Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ starf og það að vera ritstjóri að slíku blaði. Auk þessa ritar Finsen að staðaldri í »Tidens Tegn« um ísland og íslenzk málefni og sækja nú öll blöð á Norður- löndum allan fróðleik sinn um ísland til »Tidens Tegn«, eigi aðeins hin stærri blöð, heldur einnig hin svonefndu »Provins- presse«. Til sannindamerkis um það má nefna, að fyrir nokkru var flestum dönskum »Provins- blöðum« boðnar fréttir frá ís- landi, en flest þeirra svöruðu: »Nei, við þurfum þeirra ekki; við fáum allar íslandsfréttir frá »Tidens Tegn« í Oslo«. Hinir mörgu vinir Finsens hér, munu samgleðjast honum út af þessum frama hans á blaðamenskubrautinni, og ísland á hauk í horni þar sem hann er, því að tæplega munu mál- efni þess afflutt í eyru nágranna- þjóða okkar, svo lengi sem hans nýtur við í þessari stöðu. Borgin. Sjávnrföll. Siðdegisháflæður eru kl. 4 i dag. Árdegisháflæður eru kl. 4,20 i fyrra málið. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Jónsson Vonarstræti 12. Sími 959. Nætnrvörðnr er í Reykjavíkur- Apóteki. Barnavinnfél. „Snmargjöf“ heldur aðalfund sinn í dag. Gunnlaugur Claessen læknir flytur þar erindi og má búast við að það verði ekki óþörf hugvekja. Lætur G. Cl. sig uppeldismál vor miklu skifta og er bæði frumlegur í hugsun og tillögu- góður. — Fundurinn verður hald- inn í kaupþingssalnum og hefst kl. 4. Esja fer héðan i kvöld austur um land í hringferð. Sjóntækjaverslnn Laugavegs Apó- teks heflr verið töluvert aukin nú nýverið. Heflr Stefán Thorarensen fengið útlendan sérfræðing til að veita henni forstöðu og einnig feng- ið vélar til að slipa gler og búa til gleraugu. Eru vélarnar af nýjustu gerð og útbúnaöur allur hinn full- komnasti. Sýslnnefnd Snðnr-Múlasýsln hefir ákveðið að leggja 5 þúsund krónur til byggingar stúdentagarðsins. Er þetta myndarlega gert og verða þær sýslurnar væntanlega færri, áður en lýkur, sem ekkert láta af mörkum til byggingar stúdenta. Peningrar: Sterl. pd............... 26,85 Danskar kr............. 103,67 Norskar kr............... 92,78 Sænskar kr.............. 148,35 Dollar kr............... 5,55 Fr. frankar kr........... 29,39 Annaho kom hingað i morgun með sementsfarm til Hallgrims Benediktssonar & Co. Hávarðnr ísfirðlngnr kom inn til Viðeyjar i gær með 74 tn. lifrar. Hljómleikarnir í gærkvöldi brugð- ust ekki vonum manna. Var ósvikin unun að hlusta á leik þeirra félag- anna Otto Stötterau og Þórhalls Árnasonar. Verður minst á skemt- un þessa i blaöinu á morgun. Verslmfél. Rviknr hélt siðasta árs- fund sinn i gærkvöldi. Var þar ýmislegt til skemtunar, svo sem einsöngur og hljómleikar. Díana er væntanleg hingað i dag norðan um land. Snðnrland fór til Borgarness í morgun. Tíðarfar. Undanfarna daga , hafa verið hlýindi um land alt, einkum á Suður- og Vesturlandi, austlæg og norðaustlæg vindstaða og úr- koma víða. í morgun var 5 stiga hiti hér og hæg sunnanátt. Loftvog or stöðug þessa daga alstaðar. Spáð er breytilegri vindstöðu og hægu veðri. Ping-tíöindi. Pingmftnnafrnmvarp felt: Um bann gegn áfengisauglýs- ingum. Pingsál.tillögur samþ.: Um viðbótarbyggingu við geð- veikrahælið á Kleppi og bygg- ingu landsspítala. Um frestun embættaveitinga og sýslana. Pingsál.till. tekin aitur: Um að landsstjórnin skýri þinginu fiá, hvað hún hygst fyrir um samgöngur milli Reykja- víkur og Suðurláglendisins. tyacjBlaé. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Augiýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. ÁsKriftargjald kr. 1,50 á mánuði. ■■■ nyja bio mmmm Ilættulegur leikur. Sjónleikur í 5 þáttum. — Aðalhlutverk leika: Irene Castle og Claire Adams, báðar mjög þektar og góð- ar leikkonur, enda sýna þær í myn4 þessari snild- ar leikhæflleika og góðan skilning á meðferð hlut- verka sinna. Sýning kl. 9. Röbstndd dagskrá feld: Frá meiri hl. fjárhagsnefndar. Um Landsbanka lslands. Landhelgisgæzla eystra. Ingvar Pálmason flytur þessa þingsályktunartillögu: Efri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að halda uppi landhelgisgæzlu fyrir Aust-, fjörðum þegar á þessu ári, að minsta kosti á tímabilinu frá 1. sept. til nóvembermánaðarloka. Seðlaútgáfa. Fjárhagsnefnd Ed. ber fram frv. um það efni. í greinargerð segir svo: Með því að sýnt þykir, aö frv. til Iaga um Landsbanka ís- lands veröi ekki útrætt á þessu þingi, þykir nauðsyn að fram- leugja enn um eitt ár, eða til 1. júní 1926, frest þann, sem löggjafarvaldið hefir sett sér upphaflega með lögum nr. 6. 31. maí 1921, til þess að ákveða, hversu seðlaútgáfu ríkisins skuli ^ komið fyrir framvegis. Jafu- framt þykir og nauðsynlegt ákveða, að seðlar þeir, sem settir verða í umferð samkv*mt 1. gr. laga nr. 7, frá 1922, skuli

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.