Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.05.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 ur undir stjórn Aðalsteins Eiríks- sonar, Puriður Sigurðardóttir las upp, Sig. Guðmundsson sýndi barna- danza og að lokum var leikinn gamanleikur. Nýlátin er frú Sigríður Sigurðar- dóttir, kona Guðjóns Magnússonar skósmiðs. Hafði hún lengi átt við mikla vanheilsu að striða. Svannr fer til Breiðafjarðar í dag. Kemur einnig við á höfnunum sunn- an Snæfellsness. Skaftfollingnr fer héðan til Eyrar- bakka á morgun. Stúlkan í selinn verður sýnd enn í kveld. Hefir verið óvenjulega mikil aðsókn að þessari mynd. Garðyrkjnnámsskcið heldur »Sum- argjöíin« í vor og sumar fyrir börn eldrf en 9 ára. Verður þar kend bæði blómarækt og matjurtarækt. Aímælissjóður Einarg Jónssonar myndhöggT ara og atsteypnrnar ai listaverkum hans. í fyrra um þetta leyti tóku nokkrir vinir Einars Jónssonar, karlar og konur hér úr Reykja- vík, sig saman um í tilefni af fimtugsafmæli listamannsins að gangast fyrir fjársöfnun í Reykja- vík og grendinni til þess að koma listaverkum hans í þann málm, sem mölur og ryð fengi eigi grandað. Fjársöfnun þessi gekk framar öllum vonum og fengust á nokkrum dögum í Reykjavík og Hafnarfirði 3122 krónur. Mestu af fé þessu hefir nú verið varið til þess að koma neðannefndum listaverkum Ein- ars í eir; hefir hann sjálfur ráð- ið valinu, en, kostnaðurinn við þetta hefir orðið svo sem hér segir, í dönskum krónum; 1. Dagur............ kr. 75,00 2. Nótt.............. — 75,00 3. Engill lífsins... — 150,00 4. Þróun............. — 200,00 5. Atlantis.......... — 700,00 6. Jól............... — 700,00 7. Lampinn........... — 600,00 Ýmisl. kostnaður annar en flutn.gj. — 266,50 Alls í d. kr. 2766,50 en það samsvarar í isl.— 3136,55 Nefnd sú, er kosin var til þess að annast um frekari fjársöfn- un og ráðstafa fé því, sem inn kæmi, eftir óskum listamanns- ÓDÝRT. Bollar 0,35 — Diskar 0,50 — Könnur 0,65 — Kallistell 6 manna 14.50 — Matarstell 6 manna 36,00 — Vatnsglös 0,35 — Syk- urstell 1,85 — Matskeiðar 0,35 — Gafflar 0,30 —Teskeiðar 0,20 — Vasahnífar 0,75 — Broder- skæri 1,00 — Rakvélar 2,75 — Rakvélablöð 0,20 — Rakhnifar 2.50 — Hárburstar 1,25 — Nagla- burstar 0,25 — Vasaverkfæri 1,00 — Dúkkur 0,45 — Barnabollapör 0,85 — Barnadiskar 1,25 — Barnaskálar 0,60 — Töskur 1,75 — Úrfestar 0,50 — Höfuðkamb- ar 0,65 — Hárgreiður 1,00 — Spil, stór 0,65 — Smjörkúpur 1,75 — Vatnskaröfflur 1,85 — Myndir frá 0,25 o. m. fl. ódýrt. E. Einarsson £ Björnsson, Bankastræti 11. Sími 915. ins, meðan hans nyti við, leyfir sér nú á afmælisdegi hans, að flytja öllum gefendunum frá í fyrra, kærar jþakkir og minna jafnframt á þau hin mörgu lista- Sonnr járnbrantnkáiijrsins. — Ég hefi gleymt miklu nú á seinni árum, en þegar ég var 12 ára þá átti ég járnbraut og var sjálfur forstjóri. — Er það satt? — Ég býst við að þetta hafi verið mér með- fætt. Við krakkarnir stálum teinum og drumb- um í dálítinn brautarstúf og fengum handknú- inn vagn hjá pabba. Svo komum við á hjá okkur reglulegum félagskap, og þegar einhver vildi ganga í félagið, varð hann að stela bæði teinum og drumbum til þess að hægt væri að lengja brautina. Að lokum var hún orðin 4 kílómetrar á lengd, með skiftisporum, hliðar- sporum, króksporum og öllu sem til heyrir. Brautin var lögð í halla — við urðum að ýta vagninum upp brekkuna en svo gekk það á fljúgandi ferð niður eftir. Við höfðuin fastar ferðaáætlanir eins og hinar reglulegu járnbrauta- lestir. Fullorðið fólk, sem komst að þessu, fekk sér far hjá okkur og greiddi 5 cent fyrir hverja ferð. Vorum við því farnir að úthluta ágóða á hverjum laugardagskvöldi. Já, það var nú fyrir- tæki sem bar sig! Enda var alt i frægustu feglu hjá okkur. Ég var forstjóri, svo voru Undirforstjórar, vagnstjórar, stöðvarstjórar og sVo fram vegis. — Hvað varð svo um járnbrautina? — Jú, einn góðan veðurdag ókum við á kú, sem var á brautinni, og við það tækifæri fót- brotnaði varaforstjórinn. Járnbrautafélagið komst á snoðir um þetta, enda voru slæmir menn þá farnir að krefjast skaðabóta fyrir það, að við ónýttum girðingar þeirra. Á einu kvöldi mist- um við helming brautarinnar, og pabba leizt ráðlegast ’að senda mig í skóla. Þar var ég bezt geymdur. — Ég skal nú samt veðja um það, að þér hafið lært allar grundvallarreglur fyrir rekstri járnbrauta, mælti hún. — Já, ég lærði alt. — Því miður er til forstjóri fyrir Panama- járnbrautafélaginu, svo að við getum ekki látið yður hverfa að yðar fyrra starfi. — Getur ekki skeð að hann vanti aðstoða- mann? Hún hló. — Annars held ég að það sér réttast að þér athugið hvernig vinnu er hagað við jarnbraul- irnar hér. Pað sem þér sáuð í gær, er ekki neitt. Jæja, herra Anthony, treystið þér mér svo vel að þér viljið láta mig koina — þessu öllu í kring fyrir yður? — Hvert það nú væri! Ég get bara ekki skýrt yður frá því með orðum hvað-----------— Hún greip fram í: — Verið þér ekki að þessu. Ég óska yður

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.