Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 í gær til Vestmannaeyja og meö honum landssímastjóri til þess að sjá um lagning á uýrri símalinu til Eyja og viögerða á þeirri gömlu. Guðm. Thoroddsen heflr nýlega ■verið skipaður prófessor við lækna- deild Háskólans, í stað Guðm. heit. Magnússonar. Thor Jensen heflr verið kjörinn hiðursfélagi Búnaðarfélags tslands. Miðfjarðar-læknlshérað, í Húna- vantssýslu er nú laust til umsóknar til 15. júní. Illn gengnr eins og fyr að innheimta Landsbókásafnsbækurnar. Heflr það aftur og aftur verið auglýst og að öðru leyti brýnt fyrir mönnum að skila bókunum innan ákveðius tima. — í dag eru síðustu forvöð fyrir menn að skila þeim sér að kostn- aðarlausu. Gestir í hænum, eru margir um þessar mundir. Meðalannara: Sæm. Halldórsson kaupm. Stykkishólmi Sigurður Ágústsson versl.m. s. st. Ingimundur Magnússon bóndi í Bæ og Ólafur Ólafsson kennari frá Pingeyri. Glfmusýningu ætla Noregsfararnir að halda i Hatnarfirði í kvöld og má þar vænta mikillar aðsókn- ar eftir þeirri einlægu aðdáun sem þeir hlutu fyrir glímusýningu sina hér í Iðnó á dögunum. Vonandi gefst Reykvikingum kost- ur á að sjá til þeirra aftur áður en þeir fara, því mönnum er svo nýtt að sjá hér svo fagurlega glímt, eftir allar »kappglímurnar« undanfarin ár. Peningar: Sterl. pd............... 26,75 Danskar kr.............. 103,84 Norskar kr............... 92,63 Sænskar kr.............. 147,61 Dollar kr............... 5,52‘/a Fr. frankar kr........... 28,92 Nú á verðlag'ið að lækka! 1 útlöndum hefir íslenzk króna hækkað stórkostlega síðan í fyrra um þetta leyti, en hér á íslandi hefir hún sama sem ekkert hækkað. Kaupmagn henn- ar er mjög líkt og í fyrravor. Slíkt misvægi og þetta getur ekki staðið lengi. Annaðhvort verður innlenda verðlagið að lækka, eða krónan hlýtur að lækka þegar fram á árið dreg- ur, nema því aðeins að fram- leiðsla og sala verði mikið yfir meðallag. Gagnvart gjaldeyri Danmerk- ur og Englands, sem vér höfum mest peningaskifti við, hefir ís- lenzk króna stigið um 20 af hundraði, eða riflega það, frá því í mai i fyrra. Gagnvart Bandaríkjadollar hefir hækkunin orðið miklu meiri, sem sést á þvi, að gullgildi (= dollargildi) krónunnar hefir stigið úr 50 aurum upp í 67. Á þessu sést, að dönsk króna og sterlings- pund hafa hækkað eigi alllitið síðan í fyrra. Pegar þess er gætt, að þaö tvent hjálpast að, að hækkun krónunnar varð mest fyrir ný- ár og að innflytjendur fá oft gjaldfrest svo mánuðum skiftir, þá getur ekki hjá því farið, að einhver er búinn að fá laglegan skilding vegna gengisbreytingar- innar,- þótt almenningur hafi oröið þess litið var í vöru- verðina. Sanngjarnt er að geta þess, að nýjar tollálögur hafa vegiö mikið á móti verðlækkun á út- lendum varningi, einkum verð- tollurinn, sem þó ekki er á að- alnauðsynjavöru. í öðru lagi varð á árinu allmikil verðhækk- un á kornvöru erlendis, sem þó Sonnr járnbraTitnkéiigsins. hann alls ekki sætt sig veð að fresta burtför sinni. Við nánari athugun, sá hann að ekkert skip var á áætlun til New York næstu daga. Hann ákvað ^Jjví að slá einn vina sinna um peninga fyrir fari er að því kæmi, og fylgja bréfinu áleiðis norðureftir. Biðtímann var hann á einlægu ferðalagi með vinkonu sinni. Edith Cortlandt var einkennileg kona. Mörg orð og atvik, sem mundu hafa sfcert aðra, lét hún sér í léttu rúmi liggja, enda var hún sér þess meðvitandi, að hún mundi geta haldið vin- fengi þeirra Kirk innan þeirra takmarka er hún sjálf óskaði: Hann var svo barnslega þakk- látur fyrir þá hjálp er hún hafði auðsýnt hon- um, að það varð til þess að rótfesta enn betur en áður vinfengi þeirra. Hún athugaði í laumi öll geðbiigði hans og komst fljótt upp á það að laga geðhrifningu sína eftir því hvernig í honum lá. Hún var altaf smekklega og vel til fara og Kirk varð næstum hissa á því, að hann skyldi ekki hafa tekið eftir því fyr að hún var ung og verulega falleg kona. Á daginn gengu þau fram og aftur um hinar þröngu götur borgarinnar, fóru inn í hinar kínversku búðir til kaupa, eða óku í vagni undir hinum himinháu pálmatrjám. Á kvöldin sátu þau oftast á'í svölum gistihússins, eða þá að þau gengu út á fjölförnustu götur borgarinn- ar til þess að horfa á bæjarbraginn. Stundum gekk þó Stephan Cortlandt með þeim, en venju- lega var hann svo þögull að þau tóku varla eftir því að hann væri með. t*ó kom það fyrir, að hann lék á alls oddi, og í hvert skifti varð Kirk hissa og dáðist þá að honum. Þannig liðu margir dagar og Kirk náði sér alveg eftir þá meðferð, sem hann hafði orðið fyrir í Colon. En svo kom skip frá New York og með þvi fekk hann bréf, er sent hafði verið til konsúlsins í Colon. Kom það honum alveg á óvart og sá hann sig nauðbeygðan til þess, að breyta algerlega fyrirætlunum sínum. Bréfið var vélritað og var það hvorki staðsett né undirritað, en þó vissi Kirk vel frá hverjum það kom. Það var svolátandi: — Simaðu ekki, því að þá getur heimska lögreglunnar tæplega orðið þér hlifiskjöldur. Hinir sluppu og það væri asnaskapur af þér að koma einn heim. Hvorki vil ég né get hjálpað þér nú. Að þessu sinni hefir þú gengið feti framar en þú máttir. Þú verður að taka af- léiðingum gerða þinna. Að vísu trúi ég ekki á kraftavert, en ef þú vilt reyna að verða maður, þá skal ég hjálpa þér til þess að komast út úr þessum ógöngum. Annars þýðir ekki fyrir þig

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.