því nú á seinni árum keypt ýmsar jarðir hér í grend, svo sem Ártún, Árbæ, Breiðholt o. fl., og nú að síðustu Gufunes. Með auknum mannfjölda hér í bæ hefir og aukist eftirspurn að mjólk. Henni hafa ýmsar sveitir reynt að fullnægja, með ærnum kostnaði þó, og litlum ávinning eða eDgum, og Reyk- víkingar hafa sjálfir reynt að fjölga kúm sínum. En versti þröskuldurinn í þeirri götu hefir verið sá, að hagagöngu hefir skort tilfinnanlega. Vegna þessa hefir bærinn ráðist í það að kaupa ný lönd, og er ekkert athugavert við það, ef lönd þau væri þá notuð eftir tilgangi. Einu sinni var um það talað, þá er mjólkurekla var hér sem mest, að bærinn reyndi sjálfur að koma upp kúabúi, svo að bæjarbuar gæti altaf fengið mjólk. Þess vegna var farið að hugsa um það, hvar tiltækileg- ast mundi vera að rækta land, svo að fóður fengist handa þeim kúm. Var þá hvergi álit- legra en í Fossvogi. Var nú byrjað að rækta þar, og er það sízt að lasta, en um leið var tekin af einhver bezta haga- ganga, sem hér er nálægt, fyrir kýr á sumrin. Varð þetta því "til þess, að menn er áttu kýr kýr hér, sáu sér þann kost vænstan að reyna að losna við þær, og um leið varð að sækja meiri mjólk til bæjarins og um tengri leið en áður var. En — eins og áður er sagt, nefir bærinn nú bætt við land Sltt ýmsum jörðum, og hlýtur Pa° að vera gert til þess, að na í hagagöngu, fremur en til h'os, að bærinn ætli að þenja S18 yfir allar jarðir, þótt reynsl- *n hafi nú sýnt, að hann hefir Panið sig yfir óþarflega stórt svæði og minni um leið á frosk- inn, sem vildi vera eins stór og naut. En hvernig hefir bærinn svo farið með þenna landauka og þenna hagagönguauka, sem hon- um hefir áskotnast fyrir ærið fé? Fáum við nú meiri mjólk en áður af »bæjarlandinu«, og verðum við ekki eftir sem áður að sækja mjólk upp á Kjalar- nes, efst upp í Mosfellssveit og suður á Álftanes og jafnvel austur í Öifus. Halda menn að flutningur á mjólkinni frá þess- um stöðum og hingað til bæj- arins kosti ekki neitt? Mér er sagt, að þeir sem Jengst sækja að með mfólk sina, fái ekki helming útsöluverðs hér fyrir hana, þegar allur kostnaður er frá dreginn. Með öðrum orðum, þegar mjólk er seld hér, greiða bæjarbúar helmig andvirðis hennar fyrir flutningskostnað og sölukostnað hér, eða meira. Hér er ekki farið fram á það í bili, að bærinn taki sjálfur að sér kúarækt og mjólkursölu. En með þvi randrými, sem hann hefir nú, mætti auka kúarækt hér og »innanbæjar« framleiðslu. Og enda þótt verðlag yrði hið sama og áður hefir verið, þá græðir bærinn á því að fram- leiðendur skuli vera hér. Og til þess var þó víst leikurinn gerð- ur, þá er hann færði út kvíarnar á kostnað þeirra, sem nú eru svo óheppnir að eiga hér heima. Samkcppni í*j<Söverja og Breta. Fyrir skemstu óskaði enska skipafélagið Furness, Withy & Co. eftir tilboðum í smíði á fimm stórum Dieselvélskipum, og kom lægsta tilboðið frá Deutsche Werft, og var því tekið. Tilboðið var £ 60,000 lægra heldur en hið lægsta til- boð sem kom frá brezkum skipasmíðastöðvum, og þó skuld- bindur Deutsche Werft sig til þess að hafa öll skipin full- smiðuð á mikið skemri tima heldur en brezku skipasmíða- stöðvarnar treystust til. Þess er og gætandi, að lægsta tilboðið frá Bretum var miðað við það, að þeir fengi vélarnar í skipin keyptar í Þýzkalandi. Deutsche Werft var stofnað árið 1919, og er að sögn brezkra sérfræðinga, er hafa skoðað það, fyrirmynd í alla staði og stjórn- að snildarlega. Þykir Bretum súrt í broti, sem von er, að Þjóðverjar skuli geta kept'þannig við þá í þeirri grein, þar sem Bretar hafa alt- af fram að þessu verið allra fremstir. Hafa þeir fram að þessu smíðað helming þeirra skipa, sem hleypt hefir verið af stokkunum í heiminum. Árið 1913 var hleypt af stokkunum skipum, sem báru samtals 3.333.000 smál., og af þeim höfðu Bretar smiðað skip, sem báru samtals .1.932.000 smál., og á árunum 1922, 1923 og 1924 smíðuðu þeir 49°/o af öllum þeim skipastól, er þá var settur á flot. Stúdentauppþot í Paris. Snemma í marzmánuði var skipaður nýr kennari við lög- fræðisdeild háskólans í París. Heitir hann Georges Scelle. Stú- dentar mótmæltu honum þegar í stað, vegna þess, sögðu þeir, »að hann hefir fengið stöðuna aðeins vegna politiskra skoðana sinna«. Scelle er jafnaðarmaður. Eitthvað viku af marz ætlaði Scelle að halda fyrsta fyrirlestur

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.