Dagblað

Issue

Dagblað - 07.05.1925, Page 1

Dagblað - 07.05.1925, Page 1
Fimtudag 7. mai 1925. I. árgangur. 79. tölublað. SKÓLAVIST flestra barna hér í borginni er nú bráðum lokið að þessu sinni. Hafa þau setið á skólabekkjunum síðan snemma í haust. Er nú kominn vorhugur í blessuð börn- in. Þau eru farin að letjast við námið og þrá að komast út i hreint vorloftið og birtuna. Sum- arleyfið fer í bönd, og stendur í 4—5 mánuði. Þetta er miklu lengri frltími en gerist hjá öðr- um þjóðum. Þykir mörgum hann helzti langur. Heíir þvi verið tekin upp sú stefna hér, að hafa sumarskóla frá 15. maí til júníloka. Er það sérstaklega gert vegna þeirra barna, sem þurfa að bæta við sig lærdómi, hafa orðið á eftir tímanum vegna veikinda, eða þurfa að búa sig betur undir næsta vet- ur. Enn fremur mun sumar- skólinn, sem í raun réttri ælti að kallast vorskóli, eiga að létta undir með foreldrum barna þeirra, sem ekki komast burt úr bænum þegar vetrarskóla er lokið, því götuuppeldið er ekki sem hollast hér í Reykjavík, og er götuvistin nægileg, þótt börn- in verji einhverjum hluta dags- ins til náms. Á bæjarstjórn og skólastjóri barnaskólans þakkir skyldar fyrir að koma þessu í fram- kvæmd, og ætti sem flestir að láta börn sín verða aðnjótandi þessarar kenslu þenna sex vikna tíma, sem í hönd fer. Götulífið í borginni er ekki svo glæsilegt, enda frjálsræðið nóg og agaleysið hér í marg- menninu, þótt gert sé alt til þess að hafa góð áhrif á börnin. Þeir, sem hafa tök á að koma börnum sinum í sveit, gera það, margir strax og skólavist er lolcið, og aðrir síðar. Verður sá gróði ekki með tölum talinn, sem börnin hljóta í sumarvist á góðum sveitaheimilum, þar sem þau njóta góðs viðmóts og aðhlynningar og hæfilegrar vinnu eftir þroska þeirra. Þau börn, sem eftir verða í borginni yfir sumartímann, eiga kost á því að hjálpa foreldrum sinum heima fyrir, ef þau eru nokkurn veginn stálpuð, en hin- um standa leikvellirnir opnir, og er þá nauðsynlegt, að þess- um smælingjum okkar sé sum- arvistin til hollustu hér, að svo miklu leyti sem kostur er á. Með vexti borgarinnar vaxa kröfurnar, einnig í þessum efn- um, og er þarna enn ærið við- fangsefni handa þeim, sem sér- staklega er talið að bera hag barnanna fýrir brjósti. W öluspá. i. Sigurður Nordal prófessor, getur um það í sinni mjög lofsverðu Völuspárbók, hvernig tveir ágætir málfræðingar, Guð- brandur Vigfússon og Björn M. ólsen, skýrðu nafn jötuns þess er Hrymr er nefndur (Hrymr ekr austan o. s. frv.). Taldi annar skyldleik við orðið hrum- ur, en hinn kvað þýða mundu hrímþurs. Miklu líklegri slcýring nafnsins virðist mér sú, að Hrymr þýði: sá sem hefir rymj- andi róm; en h þarf þarna engum vandræðum að valda, og má þar minna á, að í einhverju fornkvæði stendur hrót fyrir rót. Væri nafnið Hrymr þá líkt til komið, og önnur jötnaheiti sem dregin eru af rómstyrk, eins og t*rymr, sá sem hefir þrymjandi eða þrumandi raust, og Hrungn- ir (sbr. rungende Stemme). Pegar hinir goðmálugu menn og konur sáu og heyrðu þau tíð- indi sem í jötunheimum gerðust, þá mun þeim hafa þótt sem jötnarnir væru rómsterkir mjög. En Völuspá mun vera nokkuð líkt til komin og opinberun Jóhannesar, og þar er eins og kunnugt er, getið um veru sem er svo rómsterk, að raustinni er jafnað við nið margra vatna. (Meira). Helgi Péturss. Lækningarnar í Vestmannaeyjum. Eins og Dagblaðið lét gelið sunnud. 26. f. m. var haldinn fundur í Vestmannaeyjum, og var til hans stofnað af þeim mönnum, sem ekki töldu það óhugsandi, að um kraftaverk gæti verið að ræða í sambandi við lækningu þá er umgetin kona hlaut þar í Eyjum. Á miðvikudaginn næstan fyrir, flutti Páll Kolka Iæknir erindi og varaði menn við, að leggja of mikinn trúnað á þessar lækn- ingar, því þær gæti verið hættu- legar er um alvarlegan sjúkdóm væri að ræða. Rakti hann ítar- lega sögu slíkra lækninga frá því í fornöld og sýndi mönnum fram á, að hér væri ekki ný fyrirbrigði á ferðinni, heldur væri hér að koma fram endur- tekning þess, sem áður hefði skeð mörgum sinnum. Krafta- verkasögur fyr og nú væri þess eðlis, að ekki mætti treysta sanngildi þeirra, nema að nokkru leyti. Taldi hann varhugavert að leggja um of trúnað á almætti þessara kraftaverka. Er hann hafði lokið máli sínu kom sú fyrirspurn fram á fundinum, hvort ekki væri leyfi- legt að ræða þetta málefni, en fundarboðandi kvað fundinn ekki vera almennan umræðu- fund, en opið stæði hverjum sem vildi, að stofna til annars fund- ar og væri hann fús til að koma þar og taka til máls. Var svo eins og áður er um getið til fundar boðað sunnu- daginn næstan eftir. Setti Hallgrímur Jónasson barnakennari fund þenna, og

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.