Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Skemtnn var haldin tvívegis í Iönó á sumardaginn fyrsta, til á- góða fyrir Barnavinafélagið »Sumar- gjöf«. Sýndu stúlkur þar leikfimi og tókst sú sýning ágætlega. Börn léku smáleik og fengu ósvikið lof að launum. Sigurður Guðmundsson sýndi danz. Mercnr fór héðan í fyrrakveld um VesLmannaeyjar til Bergen. Meðal farþega voru: Einar Benediktsson skáld og frú, Sceving Thorsteinsson lyfsali og frú, Bernh. Petersen kaup- maður, öll til Bergen. Til Kaup- mannahafnar fóru ungfrúrnar Marg- rét Thorberg, Joh. Bohlin, Ólöf Valdimarsdóttir, Halldóra Magnús- dóttir og Póra Möller, Jón Árnason framkvæmdarstjóri (S. í. S.) Fr. H. Kjartansson umboðssali o. fl. Til Færeyja fóru útgerðarmennirnir Mortensen og Thomsen, sem hér hafa dvalið undanfariö, og hr. Stein- holt. — Meðal farþega til Vest- mannaeyja voru umboðssalarnir Svend A. Johansen og Páll Melsted. Botuvörpnngarnir. Nýkomnir eru af veiðum: Royndin með 53 tn., Otur með 88 tn., ApríL með 108 tn. og Tryggvi gamli með 106 tn. lifrar. Kári Sölmundarson kom til Viðeyj- ar í gær, með 110 tn. og Njörður kom í rnorgun með 36 tn. lifrar. Ólafur Proppé konsúll var farþegi með e.s. Stat, sem héðan er ný- farið áleiðis til Spánar, með íisk fyrir Proppé-bræður. „Snmargjöf“, Barnavinafélagið hafði skemtun í Nýja Bio á sumar- daginn fyrsta. Flutti próf. Sigurður Nordal þar ræðu, en barnakór söng. Skemtun þessi verður endurtekín í kvöld. Trúlofun sina hafa opinberaö Karl Daníelsson prentari i Guten- berg og Puríður dóttir Jónasar H. Jónsonar fasteignasala. Víðavangshlaupið fór fram í fyrradag eins og ákveðið var. Þetta var 10. viða- vangshlaupið sem háð hefir verið hér og hefir íþróttafélag Reykja- víkur gengist fyrir þeim öllum. Hafa hlaupin jafnan farið fram fyrsta sumardag og þátttakend- ur verið frá 7 til 38. Vegalengdin sem hlaupin hefir verið var fyrsta hlaupið um 3 km. tvö næstu rúmlega 31/* km. en síðan hefir hún jafnan verið nær 4 km. Guðjón Júliusson hefir runniö þetta skeið á skemstum tima, 1923, hljóp hann það á 12 mín. 59,4 sek. Þátttakendur voru núna 20, frá þremur félögum, 6 frá glimu- félaginu Ármann, 6 frá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur og 8 frá íþróttafélagi Kjósarsýslu. Fyrstur varð Hallgrímur Jóns- son (Árm.) 13 min. 35,8 sek., 2. Geir Gígja (K. R.) 13 mín. 46 sek., 3. Magnús Eiríksson (í. K.) 13 min. 49,4 sek. Flesta vinninga hlaut lþrótta- félag Kjósarsýslu (34 stig) og hefir það þvi unnið bikarinn, sem kept var um, 'til fullrar eignar. í 4 fyrstu hlaupunum voru þátttakendur aðeins úr lþrótta- félagi Reykjavikur. En 1920 fengu Ungmennafé- lögin Afturelding og Drengur leyfi til að hlaupa saman um bikarinn. Pá kom líka Glímufél. Ármann fram sem keppandi. Árið 1922 þegar íþróttafélag Kjósarsýslu var stofnað gengu flestir íþróttamenn þessara ung- mennafélaga i það. Þannig má segja, að sömu mennirnir eða því sem næst hafi altaf unnið hlaupin siðan, eða samfleytt í 6 ár og mun slíkt vera einsdæmi í sögu íslenzkra iþrótta. Kept hefir verið um bikara siðan 1*920 hafa þannig sveitafélögin unnið þá tvo til fullrar eignar. Má segja að vel sé að verið, á ein- um 6 árum. Sonur jariibraiiinkrtiisslna. ur, mælti Weeks kuldarlega við Kirk. Þér hafið aðeins fengið makleg málagjöld. — Ég læt ekki bjóða mér slíkt, mælti Kirk í bræði. Sendihérra Breta fekk Svertingjadrenginn þegar látinn lausan og ég krefst þess að þér fáið mig lausan. — Það kemur mér ekkert við. Ég á viðskifta- hagsmuna að gæta hér, og ég er ekki svo vit- laus að láta eins og um milliríkjamál sé að ræða í hvert skifti sem einhver Bandarikjaþegn er tekinn fastur vegna ósæmilegrar framkomu. Hve lengi haldið þér að ég gæti átt vióskifti við menn hér ef ég hagaði mér þannig? — Er það satt, að þér séuð hræddur við það að bjálpa mér? mælti Kirk. Eða viljið þér ekki gera það vegna þess að yður sinnaðist við mig áður? — Nei, það er ekki af þeirjfj ástæðu. En ég fæ ekki skilið að yður hafi verið sýnt óréttlæti. Þér hafið svívirt opinbera embættismenn og bar- ist við lögregluna. Það er yður sjálfum að kenna, að þér hafið hlotið meiðsl. En ég skal að sjálf- sögðu sjá svo um, að þér fáið réttlátan dóm. Alfarez sneri sér að Weeks. — Þessi fangi heldur því fram að faðir sinn mjög ríkur. Það er því óheppilegt, að lög- regluþjónn skyldi særa hann. En sá lögreglu- þjónn er ekkert nema kurteisin sjálf og ef fang- inn hefði þegar skýrt frá öllu . . . — Nú, hefir hann líka sagt ykkur frá þessu? hreytti Weeks úr sér. Hann hefir víst sagt að hann héti Anthony og að faðir sinn væri for- stjóri fyrir járnbrautafélagi. Hann laug þessu lika að mér, en hann heitir Locke og ég veit ekki betur en að hann hafi komist hingað með svikum á Santa Cruz. Alfarez glenti upp skjáina. — Nú, hann er þá flækingurl — Ég veit ekki annað um hann en það, að hann hefir svikið út úr mér talsverða peninga. Að vísu verð ég að sjá um það, að ekki sé farið illa með hann, þar sem hann er Banda- ríkjaþegn, en lengra nær skylda mín ekki. — Er það hið eina, sem þér viljið gera fyrir mig? mælti Kirk. — Já. — Viljið þér láta einhvern í klúbbnum vita um það að ég er hér niður kominn? — Það væri þýðingarlaust. Þér hafið verið tekinn fastur, Locke, og verðið að sætta yður við það. Ég skal vera við þegar þér eruð yfir- heyrður. — Viljið þér gera svo vel að síma til föður mins?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.