Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 06.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 SJÁIÐ! Athyglt yðar er veitt að auganu, sem nýlega er komið í Laugavegs Apótek. — Sjón er sögu ríkari. Verð á öllum gleraugum er ódýrast í borginni. — Útlærður sérfræðingur sér um hagsmuni kaupanda, — og mun hann kosta kapps um að gera öllum til hæfis. 4\ vera löglegur gjaldeyrir, að stjórnin ákveði gerð þeirra, og að sörau ákvæði gildi gagnvart fölsun þeirra, sem um seðla Landsbankans samkvæmt lög- unum frá 1885. Miðar efni frv. að þessu. Sau ð fj árb aðanir. Bjarni Jónsson frá Vogi og Tryggvi Þórhallsson bera fram frv. um það, að með samþykki atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins megi nota Coopers baðlyf. Segja þeir, að viðsvegar af Iandinu, og einkum úr kjör- dæmum sinum, hafi þinginu borist áskoranir um að setja lög þess efnis, er frv. þetta fer fram á, og má svo segja, að það sé alþjóðarvilji, en hann styðst við reynslu manna í þessum efnum. Varalögreglan var til 2. umr. í Nd. í gær. Mátti enn sem fyr sjá það, að mönnum stendur ekki á sama hvernig um frv. þetta fer, því að þéttskipað var áheyrendum á pöllum og í hliðarkerbergjum allan timann, og margir komu til að hlusta á umræður eftir að fundi var lokið. Bernh. Stefánsson (frsm. meiri hl.) hélt langa ræðu og vítti forsætisráðherra hann fyrir það, að tala of alment um efnið. Jón Kjartansson (frsm. minni hl.) talaði næstur og talaði lengi. Lagði hann eindregið með frv. og brtt. þeirra Á. J. Þá talaði forsætisráðherra og kvaðst vera brtt. þeirra fylgjandi, því að þær högguðu í engu anda frv., eins og það kom frá stjórn- inni. Þá talaði Jón Baldvinsson og kvaðst álíta, að tala mætti um málið á víð og dreif, þótt forsætisráðherra hefði vítt Bern- harð fyrir að fara út fyrir þing- sköpin, þar sem hér lægi fyrir 2 nál. og breytingartillögur. Taldi hann málið enn svo loð- ið, að ógerlegt væri að sþ. frv. Siðan var málinu frestað — til mikilla vonbrigða fyrir marga, en öðrum til óblandinnar á- nægju. Það fer nú að líða á þing- timann, og er sýnt, að þessu máli verður tæplega komið fram á þessu þingi, nema »meö af- brigðum«, og kann vera að það megi takast eins og um sum önnur »þjóðþrifamál«, sem eru viðsjárverð með afbrigðum. iSoiiur jAriibrniiliikóngsins. drei, en um það má yður sennilega á sama standa. Spá Cortlandts rættist að nokkru leyti á sömu stundu, því inn kom hinn sjúki dómari, er á hálftima hafði tekið svo miklum bata, að hann gat komið fram. Og er Kirk Anthony hafði undirritað margvísleg skjöl og framkvæmt aðrar kveðjuathafnir, gekk hann keikur út úr Colon- fangelsi í fylgd með vinum sínum. Allan beið í námunda við fangelsið, svo nærri sem hann áleit að trygt væri, og er hann kom auga á förunaut sinn alfrjálsan, réð hann sér ekki fyrir fagnaðarlátum grét af gleði, þreif f hönd Kirks, hló og söng fullum hálsi. — Guð veri lofaður, hrópaði hann, nú eruð þér aftur frjáls maður, Anthony. — Ljómandi! Ljómandi! Sál mín var í helvítis kvölum, herra minn. Á hnjánum lá ég og grátbændi þenna bölvaðan fant, að láta yður lausan. Hann komst í svo hjartanlega geðshræring og viðleitni hans til hjálpar hafði verið svo alvarleg, að Kirk fékk kökk í hálsinn. — Enginn, er hafði orðið á vegi hans frá því er haun fór að heiman hafði fyllri rétt til að álasa honum en einmitt Allan; þó var drengurinn frá sér numinn af hrifningu, vegna þess að hann var orðinn frjáls. — Hættu nú þessu, mælti Kirk og gerði sér upp hlátur. . — Æ, herra minn, ég var dauðhræddur um aí beir mundu launmyrða yður aftur. Anthony varð ygldur á brúnina og sagði. — Þeir gerðu það. Allan rak upp ámátlegt gól, lét sem óður væri reiddi hnefann að fangelsinu og reigði sig: — Djöflar! Morðingjar! — Rólegur maður! — Engin skrípalæti hér úti á miðri götu, kall- aði frú Cortlandt. En Jamaíkadrengurinn lét sér ekki segjast. Hann gnisti tönnum. ranghvolfdi augum, skældi sig í framan með alskonar fettum og brettum og hrópaði hástöfum: — Allan skal hefna sín á þeim fyrir alt. Hann skal rífa hjartað úr brjósti þeirra með fingrum sínum. Svona! Hann fálmaði höndun- um, eins og hann væri að framkvæma þetta. Blóð! Blóð! — Ekki þenna hávaða, mælti Kirk og brosti, láttu ekki blóðið í þér sjóða út á barmana. — Allan skal láta lífið og leggja hönd á sjálfan sig yðar vegna, bætti Svertinginn við og trygðin skein út úr honum. Hr. Anthony barðist við þessa djöfla mín vegna. Nú skal ég berjats við þá hans vegna. Þegar honum loks hafði tekist að breyta um

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.