Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 10.05.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Fjármálastefna brezku stjórnarinnar. Á miðvikudaginn annan en var hélt fjárinálaráðherra Breta, Winston Churchill, ræðu í Neöri málstofunni, sem beðið var eftir með óþreyju og sem þótti stór- merkileg að mörgu leyti. Eink- um þótti það tfðindum sæta er hann sagði i sámbandi við hið nýja fjárlagafrumvarp stjórnar- innar. Hrósaði hann hinum frá- farna fjármálaráðherra, Philip Snowden á hvert reipi, fyrir stjórn hans á fjármáladeildinni. Skýrði síðan frá því, að Bret- land hefði staðið svo vel við öll loforð sín, að ríkisskuldirnar hefðu minkað um 350 milj. pd. sterl. (9,450 milj. kr.) samtals síðustu 5 árin, enda hefðu vext- ir af ríkisskuldabréfum færst niður um 2 o/o eða úr 6V2 0/0 í Al/i 0/0 og afborgannir sem falla í gjaldd. í júní og sept. hefði stjórnin þegar trygt sér. Svo væri ráð gert, fyrir löngu, að horfið yrði aftur til þess ráðs, að gera seðlana innleysanlega með gulli, lögum þeim sem hingað til hefði gilt um bann gegn útflutningi gulls frá Bret- landi yrði þegar í stað aflétt, en hins vegar yrði Englandsbanka í sjálfsvald sett, hvenær lögin um innlausn seðlanna gengi í gildi. Stjórnin hefði keypt 166 miljónir dollara og ennfremur trygt sér 300 miljóna dollara lán, sem notað yrði til þess að halda pundinu uppi. Churchill hélt 2lh klst. ræðu og kom víða við. En gullinn- Jausn seðlanna var langmerkasta atriðið og mun hafa víðtæk áhrif um heim allan og breyta núverandi ástandi mikið. Annað eftirtektarverðasta nýmælið var um almennar skyldutryggingar sem getið var um í blaðinu í gær. Halldór Kltjan Laxness fór i gær með Lagarfossi áleiðis til ítaliu' Hefir Halldór skáldsögu í smíðum, sem gerist að miklu á Sikiley og mun hann dvelja þar syðra meðan hann er að semja söguna, eöa fram á næsta vetur. Grlímusýning fór fram i Iðnó í fyrrakvöld. Var þar margt manna saman komið þeirra sem áhuga hafa á þess- ari alíslenzku iþrótt, þótt fleiri hefðu áhorfendur mátt vera. Gat þar að líta á bekkjum og pöllum gamla glímukappa, svo sem Sigurð Gunnarsson præp. hon. og meðal hinna yngri Hallgr. Benediktsson o. fl. t*egar tjaldið var dregið upp gekk fram á leikpallinn foringi glímumanna Jón þorsteinsson leikfimiskennari og mælti nokk- ur orð. Kvað hann hér enga kappglimu eiga fram að fara, heldur fegurðarglímu og gætu áhorfendur um hana dæmt, hver eftir sinum smekk, en tók um leið fram að hér mundi verða glímt í fullri alvöru. Stóðu þar í beinni röð niu glimumenn, vel vaxnir með stælta og sterklega vöðva og að öllu hinir vasklegustu í fram- komu. Voru það þessir: Ágúst Jónsson, Jóhann Por- láksson, Jón Pálsson, Jörgen Porbergsson, Pétur Bergsson, Sigurður Greipssson, Viggo Nat- hanaelsson, Porgeir Jónsson og Porsteinn Kristjánsson. Ljósklæddir voru þeir og allir eins búnir. Hófust nú glímur og stóð í eina minútu hver. Sátu glímum. á bekk í baksviði en þeir sem glímdu í hvert sinn gengu fram við kall glímustjóra eftir settum reglum, heilsuðust með handabandi svo sem venja er til, og tóku saman. Mátti þar sjá snör fangbrögð og snarpan leik. Var þarna glíint af ineiri mýkt og snarræði, kappi og festu en áður hefir sést hér og var auðséð að ágæt samæfing hafði átt sér stað undir frá- bærri stjórn, enda voru glímu- menn jafnvígari, en við áður höfum átt að venjast, og er því erfitt að gera upp á milli þeirra, þótt tilgreina mætli marga fallega byltu og einnig vaska vörn. Má þó sega að bragðfimi og léttleika gætti meir hjá einum en öðrum. Að mínútunni liðinni blés glimustjóri í pípu sína, en glímu- menn réttu úr sér, gripu hver HbagBlað.. Arni Óla. ítstj rn: g Rr> Guðmundsson. Afgrdðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. um annars hönd og gengu til sætis. Komu þá fram aðrir tveir, og svo koll af kolli. Pótti áhorfendum mikið til glimunnar koma og létu óspart ánægju sína í ljósi með dynj- andi lófataki. Er það gleðilegt ef áhuginn skyldi glæðast á ný fyrir þess- ari góðu og fögru íþrótt. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður eru kl. 6,50 í kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 7,15 í fyrra málið. Nætnrlæknir í nótt er Magnús Pétursson Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Næturlæknir næstu nótt er Jón Kristjánsson Miðstæti 3A. Sími 686 Handbók fyrir islenzka sjómenn eftir Sveinbjörn Egilson kemur í bókaverslanir um helgina. Verður hennar nánar getið siðar. Jeanne d’Arc-hátíðin er í dag Yfirforinginn á Ville d’Ys, franska. herskipinu sem hér liggur á höfn- inni, hefir pess vegna látið það boö út ganga að borgarbúum sé hejmijt að koma og skoða skipiö kl. 2—5 í dag, en fyrir fari verður hver að sjá sér sjálfur. IMana fór héðan.í gær vestur og norður um land til Noregs. Meðal farþega voru: Pjóöverjarnir fjórir sem hér eru i vísindaleiðangri: Dr. rer. nat. Rosa von Stoppel, Dr. Hans Voelker og stúdenlarnir Klaus Unna og Rolf Holm. Ennfr. Tryggvi Jóakimsson framkv.stjóri, Pór. Dúa- son skipstjóri, Helgi Hafliðason kaupm. á Siglufirði, Ásgeir Péturs- son kaupm., Páll Skúlason kaupm. Akureyri, Gottfrcdsen sildarkaupm.,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.