Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 hafa gert samninga um skipa- smiðar í Þýzkalandi og þykjast græða mikið á því. Færeyjar og Grænland. Færeyska blaðið Dimmalætt- ing vekur athygli á þeim mögu- leikum sem geti opnast á Græn- landi fyrir Færeyskan landbún- að. Segir jarðveg og grasvöxt á Suður-Grænlandi betri en á Færeyjum. Árið 1906 haíi fær- eyskt sauðfé verið flutt til Græn- lands og bafí það þrifíst þará- gætlega. Færeysku kornihafí einn- ig verið sáð með góðum árangri. Blaðið vitnar í orð Dr. N. Hartz, dansks náttúrufræöings, sem hefír rannsakað Grænland, þar sem hann segir að Danir i samvinnu við íslendinga og Færeyinga ættu að gera alvar- legar tilraunir til að notfæra þá möguleika sem Grænland hefír að bjóða. Segir blaðið að þetta séu orð sem lengi verði minnst og telur efalaust að færeysk og islenzk framsækni eigi eftir að vinna hér mikið verk — það er að segja — gætum við sagt — ef hin skáldlega islenska yfirráða-pólitik ekki spillir öll- um möguleikum þegar í, byrjun. ?>onnr járnbrantakóugsins. regluþjóninn frá New-Orleans. En hvergi gat Kirk séð hvernig lögregluþjóninum liði og eigi heldur neitt um það hvers vegna hann hafði viljað ná i Jefferson Loeke. Hver var þessi Locke? í blöðunum var ekki minst á það einu orði hvers vegna lögreglan var á hælum hans. En í blöðunum stóð að lögreglan hefði komist á snoðir um það hverjir árásarmennirnir væri og vonaði að geta klófest þá bráðlega. En alt var þetta sagt þannig á huldu, að lítið var á því að græða fyrir Kirk. Sennilega hafði sagan verið rakin í þeim blöðum, sem komin voru á undan, en það var hægra sagt en gert að ná i þau. , Kirk sat lengi og hugsaði málið, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Aðeins gramdist honum við föður sinn fyrir það að hann skyldi bregðast þannig við í málinu. Að vísu fanst honum að gamli maðurinn hefði nokkra af- sökun, því að málið var þannig í pottinn búið að Kirk gat enga afsökun haft. En þó var það sárt að hugsa til þess að faðir manns skyldi trúa öllu hinu versta. Þeir feðgarnir höfðu aldrei skilið hvor annan og þó hefðu þeir áreiðanlega getað verið góðir vinirl En Darwin K. treysti ekki á kraftaverkl Máske var Kirk allsendis óviðhjálpandil Nei, hann beit á jaxlinn og heit- strengdi að hann skyldi sýna það að dugur væri í sér. En honum var það ekki ljóst hvernig hann ætti að sýna það og sanna. Eitt var honum ljóst: hann gat ekki og mátti ekki liggja lengur upp á þeim Cortlandts-hjón- um! En hvernig átti hann að skýra þeim frá málavöxtuml Hann þóttist vita að frúin mundi skilja alt og gefa sér góð ráð og leiðbeiningar, en honum hraus hugur við að þurfa að segja manni hennar upp alla sögu. Pó var ekki um neitt annað að gera og þess vegna símaði hann til Cortlandt. Edith kom í simann og sagði að maður sinn væri ekki heima. Kirk bað hana þá að fínna sig og varð hún við því. — Hvað gengur nú að yður? mælti hún og settist hjá honum. Hvers vegna eruð þér svona daufur í dálkinn? — Ég hefi hlotið sjálfstæði mitt? Ég fekk bréf frá pabba! Hún skildi þegar hvernig í öllu lá. Hann rétti henni bréfið. — Jæja, mælti hún, er hún hafði lesið það. Það virðist svo sem þér séuð kominn í slæma klipu. Hvernig stendur á þessu? Kirk sagði henni nú upp alla sögu og sýndi henni blöðin, sem hann hafði fengið. Hún las þau vandlega, eins og þetta mál snerti eigi síður hana en hann. Úr ýmsum áttum. Fóstávísanasknld íslandshanka. Dönsk blöð segja, að danski fjármálaráðherrann Bramsnæs hafi lagt fyrir þjóðþingið tillögu utn að póstávísanaskuld íslands- banka við ríkissjóð Dana, sem er um 5 miljónir danskra króna, verði þannig komið fyrir, að vextir verði 6°/o frá byrjun þessa árs, hálf miljón verði greidd strax, og skuldin síðan greidd með 300 þús. kr. árlegri greiðslu á 15 árum, — siðasta greiðsla árið 1914. Loftferðir til Japan. Félag hefir verið stofnað í Berlín til þess að halda uppi loft- siglingum til Japan með Zeppe- linsloftfari heljarstóru. Leiðin á ekki að liggja austur yfír Asiu, heldur norður yfir pólarhafið. Er sú leiö miklu styttri. Sjó- leiðin til Japan er sögð að vera 10 vikur, en loftferð yfir pólinn aðeins 5 daga. Stofnféð kvað vera fengið til þessa merkilega fyrirtækis, og er það 10 miljónir gullmarka. En sumir halda að Bandaveldin muni setja sig á móti þessu fyrirtæki, og ef til vill álíta, að þetta sé alt saman aðeins bragð af Þjóðverjum til þess að smiða sér nýtt loft- herskip. Yerkanjannaflokknrinn norski. Nýr klofningur segja norsk blöð að sé að verða í norska verkamannaflokknum. Orsökin er sú, að félag nokkurt eða flokksbrot, sem kallar sig »Mol Dag«, hefir verið rekið úr aðal- flokknum, sem Tranmæl stór- þingsmaður er formaður fyrir. Er sagt, að Tranmæl eigi hér von á nýju óþægu viðfangsefni, auk mótstöðunnar i sinum eigin flokk og andstöðu »Moskwa- kommunistanna« norsku. Skipasmíðar. Mikil samkepni er nú meðal skipasmiðastöðvanna i Bretlandi og á Þýzkalandi, og eru Bretar mjög áhyggjufullir út af því, hvað Þjóðverjar geti gert lág tilboð bæði í eimskip og mótor- skip, sem nú eru smiðuð í sí- vaxandi mæli. Er svo að sjá, sem Bretar sjái sitt óvænna, því að jafnvel stór brezk félög

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.