Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.05.1925, Blaðsíða 2
9 DAGBLAÐ t Jarðarför föður míns, Péturs Einarssonar frá Felli í Bisk- upstungum, fer fram frá heimili mínu, Amtmannsstíg 5, á morgun, laugardaginn 2 maí, og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Guðrún Jónasson. því hann er sem steyptur í slíkt gerfi, sem þeim gamla virðist ætlað, og myndi Drachmann, ef upp hefði verið risinn úr gröf sinni, líka vel leikni hans og lipurð í meðferðinni á karlfausk- inum, konunginum. Aðrir leikendur fóru vel með hlutverk sín, þótt minni væru, svo sem óskar Borg (Kaspar reykhattur) og Tomas Hall- grímsson (Svissarinn), en þó einkum frú Kvaran (matseljan, unnusta Kaspars) sem er létt um hlátur og létt um leik, eins og fyr. Markaðssýningin tókst sér- staklega vel og var laglega sungið, þótt betur hefði mátt vera. En einkum er mér minnistæð sýningin í eldhúsinu, hreinu og fáguðu, þar sem hinar hvít- klæddu matseljurbiðu komu kon- ungssonar. Léku þær sín litlu blutverk með list og prýði, engu síður en hirðmeyjarnar í fyrsta þætti. Auk frú Kvaran bar hér mest leik á ungfrú Þuríðar Sig- urðardóttur, en meðal hirðmeyj- anna á leik ungfrú Svanfríðar Þorsteinsdóttur. Er það leitt, að almenningi skuli ekki gefast kostur á að sjá leik þenna. Hefði þurft að vera oftar leikinn og ódýrari aðgangur. Að endingu verð ég að láta í ljós gleði mína yfir því, að sjá Þórarinn heim kominn aftur með fiðluna sína. Guðm. Ping'tiðindi. Áfengi í Yestmannaeyjnm. Jóhann Jósefsson ber fram þessa fyrirspurn til rikisstjórn- arinnar: Sér ríkisstjórnin sér fært að leggja niður útsölu á Spánarvín- um í Vestmannaeyjum sam- kvæmt ósk bæiarstjórnar og meiri hluta kjósenda? Dócentinn. Minni hluti mentamálanefnd- ar Nd. (Á. Á. og Bernhard) koma fram með þetta álit um stofnun dócentsembættis við há- skóla íslands: Minni hlutinn játar að vísu, að skifta beri kenslu í íslenzkri bókmentasögu og málfræði is- lenzkrar tungu í heimspekisdeild háskólans milli tveggja kennara, og er þess vegna því fylgjandi, að nokkur fjárhæð verði tekin upp í fjárlögin til málfræðikensl- unnar við háskólann. Með þeim hætti hefir undanfarið verið séð fyrir kenslunni, og telur minni hlutinn eðlilegast, að svo verði, þar til ný skipun er gerð um þjóðleg fræði við háskólann. En eins og mentamálanefnd gerði uppástungu um á siðasta þingi, þá mætti fela þjóðskjalaverði og fornmenjaverði nokkra kenslu í íslenzkum fræðum við háskól- ann. Feiri góðar tillögur mætti gera um samstarf háskólans og ýmsra embættismanna þjóðfé- lagsins, sem andlegum störfum gegna. Með þeim hætti mætti án efa bæta úr þörfum háskólans og gera honum kleift að jafnast á við hvern háskóla sem er í íslenzkum fræðum. Af þessum ástæðum telur minni hlutinn ekki ástæðu til að samþykkja frumvarpið, held- ur ráðlegt að taka aftur upp, að svo stöddu, sama fyrkomalag í málfræðikenslunni og verið hefir til þessa. Lagarfoss kom frá Englandi í fyrrinótt meö kol og vörur til kaup- manna. Nokkrir farþegar voru meö skipinu, flest Englendingar. ÍDagðlað. I Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslat Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Skipbrots- menn. Mjög skemtilegur sjónleikur í 8 þáttum. Aðalhlutverk leika Anna Q. Nilsen og Milton Sills. Sýning kl. 9. Borgin. Sjávarföll. Ardegisháflæður í dág kl. 11,30. Síðdegisháflæður kl. 11,50 í kvöld. Nœtnrlækuir er í nótt M. Júh Magnús, Ilverfisgötu 30. Sími 410. Nætnrvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Stefán Stefánsson kennari og Mr. Mansfield enski kvikmyndarinn, komu hingaö meö Botníu síðast úr ferð um Norðurland. Fóru peir austur í Pingeyjarsýslu og tóku þar margar myndir, m. a. af fossunum í Skjálfandafljóti. Annars dvöldu þeir lengst á Akureyri og tóku þar mynd- ir, og svo annarstaðar á leið sinni. Vegavinna. Byrjað er^að bera ofan í Mosfellssveitarveginn, og var ekki vanþörf á, því vegurinn mátfi heita alveg ófær orðinn á köflum. t' Mokafli var í Grindavík í gær, og góður afli hefir verið þar und- anfarið. Saltlaust er þar nú alveg og fór m.b. Bifröst þangað i morg- un með salt frá hf. Kol & Salt. Grímnr Kambau kom af veiðuw 1 gær með 57 tn. lifrar. Draupnir kom einnig inn i gær, hafði 91 tn. Upple8trarfrí fengu stúdentaefni í Mentaskólanum í morgun. Var hald- in kveðjuathöfn lyrir framan skól-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.