Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 26.04.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 26. april 1925. I. árgangur. 70. tölublað. Athugid vel. Dagsetning var röng á Dagblað- inu i gær: stóð föstudagur í stað laugardagur. Föstudagsblað kom ekki út vegna þess, að ekki var unnið í prentsmiðjunni á flmtu- daginn. FARFUGLARNIR eru að koma. Lóan er komin fyrir nokkru og Stelkurinn er kominn. í*essu veita menn að vísu litla eftirtekt hér í Reykjavík, en í sveitunum er mikill fögnuður, þegar heyrist í fyrstu farfugl- unnm, því að þeir eru vorboðar. Og um leið og vorið kemur i vaknar þrá manna til þess að færa í lag alt það sem óblíða náttúrunnar hefir niður brotið áður. Hvað getum við Reykvíkingar nú fært í lag hjá okkur? Rað er margt. Úti um sveitir er það venja á vorin að hreinsa til í kringum bæina. Hefir það verið gert hér umhverfis húsin, eða er þess vanþörf? Gangi menn götur bæjarins og virði fyrir sér hvernig hirðan er umhverfis húsin, getur ekki farið hjá því, að þeim þyki þar ábótavant í ýmsu, og er það sízt að furða. Hirðuleysi og trassaskapur er svo mikill í höfuðborg íslands, að jafnvel kotbúendur mundu ielja sér ósamboðið. Vorið er komið — farfugl- arnir minna okkur á það og veðráttan minnir okkur á það. Látum það þá um leið minna okkur á þann gamla og góða islenzka sið, að borgaraleg skylda sé að gera hreint fyrir sibum dyrum og fagna þannig Su»nri. Verði menn vel samtaka 13111 það, mun bærinn fá annað yfirbragð en nú hefir hann. Eftirtátarverðar spásðgur. Árið 1878 kom út bók eftir dr. Grattan Guinness, sem heitir The Approaching End of the Age. Far var því spáð, að Mú- hameðstrúarmenn mundu verða reknir burt úr Sýrlandi og Gyð- ingar fá aftur fornan rétt í sínu landi. Árið 1917 var sagt að þetta mundi verða, en á því ári unnu Englendingar Jerú- salem af Tyrkjum, eins og kunnugt er. Enn fremur segir dr. Guinness, að þegar þessi tíðindi verði, þá sé skamt til komu Krists. (Light, 25/i«. ’24). Og virðist sú spá enn þá eftir- tektarverðari, þegar þess er gætt, hve sannspár höfundurinn var um hitt. En það mun vera heldur sjaldgæfara, að rétt sé spáð um ár, jafnvel þó að spár rætist. Þannig sagði t. d. skáld- ið Tolstoy fyrir ófriðinn mikla, en hann sagði að hann mundi hefjast 1912, en stjórnarbylting- in mikla sagði hann, að mundi verða 3 árum seinna, eða 1915, svo að hann var einnig þar 2 árum á undan tfmanum. Úr Le- nin, Trotsky og Nansen gerði hann einn mann, þó að ólíkir væru, og kallaði Napóleon frá Norðurlöndum. Einnig í spá Tolstoys er vikið að því, sem sumir kalla komu heimskenn- ara, en aðrir endurkomu Krists. Sumir halda jafnvel að þessi maður sé þegar kominn fram og sé Indverji. En mér virðist sú trú bera vott um djúpstæð- an misskilning á allri mann- kynssögunni. Trúa mín er sú, að ef maunkyninu verður bjarg- að, þá verði upptökin að því á Norðurlöndum, og fólgin i upp- götvunum, sem greiða götuna að skynsamlegri lífsskoðun, og auka svo yfirráðin yfir öflum náttúrunnar, að mennirnir geti i sannleika farið að hugsa um að láta sér fara fram. Helgi Péturss. Læknirinn ósýniiegi. Flestir munu hafa heyrt getið Margrétar í Öxnafelli, miðilsins, sem talið er að sé í sambandi við framliðinn mann er kallar sig Friðrik og hefir gefið sig við lækningum, fyrir milligöngu mið- ilsins. Hefir fjöldi manna hina mestu tröllatrú á þessum ósýni- lega lækni, eigi aðeins þar nyrðra, heldur einnig um alt land. Streymir að Öxnafelli fólk i stórhópum, og bréf og sím- skeyti koma þangað unnvörpum, svo að hrein plága er að fyrir stúlkuna. Með siðasta pósti komu þangað t. d. um 280 bréf frá sjúklingum víðsvegar á landinu og um sama leyti lágu 20 sím- skeyti til Margrétar á símstöð- inni á Akureyri. Meðal þeirra, sem hlotið hafa hjálp hins ósýnilega læknis, er kona nokkur í Vestmannaeyjum. En þótt margir sé trúaðir á lækningar Friðriks, eru þó hin- ir margir, er þessu eru andstæðir og telja þetta bábyljur einar og hjátrú, að framliðnir menn geti Iæknað. Á miðvikudaginn var haldinn fjölmennur fundur í Vestmanna- eyjum, til þess að ræða þetta mál og var til hans boðað af þeim, sem ekki trúa á þessi fyrirbrigði. Flutti Páll Kolka læknir þar erindi og sagði, að hér væri um huglækningar að ræða, en þær gæti verið stór- hættulegar. í dag verður haldinn annar fundur í Vestmannaeyjum og er til hans boðað af þeim, sem ekki vilja hafna þeirri trú, að hér sé um kraftaverk að ræða. Meðal þeirra, sem þá tala, er Kristján Linnet, bæjarfógeti, en hann hefir fremur mörgum öðr- um kynt sér dularfull fyrirbrigði og hefir mikið fengist við sál- fræðilegar rannsóknir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.