Dagblað

Issue

Dagblað - 13.05.1925, Page 4

Dagblað - 13.05.1925, Page 4
4 DAGBLAÐ Ef þið viljið kaupa ykkur gott á fæturna. þá kaupið Goodrich Gúmmískófatnað, sem 10 ára reynsla hefir sannað, að er sá Iang- sterkasti. Hann fæst í eftirtöldum verslunum: * Yeiðarfæraversl. „Liverpool“, Veiðarf'æraversl. „Geysir“, 0. Ellingsen, Hafnarstræti, B. Stefánsson, Langaveg 22, 0. Thorsteinsson, Uerkastalannm. Ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá einkaumboðsmanni verk- miðjunnar JÓrVJJTVAJV ÞOKSTEIJVSSYNI Yatnsstíg 3. Símar: 464 & 864. Brezki ríkiserfinginn, prinsinn af Wales, lagði af stað í langferð til Suður-Afríku í marz- lok á herskipinu Repulse. Er hann að heimsækja nýlendur Englands og vinna að góðri ein- ingu heimsvéldisins. Heimsækir hann ekki einungis Kaplandið og Búalöndin, heldur einnig ýms lönd þar sem búa Hottentottar og Búskmenn. Tekur hann af stjórnendunum hyllingareiða og veitir ýmsar sæmdir að launum. Brezku blöðin kalla prinsinn í gamni »konunglegan verslunar- sendiherra«, því að auðvitað er það verslunarsambandið sem framar öllu á að tryggja, en yfir því gogga nú margir hræfuglar, sem gætu orðið Bretum hættu- legir, svo sem Ameríkumenn, Frakkar og Þjóðverjar þegar þeir komast úr kútnum. — Nýlega var prinsinn kominn til Ashanti, sem er negraríki á Gullströnd- inni, er Englendingar áður hafa brotið undir sig. Var honum nú tekið þar með kostum og kynj- um, gefið gullsverð og fleiri dýr- gripir og honum heitið trú og hollnustu. — Á heimleiðinni ætlar prinsinn að koma á St. Helenu þar sem Napóleon var í varðhaldi. Síðan fer hann yfir til Suður-Ameríku og heimsækir borgirnar Buenos Ayres og Montevideo. Um þær slóðir hafa Bretar einnig mikilla fjárhags- muna að gæta, þótt ekki ráði þeir þar ríkjum. SEMENT frá Kristiania Portlands Sementfabrik er nýkomið með e.s. Grado. Bezt að gera kaup meðan skipið affermir. Verð frá 60 kr. Einnig allsk. verkamannaföt, úr nankini og mol- skinni, núkomið í Anstnrstræti 1. Ásg\ G. Gunnlaug-sson & Co. Glímusýning Noregsfararnir sýna glímu í Goodtemplarahúsinu i Hafnar- firði 14. þ. m. kl. 9 siðdegis. Aðgöngumiðar fást í verslun Egils Jacobsens í Hafnarfirði og við innganginn.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.