Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 iaa88a‘«ra»> q. ‘vími* Burg- Eldavélar hvítemailjeraðar og aðrar teg. ávalt fyrirliggjandi. Verðið lágt. A. Einarsson 4* Funk, Pósthússtrœti 9. Uli GnfnþvottaMs — Vesturgötu 20. Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. Sími 1401. Skeintnnin í Nýja Bió á Sumar- daginn fyrsta fór ágætlega fram. Er- indi Sigurðar Nordals, var skemti- lega flutt og skarplega, eins og vænta mátti. Samsðngur barnanna undir sljórn Aðalsteins Einarssonar söngkenn- ara tókst afbragðsvel og var unun að hlusta á börnin. í*au sungu í tveim flokkum, sveinar og meyjar sér, en svo saman að lokum. Voru þar um 60 stúlkur og 30 drengir. Skemtun þessi var endurtekin í gærkveldi. Ríkharður Jónsson heldur fyrir- lestur kl. 4 í dag í Iðnó. Segir hann þar frá ítölskum listastefnum og sýnir skuggamyndir úr ferð sinni um Ítalíu. Adam Raulsen hefir upplestur enn í Nýja Bió í dag kl. 2. Les hann þá »St. Hans Aftenspil« eftir Oehlen- sláger og kvæði og sögur eftir H. C. Andersen og Johs. V. Jensen. Fiskveiðar Yið Grænland Eimskipið . »Faustinus« frá Aalesund fór í fyrra eins og mörgum mun kunnugt, til hinna miklu fiskimiða við Vestur-Græn- land og hitti á mikinn fisk. Porskurinn var feitur og falleg- ur og aflinn svo, að hann borg- aði allan kostnað og þurfti því ekki að nota ríkisstyrk þann, sem veittur hafði verið til ferð- arinnar. Einkaskeyti til »Tidens Tegn« skýrir frá, að 10 — 12 skip verði gerð út frá Aalesund í vor, til veiða við Vestur-Grænland og að öllum likindum verði sel- veiðaskipin sum send til Vestur- Grænlands til að stunda þorsk- veiðar, eftir heimkomu frá Hvíta- hafinu, í stað þess að veiða seí í Danmerkur-Sundinu. Fiskimenn þeir, sem ætla að stunda þarna veiðar, láta illa yfir örðugieikum sem Danir gera þeim, með ýmsum ráðstöf- unum og höftum. (»Ægir«.) 801111 r járnbrantakóiigsins. — Nei! Og það er þýðingarlaust að tala meira um þetta. Ég verð að komast burtu héð- an, ég þoli ekki þann hita sem hér er. Svo fór hann og Alfarez fylgdi honum út. En hálfri stund síðar kom Alfarez aftur og með honum nokkrir lögregluþjónar, vopnaðir kylfum. Kirk leist ekki á blikuna. — Hvað á nú að gera? spurði hann. Alfarez gaf mönnum sínum einhverjar fyrir- skipanir á spönsku og settu þeir þá handjárnin á Kirk aftur. — Nú, þið ætlið þá að fara að yfirheyra mig? mælti Kirk. En Alfarez hreytti úr sér: —- Jþér beinduð bununni úr slökkvidælunni á mig, Locke, til þess að fólk hefði mig að spotti. En sá hlær bezt er síðast hlær! Hann settist og gaf mönnum sínum bendingu úm að þeir mætti byrja. IX. Spönsk lög. í annað skifti greip frú Cortlandt símaheyrnar- tólið og endurtók: — Segið þér manninum að ég geti ekki veitt honum viðtal. — Hann neitar að fara svo búinn og segist verða að fá að tala við yður undir eins. Erindið sé mjög brýnt, svaraði skrifarinn í símann. — Jæja, ég skal þá koma niður í skrifstofu, mælti hún og lagði frá sér heyrnartólið. — Því læturðu ekki manninn koma hingað? mælti maður hennar. — Það er Svertingi og skrifarinn segist ekki þora að senda hann hingað upp á loft. Ég býst við að hann hafi einhverja veikindasögu að færa. — Þeir eru farnir að gerast nokkuð áleitnir, en þannig fer það jafnan ef maður byrjar á einhverju kærleiksverki, mælti Cortlandt. Frúin svaraði engu en gekk niður í anddyri veitingahússins. tar beið hennar ungur Svert- ingi, mjög illa til reika og augsýnilega ákaflega sorgmæddur. Hann hóf þegar máls er hún kom og talaði svo ótt að hún skildi ekki orð og varð því að biðja hann að stilla sig. — Hver ertu? spurði hún.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.